Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 38

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 38
75 LÖGRJETTA 76 yíndvarp víð dánarbeð (suðrúnar Porsteínsdóttur húsfreyju í Tíoftúnum (f. 7. nóv. 1866, d. 22. janúar 1954) frá eígínmanní hennar. Kveðinn er dauða-dómur, dunar náklukkna hljómur; brátt verður helför hafin, hún, sem jeg unni, grafin; grafin og gleymd á foldu, geymd hennar bein í moldu. Alt til hins eina dregur, endar svo jarðlífs vegur. Húss míns er ’norfin prýði, hnígin er sól að víði; byrgir nú hljóðlátt húmið helkalda, auða rúmið. — Hjartkæri sæmdar svanni! svatt er í mínurn ranni; svella tár sjónar baugum, sortnar mjer fyrir augum. Lífsstríði þínu’ er lokið, lífs míns í skjólin fokið; helstormur harður næðir, hjartanu’ af kulda blæðir. Pallin mín stoð og styrkur, stari jeg út í myrkur. Sorgirnar sárt mig beygja, síðar jeg fæ að deyja. örvænta skal þó eigi, aftur mun lýsa’ af degi: eftir sótmyrkrin svörtu sóldægrin ljóma björtu. Strangt þó finnist að stríða stundirnar óðum líða. Upp styttir angurs hríðir, öll birtir jel um síðir. Minn varstu mesti sómi metin, að flestra dómi. Huggun í neyð og hörmum hlaut jeg í þínum örmum. Lífsbyrði að bera mína bauðstu fram krafta þína Hreinan jeg sannleik segi: sjerhlífni þektirðu eigi. Þakkargjörð þúsundfalda því er mjer skylt að gjalda guði, sem góða konu gaf mjer og dætur’ og sonu. Hvern skal um harminn saka? hann átti frjálst að taka; alt, sem hans gæzkan gaf mjer, getur hann tekið af mjer. Styrjöldum lífs í ströngum stóðstu við hlið mjerlöngum; hjartans úr þráðum þínum þú snerir boga mínum streng þann, er aldrei ugði í öllu stríði’ að dugði, hverjum sem voða verjast var, eða gegn að berjast. Veri því drottins vilji! vegir um hríð þótt skilji sameinar alla aftur ástvini lífsins kraftur; kraftur guðs ástar-anda einn leysir dauðans vanda. Gjörvalr er hans í hendi hjer þó að líf vort endi. Þú hefur lífið látið, látið þitt hefi’ jeg grátið, grátið þig tregatárum, tárum, er valda sárum, sárum, er blæða’ og svíða; sár hl$t jeg þreyja’ og bíða. Syrgjandi’ jeg sit í leynum — segir oft fátt af eiuum. Dofnar og dvínar rómur, daprast því söngva hljómur; alt er á feigðar förum, frjósa mjer orð á vörum. Harmskýin hugsjón blinda, hjer skal á lyktir binda. — Þrengir að þreyta’ og mæði — Þögnin er betri’ en kvæði. Jón 0. SlgnrðarBon.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.