Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 126
130
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Katrín Jónsdóttir, safn af ýmsum kvenfcitnaði frá síðustu öld, gef-
andi Anna Eiríks, kjálki úr Friðrik Sigurðssyni, gefandi Ari Jóhann-
esson, sýnishorn af rósaprjóni, slingdum íleppum og fótvefnaði, gef-
andi Geirlaug Filippusdóttir. — Safnauki þessi er svipaður að vöxt-
um og að undanförnu.
Vaxmyndasafnið. Gestir í Vaxmyndasafninu voru um 4000.
Örnefnasöfnun. Ari Gíslason skilaði hinn 1. júní frágengnum ör-
nefnasöfnum úr Skeggjastaðahreppi, Jökuldalshreppi, með eyðibyggð-
inni í Jökuldalsheiði, og Hlíðarhreppi, alls 281 vélritaðri síðu. Fyrri
hluta ársins undirbjó hann ferð um Hróarstungu og Fljótsdal og
gerði síðan ferð um þær slóðir 6.—28. júní. Auk þessa gerði hann
sér mikið far um að ná sambandi við menn úr þessum og fleiri
sveitum á Austurlandi, sem búsettir eru utan héraðsins, einkum í
Reykjavík. — Örnefnasöfnuninni miðar vel áfram, og er nú senn
lokið skráningu örnefna í Múlasýslum. Auk þess sem Ari Gíslason
vann, endurskoðaði Jóhann Hjaltason örnefnasöfn sín frá Vestfjörð-
um og bætti við nokkrum bæjum, sem eftir voru, fyrir dálítinn styrk
frá Fornleifafélaginu.
Þjóðháttaskráning. Á árinu voru sendar út 2 spurningaskrár (VII
og VIII), „Kvöldvakan og hlutdeild heimilisins í íslenzku þjóðarupp-
eldi“ og Fráfærur“. Undirtektir almennings voru enn sem fyrr góð-
ar, og nokkrir nýir heimildarmenn hafa bætzt í hópinn. Alls bárust
á árinu 128 svör. Þórður Tómasson tók enn sem fyrr saman þjóðhátta-
skrárnar. Hann fór auk þess sérstaka ferð á vegum þjóðháttaskrán-
ingarinnar til Vestfjarða og dvaldist í 9 daga á Isafirði og í Bol-
ungarvík, hitti gamla fróðleiksmenn að máli og skráði margt.
Viðhald gamalla bygginga, Á árinu voru tvö gömul mannvirki
tekin á fornleifaskrá, með samþykki menntamálaráðuneytisins, gam-
alt klukknaport á Möðruvöllum í Eyjafirði og steinkirkja í Viðey.
Klukknaportið er lítið mannvirki úr timbri, sérkennilegt og merki-
legt, byggt 1781. Steinkirkjan í Viðey er byggð 1766. Eigandi Við-
eyjar, Stephan Stephensen kaupmaður, afhenti kirkjuna á þessu ári
(1962) biskupi til fullra yfirráða, en nú tekst fornleifavarzlan á
hendur umsjón með viðhaldi hennar samkvæmt samkomulagi við
biskup. Sumarið 1962 var lítils háttar dyttað að kirkjunni til undir-
búnings undir vetur, en í ráði er að gera rækilega við hana á kom-
andi sumri.
Haldið var áfram að gera við dómkirkjuna á Hólum, og var henni
komið í gott lag að innan, og er nú ekki annað eftir en að smíða
innri hurð í hana til þess að hún verði að öllu leyti í sómasamlegu