Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Síða 22

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Síða 22
22 að önnur ráð til að bæta brauðin sjeu eigi fyrir hendi. Mun fáum svo virðast, sem athugasemdir fjóðólfs um nefndarálitið bæti um það, enda lýsa þær sumpart ósam- kvæmni, sumpart miklum ókunnugleika. Sleggjudóm- ur sá, sem prestur í Skagafjarðardölum leggur á nefnd- arálitið í Norðanfara 18. árg. nr. 23—24, þykir tæp- ast að miklu hafandi. Sú mótbára hefir komið fram hjá sumum, að ef prestaköllin verði yfir höfuð erfið, þá geti eldri prest- ar ekki þjónað þeim, það þurfi að vera hæg brauð fyrir gamla presta að hvílast á. En embættismaðurinn á ekki að hafa embættið sjer til hvíldar, heldur afsala sjer því, þegar hann þarf hvildar. Reki þar að, að upp- gjafaprestar verði fleiri en svo, að prestaköllin geti borið þá, má ætla landsstjórninni þá sanngirni, að hún láti þá, sem trúlega hafa unnið, eigi líða skort. j?á hefir því verið hreift, að prestaefni muni fjölga með tímanum, svo að þeirverði fleiri en prests- embættin. Setjum svo, að allir þeir sem byrjað hafa að þreyta skeið vísindanna í ladrða skólanum, höndli hnossið; prestar verða þeir þó ekki allir, og ekki líkt því, meðan svo er ástatt sem nú er. En gerum ráð fyrir, að prestaefnin verði fleiri en svo, að þeir komist allir strax í embætti, er þá nokkur skaði skeður ? Hvort er sæmilegra og affarabetra, að prestaefni sjeu svo mörg, að þeir einir, sem vel hafa vandað lærdóm og liferni, komist strax í embætti, eður eins og nú er á- statt, að þau sjeu svo fá, að taka verður hvern þannl embætti, sem náð hefir einhverri prófseinkunn, hversu sem lærdómur hans og lífemi er? Hvort er meiri hvöt fyrir prestaefni til þess að vanda sem bezt lær- * dóm og lífemi: að eiga víst eitthvert embætti, hvern- ig sem þetta er, eða að eiga það víst, að komast ekki að embætti, nema hvorttveggja sje í góðu lagi? Bisk- upi vorum, sem i öllu hefir sýnt það, að honum er eigi

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.