Lögrétta - 01.01.1934, Qupperneq 26

Lögrétta - 01.01.1934, Qupperneq 26
51 LÖGRJETTA 52 menn geti verið óskiftir við námið og einn- ig haft þá aðbúð alla, er þeim sæmir. Stúdentalíf hefur því ekki þroskast við há- skóla vorn eins og vera skyldi. Einn af kennurum' háskólans, dr. Magnús Jónsson, hefur lýst þessu þannig: „Enn eru ís- lenskir stúdentar látnir búa við svo mikil ókjör í þessu efni á námstímanum1, að ó- hugsandi er annað en það dragi verulega úr gagni því, er þeir eiga að hafa af dvöl sinni hjer.------— Alt vantar, sem getur leitt til stúdentalífs, bæði úti við og inni við. Stúdentalífið á helst að þroskast hjer í einu anddyri með mögnuðum dragsúg þegar hvasst er. Og ekki svo mikið að stúdent- arnir hafi þá þetta anddyri handa sjer einum. Nei, engin þægindi, ekkert fagurt fvrir augum, sem1 vekur þá tilfinning stúd- entanna, að þeir sjeu borgarar í ákveðinni stofnun, með því að draga þá hvora að öðrúm og frá öllu öðru“. Stúdentagarður. Það liðu því ekki mörg ár frá því að há- skólinn var stofnaður, að sú tillaga kom fram að reisa stúdentabústað. Ágúst H. Bjamason prófessor bar þessa tillögu fram 1917, og var þá gerður uppdráttur af Guðjóni Samúelssyni af stúdentagarði, en mál þetta fjell niður um nokkur ár. Var því þá aftur hreyft og tók stúdentaráðið fyrir atbeina Lúðvígs Guðmundssonar, núverandi skólastjóra á ísafirði, að sjer að annast framkvæm'dir í málinu. Er nú þessari bygg- ingu svo langt komið, að homsteinninn hef- ur verið lagður í dag að þessari bygging og mun hún verða tekin til íbúðar næsta haust eða 1. okt. 1934. Þar fá um 40 stúd- entar mjög ódýra vist í prýðilegum húsa- kynnum, með stóran lestrarsal, íþróttaher- bergi, heit og köld böð. Þar verður sameig- inlegt mötuneyti og má gera ráð fyrir því, að fjelagslíf stúdenta muni eflast og taka stakkaskiftum, er stúdentagarðurinn er kominn upp. Rannsóknastofa. Þá er enn verið að reisa aðra bygging, rannsóknastofu fyrir háskólann, en hingað til hefur rannsóknastofunni verið komið fyrir í þrönguml herbergjum í litlu húsi við hliðina á Alþingishúsinu. í hinni nýju rann- sóknastofu verður komið fyrir áhöldum þeim, er Þjóðverjar gáfu Islendngum á Al- þingishátíðinni og eru ætluð ransóknum í þágu atvinnuveganna. Á rannsóknastofu þessari fara m. a. fram allar gerlarannsókn- ir, og er gott til þess að vita, að þessum þætti úr starfsemi háskólans virðist nú vera sæmilega borgið, er hin nýja rann- sóknastofa hefur verið reist. Offjölgun nemenda, Oft hefur verið minst á, að stakkur há- skólans væri of þröngur og að færa þyrfti út verksvið hans. Nú er svo komið, að telja verður, að of margir nemendur sje í lækna- deild og lagadeild. Litlar horfur eru á, að allir þeir, sem þar stunda nám nú, geti fengið embætti eða nægilegt starfssvið, er þeir hafa lokið námi sínu. Þessar deildir sendu því út í haust, áður en háskólinn var settur, viðvörun til ungra stúdenta að ganga í þessar deildir. Áður hefur verið stungið upp á að takmarka nemendatölu háskólans eftir þörfum landsins, en frá því ráði hefur þó verið horfið. Nýjar tillögur. Jón Sigurðsson sagði rj ettilega, að háskól- inn ætti að vera þjóðskóli og í sama streng hafa ýmsir tekið nú á síðari árum, er um þessi mál hafa hugsað og ritað, eins og t. d. Vilhjálmur Þ. Gíslason magister, er ritaði ítarlega um þessi mal fyrir nokkrum árum. Búvísindi. Guðm. Hannesson, prófessor, bar fram 1924 tillögu um að stofna búvísindadeild við háskólann eftir amerískri fyrirmynd. Hafði hann í huga háskólann í Saskatchewan í .Canada. Guðm. Hannesson lýsir starfi þess- arar búvísindadeildar í Saskatchewan þann- ig: Starfið er í fyrsta lagi sjálfstæð vísinda- leg ransókn á öllu, sem bændur varðar: Jarð. vegsransóknir, jarðrækt hverskonar, kyn- bætur dýra og jurta, meðferð mjólkur og allra búsafurða o. s. frv. í öðru lagí er kensl- an. Lengsta námið er 6 ár og er miðað við kennara og vísindamenn. í þriðja lagi er al-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.