Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Qupperneq 10

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Qupperneq 10
10 þetta atriði var og óljóst tekið fram á dögum siðbót- arinnar, eins og að nokkru leyti var eðlilegt, en að hinu leytinu er það samkvæmt allri skoðun siðbætend- anna á endurlausninni; sú sáluhjálplega trú kemur ept- ir kenningu þeirra þeim trúaða í náið samband við frelsarann og allt líf hans. þessi kenning er og sam- kvæm Guðs orði (Matt. 3, 15. 5, 17. Hebr. 10, 7.). í sambandi við þetta hefði mjer þótt 76. gr. um freist- ingu Krists mega vera nokkuð öðruvísi, og til þess bent, að hann vann þar þann fyrsta sigur yfir heimin- um og því illa valdi (Jóh. 16, 33.), og við 83. gr. því bætt, að hann hefir uppfyllt lögmálið í vorn stað, og afrekað oss rjettlæti (Róm. 5, ig). þessi kenning hlýt- ur að vera hverjum kristnum manni til huggunar og uppörfunar, og án hennar verður endurlausnarkenning- in tæplega skilin. 86. gr. er um sálarangist frelsarans, sem hverjum kristnum manni verður að vera mjög dýr- mæt og alvarleg, þö í henni sje fólgið meira en nokk- ur mannlegur hugur getur gripið, eða nokkuð mann- legt hjarta fundið. Að frelsaranum eptir hans mann- lega eðli hafi ofboðið sú óbærilega syndasekt, sem hann átti að friðþægja fyrir, er sjálfsagt eðlilegt, En er nokkuð á móti því að álíta, að þessi alvarlega stund hafi átt nokkuð skylt við freistinguna í eyðimörkinni, og að hið illa vald hafi þar í síðasta sinn gjört allt til að afmála þær kvalir, sem fyrir honum lágu, og koma honum til að hverfa frá að fullkomna og innsigla sitt mikla endurlausnarverk með sínum krossdauða ? 89. greinin verður börnum ávallt torskilin. Níundi kaflinn er um náðarverk heilags anda. Um hann hefi jeg einkum það að athuga, að í 99. gr. er svo tekið til orða: „án þessarar trúar (o : sannrar trúar á Krist), sem kölluð er hin sáluhjálplega, trú, getum vjer eigi sáluhjálpina öðlazt“ ; en, að geta ekki orðið sáluhólpinn án trúarinnar, virðist mjer að

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.