Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 5

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 5
5 Balslevs lcerdómsbók virðist vera samsetningur af fræðum Lúthers og Balles lærdómsbók. Niðurskipun- in er óeðlilegri og óaðgengilegri fyrir börn. Lærdóms- greinarnar eru allt of stuttar til þess, að barnið geti fengið ljósa hugmynd um efni greinarinnar. Ritning- argreinarnar eru margar, en sumar miður valdar, og þurfa mikillar munnlegrar útskýringar, sem ekki er að búast við, að hrervetna sje á reiðum höndum, og aldrei getur orðið eins föst í minni barnsins eins og það, sem það lærir utan að. Lærdómsbók þessi verð- ur ekki talin óhæfileg með mikilli tilsögn, en hjer á landi mun hún ekki hafa aukið þekkingu í kristin- dómi. Barnalærdómsbók þarf að mínu áliti að vera svo greinileg, að hvert atriði sje nægilega útskýrt, svo að tilsögnin þurfi eigi að fara út fyrir lærdómsbók- ina, eða bæta verulega við hana. En Balslev er eklci slík bók. Mjer er nú eigi kunnugt, að menn almennt hafi kvartað yfir því, að hinar eldri barnalærdómsbækur væru orðnar ónógar, og óskað eptir nýrri lærdómsbók. Að hinu leytinu skal jeg játa, að það væri æskilegt, að ný lærdómsbók kæmi, sem gæti útrýmt báðum hin- um eldri, því jeg álít það miklu skipta, að lærdóms- bók sje ekki nema ein, eptir því sem hjer er ástatt, og jeg verð að álíta, að í hverjum þeim söfnuði, þar sem 2 eða fleiri lærdómsbækur eru, þá verði það kristindómsþekkingunni meira eða minna til hnekkis. En sú lærdómsbók þyrfti að vera sem bezt úr garði gjörð, og hafa svo verulega yfirburði yfir hinar eldri, að vissa væri fyrir, að hún ryddi sjer til rúms. Jeg vil nú engan veginn neita því, að barnalær- dómur sá, sem hjer ræðir um, hafi i sumum greinum verulega yfirburði yfir hinar eldri lærdómsbækur, eink- um að því leyti, að lærdómsgreinarnar eru yfir höfuð betur orðaðar, ritningargreinarnar eru og yfir höfuð

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.