Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Síða 19

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Síða 19
19 mjög óheppilegt, þegar taka verður hvern og einn, sem fengið hefir einhvem vitnisburð á prestaskólanum, hvernig sem hann að öðru leyti er, og gjöra hann að presti. Jeg verð að telja það mjög óheppilegt, þegar prestsstaðan er hið síðasta úrræði þeirra, sem enga aðra leið komast. Jeg yrði þvert á móti að telja það farsældarefni fyrir land og lýð, að í prestastjettina veld- ust yfir höfuð hinir nýtustu menn, og að þeir væru sem bezt menntaðir. J>essi þörf og nauðsyn þótti og auðsæ fyrir mörgum árum, þegar prestaskólinn var stofnaður 1847. Verð jeg að álíta það hið fyrstameð- al til að koma prestastjettinni upp, að sem bezt sje kennt á prestaskólanum, og prófin sjeu nægilega ströng. Ætti það að mínu áliti vel við, að prófnefnd væri sett við prestaskólann, eða 2 eldri vígðir menn settir til að dæma um kunnáttu prestaefni í hverri kennslugrein með kennara þeim, sem prófar. Er lík prófnefnd nú sett við marga háskóla, og á hún því betur við presta- skólann, sem hann hefir það aðalaugnamið, að gjöra menn hæfa til prestsskapar. En vilji menn að prestar verði sem bezt mennt- aðir, og sem bezt hæfir til að standa vel í hinni mikil- vægu stöðu sinni, þá verður nokkuð til að vinna; prests- staðan verður að hafa að minnsta kosti þolanlega við- unandi kjör að bjóða þeim. Prestar þurfa eptir kröf- um tímans að hafa engu minni menntun, bæði almenna og sjerstaka, en sýslumenn og læknar; þeir verða að kosta hjer um bil hinu sama til námsins, að því einu undanskildu, að sýslumannaefni hljóta að farautan, og ganga á útlendan háskóla, þar sem prestaefni þurfa ekki fremur en þau vilja, að fara utan. Enginn mun samt ætla, að guðfræðismenntun geti við haldizt í land- inu, nema með því móti, að nokkrir af hinum efnileg- ustu námsmönnum vorum nemi guðfræði erlendis. pað dugir ekki að segja: þessi laun, sem prestastjettin hefir, 2*

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.