Lögrétta - 01.01.1934, Side 12

Lögrétta - 01.01.1934, Side 12
23 LÖGRJETTA 24 fet yfir sjávarmál og oftast sundurgrafnar í skurðum. Skurðirnir voru áður grafnir í þeim tilgangi, að þurka upp bletti og svæði, sem sjór lá á og ekki náði að renna burtu. En að því leyti eru skurðirnir til bölvunar, að þeir grafa sig alltaf dýpra og dýpra nið- ur og síðar meir innundir grasbakkana og njálpa þannig til að mola utan úr jarðvegi eyjanna. Þar sem ekki hafa verið hlaðnir flóð- garðar í kring um eyjamar, er ekki um akuryrkju að ræða, og verða eyjaskeggjar því að lifa á sauðfjár- og nautgriparækt. Það vex hjer þjett smágresi, salt á bragðið en ágætt til fóðurs. Víðasthvar er slegið með orfi og ljá, en sláttuvjelar eru þó byrjaðar að ryðja sjer til rúms, enda er landið marflatt. Vegna þess að grasið er bæði smágert og salt þornar það seint og verður oft að snúa því; en ekki er því rak- að í flekki, heldur er múgunum snúið. Þeg- ar tekið er saman, er heyinu ýtt í beðjur með heyýtu, sem hestar draga, og síðan sætt. Ekki söxuðu eyjaskeggjar heldur tóku smá- tuggur milli handa sjer og sættu úr þeim. Vakti það undur, þegar jeg saxaði föng og sætti úr þeim á Hallig Siideroog, því það höfðu þeir ekki sjeð áður. En vegna þess að þetta gekk fljótara, kendi jeg þeim að saxa og kölluðu þeir það að „búa til íslending“. Sjaldan er sleginn nema nokkur hluti engj- anna í einu og er það gert vegna flóð- hættu. Ef búist er við flóði, sem kemur þó tiltölulega sjaldan fyrir á sumrin, er alt gert til þess að bjarga heyinu og er það þá ýmist borið í stórum segldúkum' eða því ekið heim í vögnum, en undir slíkum kring- umstæðum tekst sjaldan að bjarga nema litlu. Á vorin og fyrri hluta sumars eru eyj- amar alþaktar hvítum og fjólubláum blóm- um, svonefndum „Halligblómum", svo að til að sjá eru eyjarnar eins og samfelt rósa- eða blómabeð. Og þegar þar við bætast all- ar þær þúsundir fugla, einkum mávar og kríur, sem verpa á eyjunum og sem svífa yfir þeim í svo óendanlega stórum hópum, að til að sjá er það líkast ljósu skýjaþykni í loftinu, þá nýtur maður hjer slíkrar sýn- ar, sem hvergi er annarstaðar í veröld að sjá. Og þessi sýn er bæði fögur og sjer- kennileg. Vegna flóðanna, sem venjulega koma mörg á hverju hausti, og hverjum vetri og sem sökkva eyjunum í kaf, verður að byggja öll hús á upphækkunum eða hólum gerðum af mannahöndum. Eru það geysileg mannvirki. Á sumum upphækkunum eru heil þorp og venjulega eru þær 3ja—4ra metra háar. 1 hverri upptækkun er að minsta kosti ein vatnsgryfja, þar sem fjen- aði er brynt; sje um húsaþyrping að ræða á sama hólnum, eru gryfjurnar fleiri, venjulega tvær eða þrjár. Á vetuma verður oft að moka snjó í þær eða jafnvel að bera í þær rigningarvatn, svo þær þomi ekki upp á sumrin, svo mikill er vatnsskort- urinn þarna. í þurkatíð kemur samt stund- um fyrir, að þær þorni upp, og í stórflóð- um fyllast þær með sjó; þá verður að ausa þær upp og fá síðan vatn með skipi frá meginlandinu. Á Suderoog þvoðum' við okk- ur úr þessu vatni, en vegna óhreininda og maðka, urðum við að sigta það og ú r hverri vatnsfötu kom að minsta kosti pund af möðkum. Vatnið, sem notað er til drykkjar, er rign- ingarvatn, sem safnað er af húsaþökunum í einstök ílát og sem. borið er í sjerstakan brunn, venjulega 4—6 m. djúpan. Er vatnið dökkbrúnt á lit, líkt og sterkt te og engan- veginn jafngott íslensku bergvatni. Sjeu brunnarnir illa gerðir, er vatnið því sem næst ódrekkandi. í þurkatíð verður að sækja vatn til meginlandsins. Húsin á þessum „Halligeyjum“ eru öll einlyft, þau eru hlaðin úr bökuðum sand- steini, með hálmþaki og afarmiklu risi. Þannig er og megnið af bændabýlum, sem jeg hef sjeð í Schleswig-Holstein. Er þetta afar samræmdur byggingarstíll, sem helst er ekki út af brugðið, nema þegar annað- hvort einhver aðskotadýr eða stjórnarvöld- in byggja sjer einhverja smekklausa timb- ur. eða sementshjalla, sem raska öllu sam- ræmi, fyrst og frem'st í byggingarstíl en um leið einnig í sálarlífi fólksins. Það er meðal annars sjerkennilegt við þessi eyjahús, að þak og loft hússins hvílir ekki á veggjunum, heldur hvílir það á afar-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.