Lögrétta - 01.01.1934, Side 18

Lögrétta - 01.01.1934, Side 18
35 L ÖGRJETTA 36 í Norðursj ónum og' þá langar mann eitthvað burt, ekki til meira lífs, því það er ekki annarsstaðar meir en á Siideroog' og ekki heldur til meiri vináttu eða samræmis, held- ur langar mann að s j á eitthvað meira, roeira land, fleiri eyjar. Og þá fer maður með stórum mótorbátum til næstu eyja: Hooge, Norderoog, Pellworm, Föhr og Am- rum. Stundum er hópurinn nokkra daga í burtu, sefur í hlöðum á næturnar, en geng- ur í fylkingu undir fánum og hljóðfæra- slætti eftir eyjunum1 á daginn. Á Föhr og Amrum eru frægir baðstaðir með fleiri þús- und íbúa, og þegar strákarnir gengu með ölium fánunum syngjandi og leikandi eftir götunum, stöðvaðist umferðin oft af því að horfa á þessa ljettlyndu, djarflegu og stoltu stráka, sem buðu1 heiminum byrginn með söng sínum og svellandi fjöri. En þótt Suderoog sje afskekt og einsömul og syðst allra eynna, er hún samt oft í góðu veðri næstum þakin gestum sem koma á smáum vjelbátum og stórum hjólskipum hingað til eyjarinnar og dvelja þar í fáeinar stundir. Það eru mest baðgestir frá megin- landinu, sem koma til að skoða þennan sökkvandi eyjaheim, eða líka til að kynnast þessu einkennilega sumardvalarheimili, sem einn efnalaus einstaklingur hefur hafið til vegs og sæmdar og sem fómað hefur æsk- urmi æfi sinni. Jeg hafði venjulega ánægju af þessum gestum, því jeg sá hjer hrærigraut af öll- um mögulegum manntegundum. öðru! hvoru hitti jeg íslandsvini og íslandsfara, þ. á m. aldraðan, þektan listmálara, sem sagðist hafa komið til íslands og dvalið þar stutta stund, en það væri samt fegursti hluti æfi sinnar. Hann dvaldi hjá Nielsen á Eyrar- bakka, mintist hans með sjerstakri hlýju og sagðist sjaldan eða aldrei hafa notið ann- arar eins gestrisni og hjá honum. En þrátt fyrir þetta var það samt oftar, sem gestir skoðuðu mig sem náttúruundur ef þeir vissu það, að jeg var íslendingur. Eitt sinn umkringdu mig tuttugu kerlingar, fyrst fórnuðu þær höndum af undrun yfir því að sjá mann norðan frá íslandi, síðan skeltu þær á lærin af hrifni yfir að geta sagt vin- konum sínum eitthvað nýstárlegt og tóku svo upp stækkunargler og settu á sig gler- augu til að rannsaka á vísindalegan hátt hvað augun lægju mikið skökk í hausnum á mjer, og í hverju að aðalmunurinn á mjer og hvítum manni væri falinn. Þær skrifuðu athuganir sínar niður í vasabækur til að gleyma engu og síðast var jeg ljósmyndað- ur, bæði að aftan og framan og á báðum hliðum. Áður en mjer var leyft að fara, köstuðu nokkrar þeirra í mig tíeyringum, aðrar gáfu mjer brjóstsykurmola eða mynd- ir innan úr súkkulaðipökkum. „Greyið, skelfing verður hann feginn!“ heyrði jeg eina kerlinguna segja og hún virti mig með djúpri meðaumkvun fyrir sjer eins og brjóstgóð kerling úr dýraverndunarfj elagi virðir fyrir sjer vingjarnleg'an hund. Auk þessa eru mjer tvö önnur atvik frá gestakomu á Suderoog sjerstaklega minnis- stæð. Annað gerðist daginn sem jeg fór þaðan alfarinn, það var um miðjan septem- ber 1929. Strákarnir voru þá allir famir fyrir nokkrum dögum og lífið á eyjunni var einmanalegt og dauft. En þá skaut skyndi- lega upp sjötíu stúdentum og háskólakenn- urum frá háskólanum í Halle, sem komu í kynnisför til eynna að skoða leifar af sokkn- um eyjum og upphækkunum, sem enn- þá mótaði fyrir í sandinum. Þegar þeir sneru aftur til meginlandsins varð jeg þeim samferða, jeg fjekk ókeypis far méð skip- inu til Husum, en á leiðinni þurftu þeir öðru hvoru að lenda og athuga gamlar minjar í sandinum. Á leiðinni tók jeg sjerstaklega eftir kven- stúdent nokkrum með heljarstórt rautt nef, blásvartar bólgnar kinnar og augu, sem ranghvolfdust og hringsnerust í stórum augnatóftunum. Hún bar á sjer whiskypela og saup á öðru hvoru. Þegar hún var orðin svo drukkin, að hún bæði riðaði og drafaði, byrjaði hún að gefa mjer hýrt auga, sjálfri sjer auðsjáanlega til dægrastyttingar en mjer til ólýsanlegrar andstygðar og angist- ar. Einu sinni þegar við gengum! eftir fjöru- sandinum kom hún til mín og spurði mig, hvort jeg vildi whisky. „Nei!“ sagði jeg önugur. „Viltu leiða mig?“ spurði hún.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.