Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Side 28

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Side 28
28 ekki vera það, sem meint er með orðunum: Gakk inn f fognuð herra þíns! “ Slfk augnablik eru andans pantur, vitnisburður að ofan, eins og hin illa freisting er vitnisburður a$ neðan; þau eru leyndar-mál, sem mannleg sál á saman við guð. Vei þeim, er með vanhelgri hendi dregur skýluna frá! Einnig aðrar stundir í lífi voru geta, að nokkru leyti, skýrt ástandið f eilifðinni. þ>að er til æðra anda- rfki, og við þetta andavald stóð fornkirkjan f sambandi, með sinni barnslegu trú á engla guðs; þó að þessi til- finning sje nú veikluð orðin, er hún enn eigi með öllu horfin. |>etta ríki getur enn fyllt sálina gleði og fögn- uði, eða þá skelfing og hryggð, svo hún gleymir hinu liðna og komanda vegna hins þýðingarmikla augna- bliks, sem yfir stendur, mynd eilífðarinnar í timanum. Vjer bentum fyr á vitnisburð reynslunnar, til að komast nær hugmyndinni um eilífðina, til þess að sýna, hvernig hún á margan hátt gjörir vart við sig í sálum vorum. En hvað er þó öll vor reynsla, sem ekki höf- um, eins og postulinn, verið upp numdir í Paradís, í samanburði við hina óumræðilegu þrá eptir hinu himn- eska föðurlandi? „Sælir eru sorgbitnir11, segir drottinn, „því þeir skulu huggun hljóta11. „í húsi föður míns eru margir bústaðir11. Sannlega hefir guð gróðursett eilífðina í sálu mannsins. Sje annað lff nú áframhald af lífivoru hjerájörð- unni, aðeins öðrum skilyrðum bundið, þá hlýtur það að standa f nánasta sambandi við hinn sfðasta hluta manns- æfinnar, það er að skilja ellidrin. Eptir náttúrunnar rás er hið kristna gamalmenni komið næst jörðunni, en einnig næst himninum. Hugsum oss því ástand hans, og leitumst við að gjöra oss það ljóst. Líkamskraptar hans þverra, honum er orðið þungt

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.