Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Side 38

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Side 38
38 kemiir, þá enginn lengur fær unnið“, og í 3—4. kap. Hebrea-brjefsins er talað um „hvíld fyrir guðs fólk af verkum þess“; en þegar um verk er talað, á það á- vallt að skiljast um starfsemi út á við. Einhver kynni nú að hreifa þeirri mótbáru: f>egar Jóhannes talar um verkin, sem fylgi hinum sælu, þá á það einungis að skiljast um þá hina sælu, sem hann nánast hefir fyrir augum. En þar til er aptur því að svara, að frásag- an um Lazarus og auðuga manninn tekur berlega fram, að verkin fylgi jafnt hinum sælu og hinum vansælu. Yfir höfuð að tala, hefir þessi frásaga hina mestu þýð- ingu fyrir oss, vegna þess að hún lýsir nákvæmlega ástandi sálnanna í dauðra-ríkinu, en það er að vísu áftur en Jesús „prjedikaði fyrir öndunum í varðhaldi“. Verk vor eru kjarni eð'a eýni lí/s vors, og hin sífelda endurminning þeirra, sem ritningin leggur á- herzlu á, verður að skoðast sem nokkur hluti „hins góðaverksins í oss, sem fyrst fullkomnast á degi Jesú Krists“ (Filipp. 1, 6); hún hlýtur að hafa hugsvalandi og styrkjandi áhrif á sálina og veita henni andlegan proska. Að þessu lýtur það, þegar Irenæus talar um „framför til óforgengilegleika“, og hina sívaxandi fram- för, frá því augnabliki maðurinn er skapaður, og þang- að til hann fær að sjá auglit Guðs. En líf sálnanna á þessu stigi líkist á engan hátt lífi guðhræddra einsetumanna. í lifandi myndum er á- standi þeirra lýst svo fyrir oss, að þær sjeu í „hinni himnesku Jerúsalem“, í samfjelagi við Guð\ öldungana og alla heilaga engla, skrýddar hvítum skikkjum, syngj- andiGuði lof (Hebr. 12, 22—23. Jóh. opinb. 7, 9—17). Að þessi lýsing eigi heima í millibils-ástandinu, virðist ljóst af því, að Hebreabrjefið tekur svo til orða: „and- ar rjettlátra, sem algjörðir eru orðnir“ (Hebr. 12, 24); en svo gæti ekki verið að orði komizt, ef átt væri við hina upprisnu; og sú sæla, sem höf. brjefsins heitir

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.