Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Side 39

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Side 39
39 þessuui öndum á landi sálnanna, hún er, að því vjer fáum rjettast skilið, heitin öllum þeim, sem í drottni eru dánir. En vitranin, er Jóhannes sá, á að vísu heima um sjerstakt timabil í guðsríki á leið þess til fullkomn- unarinnar, en engu að síður stendur hún í hinu nánasta sambandi við lýsinguna í Hebrea-brjefinu, og miðartil að gjöra hana fyllri og ljósari. það gæti og átt við, að heimfæra hjer fleira af því, er fyrir Jóhannes bar í sýn hans, og minna á orð Páls (2. Tim. 4, 18): „Og drottinn mun frelsa mig frá öllu illu, og hjálpa mjer til síns himneska ríkis“ ; og þessa „frelsun“ miðar hann við dauðann. Hjer er þá fögnuður og hvíld, en þó vantar enn þá fyllingu ódauðleikans; aðeins i sinni föstu von hefir sálin vissu um upprisuna, um fullkomnunina. þetta kemur ljóslega fram í vitrun Jóhannesar, þar sem hann sjer fyrir neðan altarið sálir píslarvottanna, og heyrir þær andvarþa af sárri þrá: „J>ú heilagi og sannorði Drottinn, hve lengi á að bíða þess“ o.s.frv.? Ogþeim var svarað: „að þær skyldu bíða við enn þá stundar- korn“ (Opinb. ö, 9—11). Ef nú hinir helgustu meðal hinna heilögu finna á þessu stigi hjá sjer sára þrá, hvernig mun þá ástatt vera fyrir hinum? þær grundvallar-liugmyndir, sem vjer finnum í ritn- ingunni, um ástand hinna hólpnu sálna á milli dauðans °g upprisunnar, eru því þessar: hvíld frá jarðneskum störfum, hið innra lif í endurminningunni, fögnuður heima hjá drottni og öllum hans heilögu, framför í Guði, og vonarfull þrá og eptirlöngun eptir fullkomn- uninni. En nú er eptir að liða þessar grundvallar-hug- myndir í sundur, hverja fyrir sig, og rannsaka, hvað í þeim felst, og setja það í samband við það, sem vjer að öðru leyti vitum eða höfum hugboð um. En hjer erum vjer staddir á landi vitrananna með felmtursfull- um og titrandi hjörtum, gagnvart guðlegum leyndar-

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.