Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Qupperneq 46

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Qupperneq 46
46 og verndi trú vora, eins og vora helgustu eign og dýrasta meðal oss til velferðar og farsældar, og að trúin helgi landsstjórnina og þjóðlífið, og sýni í því sfna blessunarríku ávexti. Eitt af því, sem skylt er þessu máli, og opt er hreift í blöðum vorum, er það, að söfnuðirnir kjósi sjer presta. En þetta getur að voru áliti ekki orðið, meðan kirkjan er sameinuð þjóðfjelaginu, svo sem nú er. Eða er í nokkru meiri ástæða til að söfnuður kjósi sjer prest, en að sýslufjelag kjósi sjer sýslumann ? Konungurinn er, eins og nú er statt hjá oss, æðsti yfirmaður jafnt kirkjunnar og þjóðfjelagsins. Presta- efnin eru menntuð, eins og önnur embættismannaefni, að meira eða minna leyti á kostnað þjóðfjelagsins og undir umsjón stjórnarinnar. Hún á að annast um, að þau sjeu öll hæf, hún á að dæma um mismunandi verð- leika þeirra, og skipa hverjum þar, sem hann er rjett- ast og bezt settur. Er þá nauðsynlegt að breyta öllu þessu fyrirkomulagi, og er víst, að betur fari, þó breytt sje ? þ>ó gallar kunni að vera á þessu fyrirkomulagi, eins og það nú er, verður því þá breytt svo, að það sje án galla? þó vjer segjum þetta, er það eigi álit vort, að það sje með öllu ónauðsynlegt og ógjörlegt, að breyta í neinu um stjórn kirkjunnar, og að veita söfnuðum og prestum nokkra hluttöku í henni, og mun því áður en langtlíður hreift í riti þessu. En þó yfir- stjórnin haldist óbreytt, þá höldum vjer því fast fram, að prestar og söfnuðir fái sem fyrst rjett til að hafa sem mest afskipti af andlegum og kirkjulegum málum, hver í sínum söfnuði. Vjer viljum hvorki í þessu nje öðru breyta öllu í einu, hvort sem það er nauðsynlegt eða ekki, heldur breyta því, sem nauðsynlegt er £ið breyta, og í þá stefnu, sem það fer betur. þ. Böðvarsson.

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.