Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 1

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXIX. ÁRG. 1 9 3 4 3. I. HEFTI cQm víða veröld fiftír Vílhj. Þ. Gíslason Trotskí og nýr 'Kommúnístaflokhur, Síðan Trotski, annar aðalmaður rússnesku k om m ú n i s taby 1 ting'a rinnar ásamt Lenin, varð undir í viðskiftunum við Stalin og var gerður útlsegur, hefur hann lítið getað látið stjórnmál til sín taka beinlínis. En hann hefur fengist mikið við ritstörf, skrifað end- urminningar sínar og merkilega sögu bylt- ingarinnar. En nú vill hann einnig aftur fara að taka beinan þátt í stjómmálum og hefur borið fram tillögu um stofnun nýs alþjóða- sambands kommúnistiskra verkamanna, „fjórða internationale“. Þessi tillaga hans hefur verið rædd nýlega á fundi byltinga- sinnaðra jafnaðarmannaflokka í París, en ekki virðist vera neinn verulegur kraftur í þessari nýju hreyfingu Trotskis. Ástæðurn- ar til þess að nýr alþjóðafjelagsskapur bylt- ingamanna sje nauðsynlegur, telur Trotski þær, að núverandi stjórn byltingarmálanna hjá Comintern, sje röng bæði í stefnu sinni og skipulagi. Skipulag alþjóðasambands Kom- múnista er orðið að þunglamalegri, óþolandi og óheiðarlegri skriffinskustjörn, með ein- ræði þeirra skriffinna, sem þar vinna sem embættismenn. Allar umræður og gagnrýni er útilokuð, ákvarðanir flokksins eru teknar án þess að nokkutt tillit sje tekið til alls al- mennings óbreyttra flokksmanna. Skrif- finskustjórn kommúnista hefur þvertámóti ótrú og ógeð á múgnúm. Þetta var allt öðru vísi áður, segir Trotski, þá var allur almenn- ingur með í ráðum og hafði fult málfrelsi og notaði það óspart. Nú er munurinn eng- inn orðinn á auðvaldsstjórn og verklýðs- stjóm, að því er skipulag og aðferðir snert- ir, nema sá, að önnur vill kollvarpa, en hin halda við Sovjetríkinu. Tilgangur þeirra manna, sem nú ráða Kommúnistaflokknum í Rússlandi hefur ekki aðallega verið sá, seg- ir Trotski, að safna saman til baráttu hinum byltingasinnaða verkalýð, heldur að komast yfir völdin, og þetta hefur það í för með-sjer, að skapast hefur í flokknum kenningin um hina skilyrðislausu hlýðni og sá andi undir- gefninnar, sem að áliti Trotski er algerð and- stæða þess gagnrýnandi anda sjálfstæðis- ins, sem nauðsynlegur sje öllu byltingastarfi. Trotski gefur Comintern það einnig að sök, að vegna mistaka flokksstjórnarinnar hafi byltingin í Þýskalandi ekki orðið kom- múnistisk bylting, heldur nazistabylting, og hann segir að það sje ekki rjett, sem kom- múnistamiðstjórnin hafi haldið fram, að jafnaðarmenn (socialdemokratar) og fascist- ar sjeu einskonar pólitískir tvíburar, því að þótt jafnaðarmenn styðji að vísu borgarana, þá sjeu þeir, þrátt fyrir svikula leiðtoga, langt frá því að styðja fascista, því að sigur þeirra hafi alstaðar í för með sjer útrým- ingu jafnaðarmanna sem flokks. Trotski vill láta slíta öllu sambandi við Þýskaland og einangra það í samgöngum og viðskiftum. Loks finnur Trotski Comintern það til foráttu, að alt of mikið hafi verið að því gert, að sameina alt vald og öll áhrif Kom- múnstaflokksins í Rússlandi einu. Kreppa auðvaldsríkjanna sprettur að hans áliti ekki einungis af andstæðunni milli framleiðslu- afla þjóðfjelagsins og einkaauðsins, heldur einnig af andstæðunni milli framleiðsluafl- anna og þjóðemisríkjanna. Tilgangur jafn- aðarstefnunnar er ekki sá, að hamla á móti

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.