Lögrétta - 01.01.1934, Side 8
15
L ÖGRJETTA
16
I.
Jeg hef aldrei notið jafn mikillar hvíldar
og þann sumartíma sem jeg dvaldi á Hallig
Siideroog, þessari litlu, einstæðu eyju úti í
Norðursjó. Hjer þurfti jeg ekkert annað að
gera en njóta náttúrunnar, jeg hvorki las
nje skrifaði, hugsaði nje vann; jeg naut. Hjer
voru hátt á annað hundrað strákar á aldrin-
um frá 7—17 ára, í sumarleyfi skólanna, og
mjer var einnig hvíld í því að umgangast
aðeins unglinga, sem voru ennþá að miklu
leyti óspiltir og eðlilegir og sem að minsta
Sftír
Þorsteín ^ósefsson
kosti voru ekki með nein framtíðarheila-
brot og kveinstafi um erfiða tíma og litla
peninga. Þetta var ómenguð bemska, táp-
mikil og lífsglöð og það var vissuleg'a hvíld í
því að losna undan volæðiskveinstöfum
hinna fullorðnu og að hlusta í þess stað á
bjartsýna unglinga.
Náttúran var mjer og hvíld; hjer eygði jeg
enga háa hamra nje djúp gljúfragil, enga
jökla, enga hrikalega tinda og ekki magn-
þrungna fossa. Það var ekkert hjer, sem
gerði mann að íslendingi, nema ef vera
V81 og kvöl.
Hvað varð af þjer, sumar?
Ein í skemmu’ jeg sit í sorg. —
Sáust ei fyrri slikir.
Tveir eru komnir í tiggja borg
teitir og engum líkir.
Annar er hörpu hilmis slær,
hugur minn reikar víða
Augu hins líkt og eldur skær
ósk mína í logum svíða. — —
Illa’ hafa guðir um örlög vjelt;
elakhuga vilt og bundið.
Yndi, sem fyr var við eiði selt,
mun aldrei að nýju fundið.
Yndi, sem var við eiði keypt,
út yfir sorgum blæðir.
Renna saman i harm og heift
hugarins leyniþræðir. —
Öðling8dóttir á ills eins val.
Örlög að baki knýja.
Geigur býður mjer Gjúka sal
og Guðrúnar ver að flýja.
Sárt er að eiga illa eins val;
örlögum þungum hlíta.
— Ginnir mig ósk l Gjúkasal
Guðrúnar ver að líta.
Hvað varð af þjer, sumar,
með söng þinn og yl?
Eitt sólbros í útlegð, er nálgast ei framar.
Hvað varð af þjer, hljóðiáta hamingjuspil?
Sá helkaldi stormur, sem brýtur og lamar.
Hvað varð af þjer, hlýja, sem hjarta mitt ól?
Sú heíft, er grær friðlaus
við klakabrjóst nætur.
Hvað varð af þjer hugtúna hamingjusól?
Sá harmur, er svíður og tárvana grætur. —
Sú eggjandi heift, sem að rænir mig ró
og á ríkis síns staðfestu’ á hjarta míns grunni,
nú sækir að konu, sem saklaus er þó
og sveimar, en máttvana’,
um hann, er jeg unni.
Hún verður að óbeit á eiginmanns slóð;
að ískaldri harðúð á landmörkum nauða;
að eyðandi stormi; að geysandi glóð;
að gæfunnar leit inn í rústir og dauða.
Mín hugð er sem elfur, er fossandi fer
og 1 fjötraða hringiðu dunandi skellur.
Hún líkist því brimi, er brýtur um sker;
þeirri bylgju, er rís og í sjálfa sig fellur.
Og þó er til enn í þeim ólgandi sæ
sú ósk, falin djúpt undir glysi’, er jeg smái,
að jeg ætti til von um að gráta á glæ
mitt gæfutjón alt, við það brjóst, sem jeg þrái.