Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 4

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 4
4 innleiddar, þá sjeu þær sem bezt úr garði gjörðar að föng eru á, enda álft jeg það þá heyra til, að hin eldri, eða hinar eldri, sjeu bannaðar eptir tiltekna áratölu. Hvað snertir hinar eldri lærdómsbækur, þá hefir lœrdómsbók Balles lengi verið í afhaldi hjer á landi. Á hún það og skilið fyrir margra hluta sakir. Andinn 1 henni er sannkristilegur; niðurskipun efnisins er eðli- leg, og fyrir börn mjög auðveld. það sem helzt mætti finna að lærdómsbók þessari, er það, að sumar lær- dómsgreinar eru eigi sem bezt orðaðar og óþarflega fjölorðar, og sumar ritningargreinir eigi sem bezt vald- ar. f>að sem þó einkum hefir verið fundið að lær- dómsbók þessari, er það, að sumum hefir þótt hún of löng. Var það eingöngu fyrir þá sök, að lærdómur Balslevs ruddi sjer til rúms í Danmörku, að Balles lær- dómsbók þótti taka ofmikinn tima í barnaskólum þar, einkum þeim, sem helzt vildu hafa sem minnst af krist- indómi. En þennan galla get jeg sizt tekið til greina. Eins og valla er við því að búast, að trúar- og siða- lærdómur sje greinilega útskýrður í styttri bók, svo er það alls eigi um megn hverju því barni, sem ekki er þvi einfaldara, að læra lærdómsbók þessa. En það er sannfæring min, að því sljóari sem sálargáfur barnsins eru, því meiri þörf hafi það á, að læra sem mest utan- að. Barnalærdómurinn er, eins og enn er statt hjá oss, það eina, sem flest börn læra utanað; hann er aðal- undirstaða kristindómsþekkingarinnar, og það eina, sem flest börn hafa til að æfa og laga með sálargáf- ur sínar. Eins og kristindómsþekkingin er sú nauð- synlegasta þekking, svo getur engin einstök fræðigrein menntað sálu mannsins á allan hátt, eins og kristin- dómurinn. f>eir, sem ná góðri þekkingu í honurn, hafa því náð sannri og verulegri menntun. Til þessa get jeg ekki álitið Balles lærdómsbólc óhæfilega, þó henni sje í sumu ábótavant.

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.