Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 85
SVEINUNGI SVEINUNGASON
89
III.
Sveinungi Sveinungason var tæpur meðalmaður vexti en allþrelc-
vaxinn eftir hæð, enda allgóður burðamaður. Fjörmaður var hann
á yngri árum, alla ævi harðskarpur til vinnu og kvikur í spori fram
á gamals aldur. Ræðinn var hann við kunningja sína, oft mjög orð-
heppinn og stundum góðlátlega glettinn, ef því var að skipta, en
þó svo nákvæmur og nærgætinn í þeim efnum, að aldrei vissi ég til
þess að glettni hans særði eða hryggði nokkurn mann. Hann skrif-
aði góða rithönd og ritaði manna skemmtilegast sendibréf og annað
ritmál (smágreinar í sveitablöð o. fl.). Hann las mikið, einkum um
trúmál, var trúin honum hjartfólgin, enda sótti hann manna bezt
kirkju, og keypti mikið — á ísl. mælikvarða mælt — af ritum um
trúmál. Heilsugóður var hann alla ævi, og hélt minni og sjón óskertri
til hins síðasta, t. d. las hann og skrifaði gleraugnalaust síðasta vet-
urinn sem hann lifði. — Eignaðist hann marga vini um dagana, er
allir héldu trúnaði við hann til hins síðasta, og engan vissi ég þann,
er bæri hinn minnsta kala í brjósti til Sveinunga, og ber það ekki
órækastan vott um skaplyndi hans og mannkosti?
IV.
Snemma mun hafa borið á því, að Sveinunga var lagið að draga
upp smámyndir og alls konar skrautletur, en allt er það nú týnt, og
ekkert af því, sem hann gerði í æsku, hefir borið fyrir augu mín,
nema ártal er hann hjó með hamri og meitli á hraungrýtisklöpp
nokkuð suður af bænum í Lóni. Var það gert í tómstundum, er hann
sat yfir kvíám árið 1856. Voru stafir þessir vel gerðir og samsvör-
un allgóð í gerð þeirra; en farnir að mást er ég sá þá (um 1890), en
eru nú horfnir með öllu.
Elztu myndir eftir Sveinunga, er ég sá, voru í skrifuðu blaði, er
hann hélt úti er hann var námssveinn hjá Friðbirni Steinssyni á
Akureyri, og hét það Heimdallur. Þó að þær myndir væru nú að
mörgu gallaðar, þá er samt að ýmsu leyti skaði, ef blað þetta er að
fullu glatað því það var nokkuð einstakt í sinni röð. — En öll störf í
þessa átt varð hann að vinna lengstum á hlaupum eða í tómstundum,
og því engin von til þær væru fullkomnar. Enda mun nú á yngri
árum Sveinunga hafa verið litið — almennt talað — líkt á þetta
starf og bókvitið, sem ekki varð í askana látið, og séð um að ung-
lingar og vinnufólk hefði eitthvað þarfara fyrir stafni en að draga
upp myndir.