Lögrétta - 01.01.1934, Side 46

Lögrétta - 01.01.1934, Side 46
91 LÖGRJETTA 92 tlm víða veröld Tramhald frá bls. 8 'Námur Salómons Allir þekkja sögurnar um auðlegð Salo- mons konungs og dýrð veldis hans, að hann bar af öllum konungum jarðarinnar að auð- legð og vitsku, að hann gerði silfur, eins al- gengt í Jerúsalem og grjót, og að gullið, sem hann fjekk á einu ári var sex hundruð sex- tíu og sex talentur að þyngd og þar fram eftir götunum. Þessar frásagnir hafa verið mönnum undrunarefni fram á þennan dag, eins og þær voru mönnum aðdáunarefni á dögum Salómons, og svo er um fleiri frásagn- ir biblíunnar frá þessum tímum. 1 V. Móse- bók er þess t. d. getið um fyrirheitna land- ið, að þar sjeu steinamir járn og að hægt sje að grafa kopar úr fjöllunum. Þessi og þvílík atriði hafa fornfræðingar nú getað skýrt betur en áður hefur verið hægt, því að þeir hafa nýlega fundið námur Salómons og uppsprettu auðlegðar hans. Það eru ame- rískir fomfræðingar undir forustu Nelson Glueck, sem framkvæmt hafa rannsóknim- ar. Þeir hafa fundið miklar, gamlar kopar- námur í Khirbet Nahas og Feinan og þar í kring, en af leirkerum, sem fundist hafa á er móðurástin. Það er alkunnugt, að mikil- menni hafa venjulega átt góða móður — og ef til vill ekki sjaldan fundið hvers virði það er, í ógæfusamri ást á minni háttar konu. — Hin æðsta guðsdýrkun, sem mað- urinn þekkir, er dýrkun kærleikans; æðsti leiðarvísirinn í þeim efnum — þrátt fyrir margvísleg afglöp — kristna trúin. Og þessi guðsdýrkun ætla jeg að hafi orðið jafn — innilegust í guðsmóðurdýrkun katólskrar kirkju, sem í sínu insta eðli er dýrkun n óðurástarinnar, í sinni fegurstu mynd. Þegar karlmaðurinn hefur lært að líta á konuna sem guðsmóður og guðsmóðurefni og konan að líta á manninn sem verðandi guð — þá og ekki fyrri er mannkynið farið að nálgast það mérki, sem Jesús frá Nasaret brá upp fyrir því, á sínum tíma“. þessum slóðum, hefur mátt ársetja fundina og sjá, að hjer er um að ræða námur Saló- mons. Aðalnámurnar virðast hafa verið auð- unnar og auðugar og sjást þar enn rústir margvíslegra mannvirkja. 1 norð-vesturenda Khirbet Nahas námanna er stór(76 m.)fer- hyrningur og tveggja métra þykkur garður umhverfis, en að innanverðu eru stór tóftar- brot og má sjá, að þar hefur farið fram málmbræðsla. Fornfræðingamir telja líklegt, að þeir hafi fundið þama verkstæði og eins- konar fangabúðir, því að líklega hafi ófrjáls- ír menn, sennilega Edómítar, unnið þarnaað málmnáminu. Fleiri námusvæði hafa fund- ist þama við landamæri Palestinu, járnnám- ur í Ghadian, en stærstu námumar hafa fundist í Menéiyyeh. Þar hafa einnig fund - ist rústir af borgum eða kastölum á hæðum og hafa verið stór og öflug mánnvirki, not- uð til þess að verja námusvæðin. Rannsóknir á þessum svæðuml hafa líka leitt ýmislegt annað nýtt í ljós, eða varpað nýju ljósi á frásagnir Biblíunnar, sjerstaklega að því er snertir Edomíta. Höfuðstaður þeirra, Bosrah, hefur fundist í Tawilan, en ekki í Buseirah, eins og áður var talið. Einnig telja fræði- menn, að þeir hafi með þessum rannsóknum fengið merkar nýjar leiðbeiningar til þess að ákveða nánar en áður ferðir Israelsmanna til fyrirheitna landsins, einkum viðskifti þeirra við Edomíta og bann þeirra gegn vfirferð Israelsmanna yfir landið. Þeir telja nú, að þetta hafi ekki getað gerst fyrir 13. öld f. Kr. Margt fleira hafa rannsóknirnar leitt í ljós, en þær standa yfir ennþá, svo að ekki er sjeð fyrir allan árangur þeirra. TAMfengleg mannvírhí T^ersey-jarðgöngin. Nýlega voru opnuð fyrir almennri umferð hin miklu jarðgöng undir Merseyfljótið í Englandi og eru þau eitt af mestu rpann- virkjum heimsins og eitthvert mesta þrek- virki, sem verkvísindi nútímans haf leyst af hendi. Jarðgöngin eru stærstu neðanjarð- argöngin, sem til eru, hátt upp í þrjár ensk- ar míluir á lengd, en 44 fet að þvermáli og liggja 100 fet undir fljótsbotninum, en 170

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.