Lögrétta - 01.01.1934, Page 14
27
LÖGRJETTA
28
3ja til 4ra cm. þykk og- er látin þorna í
viku eða hálfan mánuð, eftir veðráttufari,
þá er hún stungin með sjerstaklega gerðum
spaða niður í ferkantaðar flögur, þeim
hlaðið upp í langa, lága garða, sem bíða úti
til haustsins, eni þá er taðið borið inn í
hús og notað fyrir eldivið. Þetta er ódýr-
asti og hagkvæmasti eldiviður eyjabúa og
því sjálfsagðari til notkunar, að ekki er
hægt að nota skítinn á annan hátt. öll á-
burðarefni eru árangurslaus, fyrst og
fremst vegna flóðanna, sem skola öllum á-
burði burt, og í öðru lagi gerir mykja eða
tað afarlítið gagn í saltri mjold. Annar eldi-
viður, sem notaður er á eyjunum, er kol,
en þau eru dýr vegna erfiðra flutninga;
sömuleiðis er rekaviður notaður talsvert,
en einkum á Súderoog, því þar er mest af
honum og heldur ekki hægt að gera neitt
annað við hann.
Verkefni er ávalt yfrið nóg fyrir eyjabúa,
enda ber útlit þeirra það með sjer, að þeir
hafa ekki verið iðjulausir um æfina. Áður
fyr fóru þeir mikið til sjávar líkt og ís-
lendingar gerðu um miðbik 19. aldarinnar.
Munurinn var aðeins sá, að íslendingar
voru burtu að vetri til og stunduðu róðra,
en eyjaskeggjar fóru á vorin og komu aft-
ur á haustin; þeir stunduðu hvalveiðar á
hollenskum hvalveiðaskipum og mest við
Grænlandsstrendur. Á meðan urðu konurn-
ar að sjá um heimilin og annast heyskap-
inn, sem ábyggilega var ekki neitt Ijetta-
verk. Nú eru þessar hvalveiðar þeirra lagð-
ar niður og fiskiveiðar að mestu hættar.
Þeir veiða að vísu talsvert míkið af selum,
enda eru sandbreiðurnar selauðugar mjög
og á öldinni sem leið skaut einn einasti
maður þar 4000 seli. Sömúleiðis eru
krabbaveiðar stundaðar þar dálítið og jafnt
af konumi semí körlum. Krabbamir, sem
veiddir eru, er sjerstök krabbategund, fá-
dæma ljót kvikindi, líkust risavöxnum tólf-
fótungum og jeta eyjaskeggjar þá með
græðgi. 1 fyrstunni fanst mjer þetta
krabbaát svo viðbjóðslegt, að mjer flökraði
við, það minti mig altaf á apa í dýragarði,
sem týndu lýsnar hver af öðrum! og átu, en
seinna varð jeg gráðugasta krabbaætan,
sem til var á eyjunum. Kolaveiðar eru einn-
ig stundaðar; það eru heilar kolatorfur á
gryrmingunum meðfram söndunum og eins
í álunum, sem falla gegn um þá, en kolinn
er ekki góður á bragðið. Við fórum oft um
fjöru með strákunum á Hallig Súderoog út
á sandflæmin til að veiða kola. Veiðarfær-
in voru kvíslar, líkar heykvíslum, nema að
h,ver álma hafði haka á endanum, eins og á
heysting. Við óðum út í álana, stundum
upp í mitti eða axlir og stungurd kvíslinni
jafnt og þjett niður fyrir framan okkur i
sandinn. Næstum í hvert skifti fengurn við
einn eða fleiri kola, stundum 4—5 á kvísl-
ina. Við stungum kolanum niður í poka eða
strigatöskur, sem við bundum yfir axlimar,
en hvolfdum þess á milli úr þeim í stóra
körfu, sem við bárum með okkur. Á
skammri stund veiddum við oftast fleiri
hundruð kola og var betra að þurfa ekki að
vera mjög lengi niðri í sjónum, því að í
köldu veðri eða rigningu var þetta kulsæll
starfi. En stundum gleymdist kuldinn, ekki
síst er krabbar bitu mlann svo að maður
varð viðþolslaus af kvölum í nokkrar
klukkustundir, og eins ef vart varð sels. Var
þá reynt að flækja skrattakoll í net, og ef
það tókst var hann fluttur eins og her-
tekinn fursti með húrrahrópum og sigur-
gleði í kolakörfunni heim til eyjarinnar.
Stundum var kolinn reyktur og þá venju-
lega í tunnum á hvolfi, en oftast er hann
soðinn og borðaður með kartöflum. Eitt sinn
urðum við undrandi yfir því, að tveir strák-
anna borðuðu hvor um1 sig sjö eða átta kola
með kartöflum. Annars voru 4—5 kolar
fullkomin máltíð. En þegar strákarnir urðu
þess varir að hent var gys að þeim, buðust
þeir til að borða meira. Var þá verðlaunum
heitið þeim er meira æti og kappátinu lauk
þannig, að sigurvegarinn borðaði tuttugu
og fjóra kola, en hinn gafst upp eftir að
hafa lokið tuttugu og tveimur.
Veiðar eyjaskeggjans eru ekki nema lítill
hluti af starfi hans. Feikna mikil vinna fer
ávalt í að hreinsa eyjarnar eftir flóðin, því
þau skilja eftir skeljar, þang og heila sand-
byngi, sem bera verður burt, svo hægt
sje að slá eyjamar. Ennfremur verður að
smíða nýjar brýr á hverju ári yfir skurðina
og gryfjurnar, því þær flæða oftast burt 1