Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 92

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 92
KRISTJÁN ELDJÁRN FORNKRISTNAR GRAFIR Á JARÐBRÚ í SVARFAÐARDAL Það kemur æ betur í ljós, hve geysialgeng bænhús hafa verið hér á landi á miðöldum. Á hverju ári berast Þjóðminjasafninu tilkynn- ingar um beinafundi heima við bæi, og yfirleitt staðfesta ritaðar heimildir, að á þeim bæjum hafa verið bænhús. Augljóst er, að hin almenna regla hefur verið sú, að grafreitur væri með bænhúsi. Sennilega hafa grafreitir í fyrstu kristni verið til muna fleiri en fram kemur í heimildum. Til þess benda beinafundir á bæjum, sem hvergi eru í heimildum nefndir sem bænhússtaðir, þó ekki sé annað sýnna en hin fundnu bein séu áreiðanlega úr kristnum grafreit. Hér verður skýrt frá einu slíku dæmi. Haustið 1934 varð Jón bóndi Jónsson á Jarðbrú í Svarfaðardal þess var, er hann ætlaði að grafa kartöflur í hólrana norðan við bæ- inn, að þar voru í jörðu beinagrindur, þótt enginn hefði áður til þess vitað, að slíkt kynni að leynast þar. Sá hann tvær beinagrindur í þetta sinn, en annars var lítið hróflað við beinum þessum. Beina- grindur þessar eru þær, sem merktar eru sem II og III á uppdrætt- inum, sem fylgir þessu greinarkorni. Um beinafund þennan hef ég getið lítillega í Árbók 1941—1942, bls. 27. Matthías Þórðarson kom að Jarðbrú 1937 og leit á staðinn, en gerði enga rannsókn. Vorið 1951 var öllum hólrananum bylt með jarðýtu í því skyni að undirbúa byggingu fjóss og mykjuhúss. Komu þá enn í ljós tvær grafir. Ég kom á staðinn 6. júní, reyndi að gera mér sem bezta grein fyrir því, sem þegar var úr stað fært, og rannsaka það, sem enn var óhreyft. Eftirfarandi skýrslu gerði ég um það, sem ég varð áskynja. Jarðbrú er næsti bær fyrir sunnan kirkjustaðinn Tjörn og skammt á milli bæja. Norðan við bæinn á Jarðbrú er alldjúp laut (nú að veru-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.