Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 128

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 128
132 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Hinn 11. júlí fóru þeir þjóðminjavörður og Gísli Gestsson ásamt Þórhalli Vilmundarsyni prófessor vestur um haf til þess að taka þátt í rannsóknum á fornum minjum hjá þorpinu Lance-aux- Meadows nyrzt á Nýfundnalandi. Helge Ingstad rithöfundur frá Noregi og kona hans Anne Stine Ingstad fornleifafræðingur höfðu boðið íslendingum að taka þátt í rannsókn þessara minja, sem þau töldu vera eftir norræna menn á fornum tíma. Þjóðminjavörður dvald- ist ásamt Þórhalli Vilmundarsyni á rannsóknarstaðnum frá 17. júlí til 9. ágúst, en Gísli Gestsson frá 17. júlí til 27. ágúst. Loftleiðir buðu leiðangursmönnum far yfir hafið báðar leiðir, en að öðru leyti stóð ríkissjóður straum af kostnaði við ferðina. Leiðangursmenn hafa skrifað sérstaka skýrslu um þátttöku sína í þessum uppgrefti, og verður hún ekki birt fyrr en lokið er úrvinnslu allra gagna, er fram komu og nú eru væntanlega í rannsókn í Noregi. Erlendir fræðimenn. Norski rithöfundurinn og landkönnuðurinn Helge Ingstad og kona hans Anne Stine Ingstad fornleifafræðingur komu til Islands 20. febrúar og dvöldust hér um vikutíma. Sá safnið um að skipuleggja ferð þeirra. í ferðinni lagði Ingstad til aö ís- lenzkir fræðimenn tækju þátt í rannsóknarferð þeirra hjóna til Ný- fundnalands sumarið 1962, og var því boði tekið, eins og hér að framan greinir. Knud J. Krogh arkitekt frá Nationalmuseet í Kaupmannahöfn kom hér við í ágúst á leið sinni frá rannsóknunum í Brattahlíð á Grænlandi til þess að kynna sér gamlar íslenzkar torfbyggingar. Skoðaði hann einkum þau hús, sem fornleifavarzlan annast á Norður- landi. Marta Hoffmann safnvörður frá Norsk folkemuseum á Bygdöy kom hingað 13. sept. og dvaldist til 12. okt. Vann hún við rannsókn- arstörf á safninu því nær allan þann tíma og gerði umfangsmiklar athuganir á vefstólum og vefnaði. Kolbjörn Skaare myntafræðingur frá Óslo kom hingað 18. maí og fór gegnum fornar myntir, sem fundizt hafa hér á landi og í safnsins vörzlu eru. Listaverkagjöf til safnsins. Hinn 8. nóv. sýndi þjóðminjavörður menntamálaráðherra og nokkrum gestum öðrum þrjá listglugga (mósaik-glugga), sem settir höfðu verið upp í Þjóðminjasafnshús- inu. Skchnmu fyrir andlát sitt (1958) hafði Sigurður Guðmundsson arkitekt skýrt þjóðminjaverði frá því, að hann vildi gefa einn slíkan glugga í húsið til minningar um konu sína, frú Svanhildi Ólafsdótt- ur. Hafði hann falið Nínu Tryggvadóttur listmálara að gera frum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.