Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Qupperneq 85

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Qupperneq 85
SVEINUNGI SVEINUNGASON 89 III. Sveinungi Sveinungason var tæpur meðalmaður vexti en allþrelc- vaxinn eftir hæð, enda allgóður burðamaður. Fjörmaður var hann á yngri árum, alla ævi harðskarpur til vinnu og kvikur í spori fram á gamals aldur. Ræðinn var hann við kunningja sína, oft mjög orð- heppinn og stundum góðlátlega glettinn, ef því var að skipta, en þó svo nákvæmur og nærgætinn í þeim efnum, að aldrei vissi ég til þess að glettni hans særði eða hryggði nokkurn mann. Hann skrif- aði góða rithönd og ritaði manna skemmtilegast sendibréf og annað ritmál (smágreinar í sveitablöð o. fl.). Hann las mikið, einkum um trúmál, var trúin honum hjartfólgin, enda sótti hann manna bezt kirkju, og keypti mikið — á ísl. mælikvarða mælt — af ritum um trúmál. Heilsugóður var hann alla ævi, og hélt minni og sjón óskertri til hins síðasta, t. d. las hann og skrifaði gleraugnalaust síðasta vet- urinn sem hann lifði. — Eignaðist hann marga vini um dagana, er allir héldu trúnaði við hann til hins síðasta, og engan vissi ég þann, er bæri hinn minnsta kala í brjósti til Sveinunga, og ber það ekki órækastan vott um skaplyndi hans og mannkosti? IV. Snemma mun hafa borið á því, að Sveinunga var lagið að draga upp smámyndir og alls konar skrautletur, en allt er það nú týnt, og ekkert af því, sem hann gerði í æsku, hefir borið fyrir augu mín, nema ártal er hann hjó með hamri og meitli á hraungrýtisklöpp nokkuð suður af bænum í Lóni. Var það gert í tómstundum, er hann sat yfir kvíám árið 1856. Voru stafir þessir vel gerðir og samsvör- un allgóð í gerð þeirra; en farnir að mást er ég sá þá (um 1890), en eru nú horfnir með öllu. Elztu myndir eftir Sveinunga, er ég sá, voru í skrifuðu blaði, er hann hélt úti er hann var námssveinn hjá Friðbirni Steinssyni á Akureyri, og hét það Heimdallur. Þó að þær myndir væru nú að mörgu gallaðar, þá er samt að ýmsu leyti skaði, ef blað þetta er að fullu glatað því það var nokkuð einstakt í sinni röð. — En öll störf í þessa átt varð hann að vinna lengstum á hlaupum eða í tómstundum, og því engin von til þær væru fullkomnar. Enda mun nú á yngri árum Sveinunga hafa verið litið — almennt talað — líkt á þetta starf og bókvitið, sem ekki varð í askana látið, og séð um að ung- lingar og vinnufólk hefði eitthvað þarfara fyrir stafni en að draga upp myndir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.