Lögrétta - 01.01.1934, Síða 4
7
L ÖGRJETTA
8
Alvarlegasta viðfangsefni nútímans er
það, að vera búinn undir þessa miklu orra-
hríð úrslitanna. Sá undirbúningur er í mörgu
íólginn, fyrst og fremst í því, að fjölga fólk-
inu. Iiið rjetta hugarfar í þessum efnum er
það, sem kemur fram í orðum rússnesks
bolsjevíka, sem Spengler vitnar í: „Þær mil-
jónir manna, sem við höfum fórnað i byþ -
ingunni gefur rússneska konan okkur aftur
á 10 árum“. Þær þjóðir, sem svona hugsa,
eru ósigrandi, segir Spengler, og alvarlegasta
hættan, sem nú vofir yfir vestrænum þjóð-
um er sú, að þetta þróttmikla hugarfar hcil-
brigðrar menningar er þorrið. Mannfækkun-
in er meginmein Evrópu og veikleiki, þeg-
ar þess er gætt, að hinar lituðu andstööu-
þjóðir Evrópu hafa mannfjölgunina mjög í
heiðri og þeim fjölgar mjög ört og hefur oft
verið á þetta bent. íbúunum í Indlandi hefur
íjölgað um! 84 miljónir á áratugnum 1921—
1931 og mannfjölgun í Japan er 2 miljónir
á ári og í Rússlandi 4 miljónir, en Spengler
telur Rússland að mestu með Asíu, þrátt
fyrir allar viðsjár með Rússum og Japönum.
En átökin verða milli vestrænna og aust-
rænna afla þegar til úrslitanna kemur.
Það er ýmislegt fleira en fólksfækkunin,
sem bendir á þverrandi vald og vilja vest-
rænna þjóða. Alt hjalið um samúðina, al-
þjóðasamvinnuna og friðinn er að áliti
Spenglers vottur þess, að þjóðirnar eru hætt-
ar að finna til sjálfra sín sem drottnandi,
sterkra yfirþjóða. Það er vottur vanmættis
þeirra til þess að ráða og jafnvel til þess
að verjast. Þetta finna austrænu þjóðirnar.
Og það styrkir þær í andstöðunni og styrkir
þær í trúnni á sigurinn yfir hinum fornu
drotnurum sínum, ekki síst þegar þær, eins
og Japanar, hafa lært hemaðartækni þeirra
og önnur vísindi. Heimurinn skelfur ekki að-
eins af rauðri byltingu eða hvítri, heldur
einnig af gulri eða svartri, því að svarta
hættan færist æ lengra inn í lönd Evrópu,
einkum í Frakklandi.
Ekki hefur Spengler heldur neina trú á
því, að lausn hinna svonefndu þjóðfjelags-
mála geti bætt úr vandræðunum og á jafn-
aðarstefnunni hefur hann enga trú. Hún er
að hans áliti úrelt, eins og auðvaldsstefnan,
þær eru báðar sprottnar úr samá sjónarmið-
inu, báðar undir oki sömu tilhneigingar.
Jafnaðarmenskan er ekki annað en auð-
menska lágstj ettanna, Fjármálajafnaðar-
menn og hringahöfðingjar eins og Morgan
og Kreuger svara nákvæmlega til múgleið-
toga verkalýðsflokkanna og alþýðufulltrúa
Rússlands — alt kramarasálir með upp-
skafningssmekk.
Ein von er þó um það, að komast út úr
þessum ógöngum, segir Spengler, hún er sú,
að Þjóðverjar geti stemt stigu fyrir hrun-
inu og leitt til sigurs nýja menningu. Þessi
ár eru örlagaár og úrslitastundir fyrir Þjóð-
verja að því leyti, að nú eiga þeir að gera
út um það hver verður hlutur þeirra í hinni
nýju öld Cæsaranna. Það skiftir að vísu ekki
máli hver þjóðin er, sem leiðir heiminn út
úr hruninu og óskapnaði styrjaldarinnar
inn í þá friðarins öld, sem á eftir kemúr. Og
hún kemur vissulega.
‘Nýtt háloftsflu'
Á síðustu misserumi hefur mjög aukist á-
hugi manna á rannsóknum háloftanna,
stratospherunnar, einkum síðan prófessor
Piccard fór flugferðir sínar upp í háloftin
og Rússar komúst síðar ennþá hærra. Nú
hafa Bandaríkjamenn ákveðið að reyna að
gera ennþá betur og landfræðafjelagið og
loftherinn hafa tekið höndum saman um
þetta. Til fararinnar hefur verið smíðaður
nýr stór loftbelgur (hjá Goodyear-Zeppe-
lin Corp.). Dúkurinn í belginn var ofinn í
3520 bútum og voru þeir settir þrjátíu sinn-
um í sjerstakar vjelar, sem settu á baðm-
ullardúkinn sterk en Ijett gúmmílög. Neð-
an í belginn var svo hengdur báturinn, sem
menn og áhöld eru í og er hann úr málmi
(Dowmetal), sem er þriðjungi ljettari en
aluminium, og er þessi bátur 450 punda
þungur tómur. Foringi flugfararinnar er
William E. Kepner, en með í ferðinni verða
ýmsir fræðimenn og kvikmyndarar og
einnig verður með í förinni útvarpstæki.