Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 42

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 42
42 aðskilin í raun og veru. f>egar menn tala um aðskiln- að, meina menn ekki heldur það umburðarlyndi, sem hver trúarflokkur á að sýna öðrum í því, sem minna er í varið. J>að sem menn meina með því að aðskilja ríki og kirkju er það, að ríkið, þjóðfjelagið sem þjóð- fjelag, bæði yfirvöld og undirgefnir, sje ekki bundið við neina trú. Trúin, einkum kristin trú, er þá mál- efni, sem hver gefur sig að, sem vill, en þeir sleppa því, sem ekki vilja það. þ'jóðfjelagið sem þjóðfjelag þekkir hvorki Guð nje Krist, og ekkert guðsorð, sem það sje bundið við. Sá vísindamaður, sem einkum hefir haldið fram aðskilnaði á ríki og kirkju, er Vinet, en rótin til þessarar hugmyndar er runnin frá Rousseau og Voltaire, sem af þeim göllum, sem þá voru á skipu- lagi kirkjunnar og ástandi hennar, komust til þeirrar niðurstöðu, að kristin trú væri óþörf, ef ekki skaðleg, manngæzkan (Humanitet) væri það, sem allt væri und- ir komið og allt ætti að efla og fullkomna. Grund- vallarhugmyndir þessarar skoðunar eru menning og menntun, kunnátta og vísindi. Hún á að gjöra þá, sem henni fylgja, menntaða og vitra, en ekki góða; þekkingin er án guðsótta, frelsið án hlýðni og lotning- ar. Vjer segjum ekki, að það sem hún leggur mesta áherzlu á, sje lítils virði, en vjer segjum, að það bezta í henni er eldur stolinn frá himninum (Prometevur), og að hún geti ekki frelsað, ekki gjört mennina sannar- lega hólpna. Ekkert af því, sem heyrir til sannri mannlegri tilveru, er lítils virði, en miðpunktur mann- lífsins, sem allt á að stefna að, er Guð. það væri of langt að telja allar þær ímynduðu vonir, sem þeir gjöra sjer, sem af umhyggju fyrir kristindóminum óslca, að kirkja Krists verði aðskilin frá því veraldlega rílci. Menn segja, að þá fyrst verði menn kristnir í anda og sannleika. En er það ástæðulaust fyrir oss, að minna

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.