Lögrétta - 01.01.1934, Side 7
13
14
LÖGRJETTA
Sígurðar kvíða S'áínísbana Sígurjón Tríðjónsson
SV, 'Harmar Örynhíldar,
Mansöngur.
„Með þjer þreyjan fór mjer frá.
Finn jeg eigi gengur
aö jeg megi af þjer sjá
einum degi le.ngar“.
Siggeir Pálsson.
Heyrðu góða! er hálftungl skín
hafðu á óði gætur.
Til þín ljóðin ljettu mín
leita um hljóðar nætur.
Ar og sið úr Viðris vör
vors á þýða hreiminn
þrá mín líður eins og ör
út í víðan geiminn.
Margt er að tjá um munarfund,
móða blá til hlíða,
er þú hjá mjer stund og stund
stillir þrá og kvíða.
Trúa, hreina hjartað þitt
og hjal á leynifundum
reyndust eina yndið mitt
oft á meinastundum.
Gleymi’ jeg eigi kinn við kinn
og kossum fegins tíðar.
Vel má þegja í þetta sinn
um þína vegi síðar.
Rjetthverft miðað ljós og loft
leika um kviður þjóða.
En — skuggahliðin alt eins oft
elur kliðinn ljóða.------
Lyft er skildi. Ljós af grein
leiftrar mildum varma
þar, sem Hildur eldar ein
ástarvild og harma.
í skemmu kóngsdóUur.
Pór jeg um lönd með frægan her;
fór um í sigurglaumi.
Konungar fjellu að fótura mjer.
Þó fann jeg ei neinn, sem var líkur þjer. —
Fór um í frægðardraumi.
Fann ekki hald af taumi.
Oðinn og Freyja um orustuhrós
unna’ ekki konu að dreyma.
Guðirnir saman dreng og drós
draga sem stefnt er fljóti að ós.
Oljóst um yndisheima
ósk mína tók að dreyma.
Oðinn seiddi mjer svefn á brár;
Svefnþorn stóð fast í leyni.
Sofnuðu draumar til frama og fjár.
Festist í huga við nýjar þrár
ímynd af ungum sveini.
Alstaðar var hann sá eini.
Svo hittumst við eina árdagsstund;
eldar á fjöllum brunnu.
Enginn man stærri fagnafund
nje fjekk dýrri von í heimanmund.
Æska og gleði unnu
eiða við morgunsunnu. —
Gengið er nú það, gerðist fyr;
gleðinnar dagar að baki.
Horfi jeg þögull um hallar dyr.
Horfi þó ekki’ eftir frægð og styr.
Hlusta’ eftir hófataki.
Hlusta um nætur og vaki.
Konungar prúðir með kappasveit
koma og burtu streyma.
Einn er þó sá, sem jeg aldrei leit
eftir þá stund, sem jeg kærsta veit.
Man hann hvar mær á heima?
Mundi hann BryDhildi gleyma?