Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Síða 105
VATNSSTEINN frá bjarteyjarSandí
109
töluvert eldri. Kemur það vel heim við það, sem áður hefur verið
sýnt fram á, að notkun klébergs er einkum bundin við hinar fyrstu
aldir byggðar hér á landi.
Enginn vafi er á, að skál þessi er vatnssteinn eða kirkjubolli eða
hvaða nafn sem kosið er að gefa kirkjukeri undir vígt vatn. Hún
minnir mjög á skírnarsá, en er allt of lítil til að vera það. Hún er
svo vönduð að allri gerð, að langt væri um of fyrir hversdagslegan
búshlut, og hún hefur verið greypt á undirlag á föstum samastað, svo
að ekki hefur verið ætlazt til, að hún væri flutt úr stað. Ekkert ann-
að en vatnssteinn kemur til greina.0
Engar heimildir eru fyrir því, að kirkja eða annað guðshús hafi
verið á Bjarteyjarsandi. Bænhús kynni að vísu að hafa verið þar,
þótt heimildir geti þess ekki. Hitt er þó eðlilegra að álíta, að vatns-
steinn þessi sé frá Brekku, sem er nágrannabær Bjarteyjarsands
og örskammt milli bæja. í Vilkinsmáldögum (1397) er talin hálf-
kirkja á Brekku.* * * 7 I Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns
segir,8 að þá (1706) sjáist enn merki kirkjugarðs og standi þar
skemmuhús, en engin minnist þar hafi þjónustugjörð framin verið.
SUMMARY
A mediaeval holy-water stouy.
The article deals with a fragment of a stone bowl, recently given to the National
Museum of Iceland and identified as a holy-water stoup. The bowl is made from
steatite, probably of Norwegian origin. It is 21,5 cm in height, the width at the top
being 26 cm, whilst the basin has a diameter of 18 cm. The depth of the basin
is 11 cm. At the bottom there is a four-sided hole, which served to fasten the
bowl to a pedestal on which it must have rested. The modelling of the bowl seems
to be Romanesque in character, thus probably dating as far back as the 12th
century.
In the National Museum of Iceland there are preserved a good many plain
roughly hewn bowls from native rock. Several of them are thought to have
served as holy-water stoups, but the newly acquired one excels them all by beir.g
elaborately modelled and cut from exquisite (imported) material. It was found on
the farm site at Bjarteyjarsandur, Southwest-Iceland, but most likely it ultimately
originates from the neighbouring farm Brekka, where there was a church during
the Catholic period.
o Fá vígsluvatnsker hafa varðveitzt á Norðurlöndum. Um þau er nokkurn
fróðleik að finna hjá Sophus Miiller, Vievandskar og Kirkelamper, Aarb. f. nord.
Oldkyndighed 1888, bls. 106—110.
l Isl. fornbréfasafn IV, bls. 198.
8 Jarðabók IV, bls. 11.