Lögrétta - 01.01.1934, Qupperneq 48
95
L ÖGRJETTA
96
hygli, og svo austurlandamálin. Á norðurlanda
málum eru til tvær nýjar amerískar bækur,
sem lýsa vel og skemtilega ástandinu þar og
fyrirætlunum forsetans: Jbhannes Novrup:
Amerika konstruerer, og þykir honum helst
sem öll lífsskoðun Ameríku stefni burt frá
sannri menningu. Hin bókin er eftir Anna
Lenah Elgström og heitir U.S.A. i ömens
tecken, og lýsir í stuttum köflum ýmsum
þáttum þjóðlífsins, erfiðleikunum og neyð-
inni víða, en jafnframt hinum æfintýralega
krafti og framkvæmdaþreki. (Sbr. einnig
cn our Way eftir Roosevelt). — Um atburði
síðustu ára í Þýskalandi hafa að sjálfsögðu
verið skrifuð ókjörin öll. Þeir, sem vildu
kynnast þeirri lífsskoðun, sem ligg'ur til
grundvallar hinni nýju stefnu í Þýskalandi
ættu að lesa bækur Alfred Rosenbergs (Der
Mythus des 20. Jahrhunderts) og Moeller
van den Bruck um1 þriðja ríkið. Ef menn
vilja hinsvegar kynnast sögu stefnunnar,
eru um hana tvær bækur eftir Konrad Hei-
den, til sameinaðar í enskn þýðingu (A
History of Nationalsocialism), en hann
er fremur andstæður stefnunni.
Á Norðurlandamálum eru til ýmsar nýjar
bækur um þetta, t. d.: J. F. Deck: Hitler-
epok eller episod?, Alf Ahlberg: Tysklands
iidesvág, Neander-Nilson: Möte med tredje
riket og Koncentrationslágret eftir Gerh.
Seger, en það er lýsing á fangabúðum í
Oranienburg eftir gamlan þýskan ríkis-
þingsmann.
Gyðingamálin hafa verið mjög áberandi
kafli í þýsku málunum. Lögrjetta hefur áð-
ur sagt frá afstöðu Hitlers til þeirra (í
Mein Kampf, fæst nú á dönsku: Min
Kamp). Tveir þýskir Gyðingar hafa skrifað
merkar bækur um þetta. Ernst Toller hefur
skrifað um æsku sína í Þýskalandi (Eine
Jugend in Deutschland) og Amold Zweig
hefur skrifað um hlutdeild Gyðinga í þýskri
menningu og bendir á hversu margir hinna
áhrifamestu manna í listum, tækni og at-
vinnulífi Þýskalands hafi verið Gyðingaætt-
ar (Bilanz der deutschen Judenheit).
Um Rússland er líka til ný bók eftir Walter
Duranty (Russia Reported) og segir, lof-
samlega að mestu leyti, frá framkvæmdum
síðustu ára þar. Annað hljóð er þó í nýkom-
inni bók eftir Kerenski, sem hann kallar
Krossfestingu frelsisins (The Crucifixion of
Liberty) og á þar við byltingu bolsjevíkanna
og aðfarimar í Rússlandi. Margir spá því nú,
að ný styrjöld sje óðum að nálgast, bæði
vegna Austurlandamálanna og vegna ýmis-
legra erfiðleika í Evrópu. Um þetta fjallar
ný bók eftir H. R. Knickerbocker (Will War
Come in Europe?) og þykir honum fullmik-
ið gert úr ófriðarhættunni, þótt víða sje
ástandið ískyggilegt. Eitt af því, sem| mörg-
um þykir benda á aukna ófriðarhættu er
vaxandi vopnaframleiðsla og hækkandi verð
á vopnasmiðjuhlutabrjefum. Sagan um áhrif
vopnasmiðjanna á friðarmálin og um undir-
róður þeirra hefur máske aldrei verið skýr-
ar eða átakanlegar sögð en í nýrri amer-
ískri bók eftir Engelbrecht og Hanig-
hen, sem heitir Kaupmenn dauðans (Mer-
chants of Death). Fjárhagsörðugleikarnir
og kreppan er líka eitt atriðið, sem mörg-
um þykir ýta undir ófriðarhættuna. Um þá
alvarlegu hlið á lífi nútímans má fá margar
góðar upplýsingar í nýrri bók, sem 6 enskir
höfundar (Dalton o. fl.) liafa skrifað um
Tekjuhallafjárlög og fjárkreppu í 15 ríkjum
(Unbalanced Budgets). Þó að tónninn í
þeim bókum, sem fjalla um líf og. úrlausn-
arefni samtíðarinnar sje venjulega dapur og
mönnum þyki erfiðlega horfa, eru þeir þó
einnig til, sem horfa sæmilega björtum fram
á leið, þ. á m. Sir Philip Gibbs í bók, sem
heitir Út úr ógöngunum (í sænskri þýð.:
Vágar til ráddning). Vanþekking fólksins
og óforsjálni og óheiðarleiki leiðtoganna hef.
ur skapað erfiðleikana, en samt mun kraftur
lífsins og heilbrigðrar skynsemi að lokum
lækna sárin.
Meðal nýlegra skáldsagna má nefna Agner
i stormen eftir Sigurd Christiansen (höf-
und To levende og en död) og en kvinnes
vei eftir Ronald Fangen og Men Livet lever
eftir Hamsum, framhald af „August“. Meðal
enskra bóka má nefna I. Claudius, eftir
Eobert Graves, og meðal hinna frönsku
L’Instinct du Bonheure eftir André Mau-
rois, ástarsaga og hjónabandssaga, en af
þýzkum sögum Glataða soninn eftir Regler
og Der Gerechte eftir H. Kesten og svo
Sögur Jaakobs eftir Thomas Mann.