Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Síða 3

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Síða 3
3 varir, því það mun vera reynsla allra presta, að börn, sem lært hafa aðra lærdómsbók, hafi sár-litið gagn af þvi, þótt þau heyri á yfirheyrslu og spumingar út úr þeirri lærdómsbók, sem þau ekkert hafa lært í, Og af yfir- stjómarinnar hálfu er ekkert til þess gjört, að þetta ástand vari ekki um margra ára bil eða óákveðinn tíma. Jeg ætla, að allir verði að vera samdóma um það, að hentugast sje, og mest til framfara kristindóms-þekk- ingu, að hafa aðeins eina bamalærdómsbók. Að hafa fleiri, er óþægilegt fyrir alþýðu, þar sem t. d. má ætla, að húsfaðir og húsmóðir hafi lært sinn barnalærdóm hvort, og svo getur verið um fleiri á heimilinu, sem helzt eru lagaðir til tilsagnar. Sjeu og fleiri barnalær- dómsbækur prentaðar, verða þær og að vera við það að mun dýrari. En einkum kemur óhægðin af þvf, að hafa fleiri lærdómsbækur, niður á prestunum, því í rauninni þyrftu þeir að hafa þeim mun lengri tíma til uppfræðingarinnar, sem barnalærdómsbækurnar eru fleiri. Jeg verð og að álíta, að sem sjaldnast beri að skipta um barnalærdómsbækur. Er það sannfæring mín, að mörg ár líði áður en ný lærdómsbók, þó hún í mörgu sje betri en hin eldri, gjöri sama gagn. þ>að erheldur ekki til að auka þálotningu, sem æskulýður- inn á að hafa fyrir kristindóminum, að sjá hann fram- settan með töluverðum, ef ekki verulegum, greinar- mun í kennningunni. Jeg get því engan veginn álitið sjálfsagt, að leyfa að hafa nýja lærdómsbók, þó segja megi með sanni, að einhver ný bók haíi verulega yfir- burði yfir hina eldri. Ef slík regla er viðhöfð, að leyft sje, að hafa hverja nýtilega kennslubók, sem er, jafn- skjótt og hún er prentuð, án tillits til þess, hvort henn- ar er þörf eða ekki, þá getur það leitt til þess, að það hafi engan enda. Jeg verð að álíta það miklu skipta, að sern sjaldnast sje skipt um barnalærdóms- bækur, og að hvenær sem nýjar lærdómsbækur eru 1*

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.