Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 42

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 42
LÖGRJETTA 84 83 ljettast gengirðu’ eflaust á yfirsjónum mínum. Önnur vísa, kveðin til Ragnhildar, er þessi: þó eilífðin mjer yrði’ að nótt, augnasteina mina gefa skyldi jeg fús og fljótt fyrir návist þína. Þessi er kveðin á heimleið: Senn fœ jeg þreyttu höfði að halla að hjarta þjer; af þeirri sœlu von jeg valla veit af mjer. Þessi er tekin úr stuttu kvæði: Kærastur jeg þá er þjer þegar heilsan dvínar; hverri báru, sem þú sjer og sýnist ætla’ að skella’ á mjer, berðu móti brjóst og hendur þínar. Að endingu tek jeg þessa: Læt jeg fyrir ljósan dag ljós um húsið skína, ekki til að yrkja brag, eða færa neitt i lag, heldur til að horfa’ á konu mína. Fyrir hin mörgu kvæði um konu sína og böm, vini og venslamenn, hefur Páll verið nefndur „heimilisins skáld“. Mikið af kvæð- um hans er bundið við heimilið og næsta umhverfið, sveitina hans og hjeraðið, lýst atvikum, sem þar koma fyrir, ýmist í stölc- um, smákvæðum eða ljóðabrjefum til kunn- ingjanna. Eitt af þeim kvæðum er þetta: Hárgreiðustaði hjer má kalla, helst þegar farið er að slá. Gengur þá hver með greiðu’ og dalla guðslangan daginn til og frá. Með hendur þvegnar og hárið greitt, af heyskapnum verður ekki neitt. En þegar kemur kaldur vetur, kafaldsbylur, og jarðlaust er, biður þá hver, sem betur getur: blessaður taktu kind af mjer. þá segi’ eg: fjandinn fjarri mjer, farðu nú út og greiddu þjer. Þetta er kveðið til manns, sem hafði lofað að koma til þess að gera upp fyrir Pál klausturreikningana, en kom ekki á rjett- um tíma: þú færð hjer besta brennivín, baðhita fast við óninn. Kafrjóð þar situr konan min, sem kóngsdrotning við tróninn. Og svo jeg segi þjer eins og er, þá ætti’ ekki’ að þurfa’ að nauðga þjer hingað, helvítis dóninn. Drykkjukvæði Páls munu vera sjerkenni- legustu kvæði þeirrar tegundar, sem við eigum, svo sem „Heim er jeg kominn og halla’ undir flatt“, — „Úr kaupstað þegar komið er“, — „Jeg hef svo margan morgun vaknað“ o. s. frv. Alvaran og glensið eru þar víða ágætlega ofin saman, eins og t. d. í þessari vísu: Mjer er orðið mál að deyja, mín er horfin sálar-þreyja, alt vill mig á tálar teygja til að drekka brennivín, En aldrei drekk jcg eins og svin. Heldur drekk jeg, satt að segja, sumar bæði’ og vetur, eins og það væri Einar minn eða Pjetur. Falleg náttúrukvæði hefur Páll líka ort, t. d. ,.Ó, blessuð vertu sumarsól“, — „Litli fossinn“ o. fl. Þau eru ekki stórfengleg mál- verk, en það er lipurðin og innileikinn, sem valda því, að menn læra þau og dást að þeim. Bezt nær Páll sjer venjulega niðri á fer- skeytlunni. Eftir þá Sigurð Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar er Páll, meðal hinna þjóð- kunnu skálda, helsta og besta ferskeytlu- skáldið. Ferskeytlan er arfur frá rímna- kveðskapnum á fvrri öldum. t margar aldir hefur það við gengist, að menn um alt land, í sveitum, kaupstöðum og sjóbúðum, hafa haft sjer það til gamans, að yrkja fer- skeytlur um ýmislegt, sem við hefur borið, kveða þær hver um annan við ýms tæki- færi, ýmist í spaugi eða alvöru, og algengt var það áður, að hagyrðingum lenti svo saman, að þeir kváðu níð hver um annan. Hef jeg minst á það áður í grein um Bólu-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.