Lögrétta - 01.01.1934, Qupperneq 40

Lögrétta - 01.01.1934, Qupperneq 40
79 L ÖGRJETTA 80 er víðast hvar lygnt eins og stöðuvatn og ofan til er það breitt, eins og fjörður yfir að sjá. Stærri og minni stöðuvötn eru um allt Hjeraðið. Á vetrum eru þar svellalög mikil, svo að reiðvegir á ísum eru þar oft greiðir um löng svæði. Allir hinir efnaðri bændur áttu eldishesta á járnum og voru utreiðar engu ótíðari á vetrum en sumrum. Páll var mikill hestamaður og átti ágætis reiðhesta, eins og fyr segir. Gætir hestanna mikið í kveðskap hans og ferðalaga bæði vetur og sumar: Fölur máni’ á fölvann sldn, fífa’ í skjánum brennur; yfir gljána’ og inn til þín alinn Gráni rennur Dróttvakur er hann og fram úr þeim fer hann, þótt frosinn sje mellinn. Mölina’ og frerann með sköflunum sker hann, því skratti’ er hann hnellinn. Dýr þótti mjer hann, en dæmalaust ber hann mig djarft yfir svellin, o. s. frv. Á hinum stærri heimilum5 á Fljótsdals- hjeraði var á þessum árum míklu fjölmenn- ara en nú gerist, Bæði Kirkjubær og Hall- fríðarstaðir voru meðal stærstu! heimilanna á Úthjeraði, þegar jeg man fyrst eftir. Það var oft glatt á hjalla á þessum mannmörgu sveítaheimilum, gestum var vel tekið og ýmíslegt til skemtunar haft. Mikið var sungið og nokkuð dansað. Þegar jeg man fyrst eftir, voru kvæðin úr Friðþjófssögu rnjög sungin, og svo þjóðhátíðarkvæðin frá 1874, ekki síst kvæði Páls: „Eyja stendur upp úr sjó“. Jeg man, að jeg heyrði það iesið í grein í blaði þá, að þetta væri fall- egasta þjóðhátíðarkvæðið. En ekkert mau jeg, hvar þetta stóð. Það var fjöldi kvæða, sem sunginn var, rhiklu fleira, að mjer finnst, en nú er sungið. Sum kvæðin eftir Pál Ólafsson, sem þá voru mest sungin, finn jeg ekki í Ijóðabók hans, og skal jeg nefna nokkur: Nú er mikil blessuð blíða. Bænum geng jeg glaður frá. Morgunsólin Fellið fríða fögrum geislum stráir á. Nú er sumar, nú er vor, Nú eru dauðans kuldaspor að bráðna fyrir brosi þínu, blíða vor, í hjarta mínu. Önnur vorvísa, sem mikið var sungin, er þessi: Grætur fönn á fjallabrúnum, fossar kveða gleðilag; hlómin gul á grænum tvinum gróa, þróast nótt sem da.g. Kveddu, spói, kvæðin þín, kveddu, blessuð lóan mín. þið hafið fvrri sungið saman, syngið lengur, þetta’ er gaman. Og svo þessi fjöruga gamanvísa: Hún Bína mín er svo brosleit mey og blíðari’ en nokkurt stúlkugrey, sem þekkt hef jeg og þreifað á. pað vil jeg öllum piltum tjá. Hörundið er hvítt, sem mjöll og hárið er mjúkt og röddin snjöll, og lendar hefur hún liprar vel, lystugt dansar kátt með þel. Og augun tindra svo elskuleg, og ö!l er hún Bina dásamleg. Jeg styn því margar stundir þær, sem stvilkan fríða trallar og hlær. Jeg veit ekki, hvernig á því stendur, að engin af þessum vísum, sem jeg kann frá barnæsku og lærði af því, að heyra þær iðulega sungnar, skuli ekki finnast í kvæða- safni Páls, og sje jeg ekki betur en að þær hefðu átt að vera þar, jafnvel fremur en ýmislegt af því, sem tekið hefur verið þar inn, því kvæðabókin er stærri en hún að rjettu lagi hefði átt að vera, of margt tekið þar inn, og er þetta algengur galli á útgáfum íslenskra kvæðabóka. Það er altaf verið að tína inn í kvæðasafn Jónasar 1-Iallgrímssonar, með hverri nýrri útgáfu, kvæði, sem finnast eftir hann til og frá í handritasöfnum, m örg frá unglingsárum hans, eða .jafnvel vísur, sem honum eru eignaðar frá bemskuárunum. En þetta er af misskilningi gert og á ekki að eiga sjer stað. Bólu-Hjálmar hlaut skáldfrægð sína m. a. vegna þess, hve vel Hannes Hafstein valdi úr kvæðum hans, er hann sá uro út- gáfu þeirra nokkru eftir dauða Hjálmars.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.