Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Síða 120
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ártal milli raða af kílskurðarstungum. Reiturinn upp af tungunni
er með ýmislegum geómetrískum bekkjum; að því er ég fæ bezt séð,
eru þeir allir af venjulegri gerð. Að öðru leyti er tilhögunin sam-
miðja. Á miðju lokinu er skipaskurðarstjarna, sexblaðarós, með ,,bát-
skurðum" í hring utan um blöðin og þremur kílskurðarstungum í
öllum þríhyrndu reitunum, sem á milli verða. Nokkrir sléttir hring-
ar utan um „bátskurðarhringinn", síðan röð af kílskurðarstungum,
þá þrír sléttir hringar og loks röð af tungum eða oddum með þrí-
hyrndri skipaskurðarstungu í hverjum þeirra. — Lítur út fyrir að
vera vel gert (eftir ljósmynd að dæma).
4. 1875.
5. Engin áletrun.
6. Ekkert í safnskýrslu.
1. 719—1888. Kistill úr furu. Járnlás og járnlamir. Skráarlauf
úr látúni. Settur saman með trénöglum og (seinna) járnnöglum. L.
34,4. Br. 24,2. H. 18,2.
2. Lokið vantar. Lamir bilaðar. Á bakhliðinni er stór rifa og
vantar stykki. Rifa á botninum, sem einnig er dálítið opin. Allstóra
flís vantar í annan gaflinn. Ómálaður.
3. Útskurður á hliðum og göflum. Efst og neðst (innan við strik-
un við brúnir) eru línur með höfðaletri. Milli þeirra er jurtaskreyti,
upphleypt og flatt. Alls staðar samhverft um lóðréttan miðás, en
mismunandi munstur á flötunum fjórum. Alls staðar mynda stöngl-
arnir uppundninga og enda með blaðaskúfum. Stönglarnir eru um
1 sm á breidd, með innri útlínum. Margir af blaðflipunum hafa einn-
ig innri útlínur. Þverbönd á greinamótum og yfir um sum blöðin. Á
sumum þverböndunum eru perluraðir. Blaðfliparnir eru af næsta
mismunandi lögun. — Mjög lagleg vinna.
4. 1737.
5. Höfðaletursáletrunin:
Framhlið Gafl Bakhlið Gafl
uerd/'[eg?]/þier/til uel/geime þ[in]n/einsog nar/anno 1737/
giedþægdar/ef ieg/audinn storu/kistur dag/22/mar
6. Ekkert frekar í safnskýrslu.
]. 1U5—1897. Stokkur úr beyki. Settur saman með trénöglum. Á
báðum endum grípur lokið um upphækkaðan miðhluta gaflanna.
Tappalæsing, sem nú er skemmd. L. 12,9. Br. 6,9. H. (með tappa) 9,1.
2. Tappalæsing skemmd. Nokkra trénagla vantar. Annars í góðu
lagi. Ómálaður. 96. mynd.