Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 2
2 ÓÐINN Hannes Hafstein. Stjórnmálamaðurinn. Daginn (1. febrúar 1904), sem Magnús Stephensen skilaði af sjer innanlandsstjórninni í hendur Hannesi Hafstein, ljet hann svo um mælt, að Hannes Hafstein hefði til að bera frumkvæði, skapandi hugsjónir og aðra hæfileika til að ryðja nýjar framfarabrautir; að hann hefði ekki einungis augun opin fyrir ýms- um helstu þörfum þjóðarinnar, heldur kynni að finna ráð úr að bæta, og að hann hefði kraftinn til að koma ráðunum í fram- kvæmd. Er jeg nú lít yfir stjórn hans og stjórnmálastarf alt, þá finn jeg enga betri lýsingu í stuttu máli á stjórn- málamanninum Hannesi Hafstein en þessa. Þegar Hannes Hafstein kom að stjórnmálunum, var kosinn á Alþingi um aldamótin, fundu menn það fljótt að hjer var foringinn fenginn. Hann varð og brátt viðurkendur foringi Heimastjórnarflokksins. En hann varð meira en það. Hann varð foringi sinnar þjóðarí Hve alment þetta hafi verið viðurkent þá, eða jafn- vel í hans fyrri ráðherratíð, sem aðallega markar stjórnmálastarfsemi hans, um það skal jeg ekki segja. Það var einatt stormasamt í stjórnmálunum í þann tíð. En nú, er rykið hefir sest, og Hannes Hafstein stendur álengdar og f hreinna og skærara ljósi, þá hygg jeg það sammæli flestra manna, að hann hafi verið hinn sjálfsagði fæddi foringinn. Að minsta kosti finst okkur gömlu Heimastjórnarmönnunum það. Mjer er ekki ljeð rúm til að tala neitt að ráði um einstakar framkvæmdir hans í stjórnmálunum. Frá því verður skýrt nánara af öðrum og á öðrum stað. Við það tækifæri, er að framan er getið, þegar hann, fyrsti íslenski ráðherrann, tók við stjórn Iands- ins, talaði hann ekki margt um það, hvað hann ætlaði að gera, en í ofurlátlausum ummælum hans þá felast þó fyrirætlanir hans. Þarfirnar kvað hann vera þær, að þjóðinni yrði, í andlegum og líkamlegum skilningi, sem mest úr öllu því, er landið ætti í fórum sínum. »Því takmarkið*, sagði hann, »sem vjer verðum að keppa að, það er í einu orði að gera landið sem líf- vænlegast með því, að hlúa að öllu, sem gerir fýsi- legra að vera hjer«. — En hann gerði mikið að þessu. Hann gerði mikið að því að hlúa að öllum gróðri, andlegum og líkamlegum. Hann hafði mjög mikinn áhuga á öllum mentamálum þjóðarinnar og kom þeim í nýtt horf. Hann stuðlaði mjög að verk- legum framförum, ræktun landsins var honum sjer- staklega hugfólgin, skógrækt og önnur rækt landsins. Af sjerstökum málum, sem hann hafði með hönd- um, þykir hlýða að nefna símamálið. Framkvæmdum hans og aðgerðum í því máli er svo háttað, að það orkar ekki tvímælis, að þótt hann hefði ekki neinu öðru til leiðar komið, þá ætti hann sæti meðal hinna allra fremstu og þörfustu stjórnmálamanna þessa lands. Og þó held jeg að menn hafi aldrei gert sjer það fyllilega ljóst, við hve mikla örðugleika var hjer að stríða. Mótstaðan gegn því var furðu almenn, senni- lega ekki svo mjög af flokksfylgi, sem af hinu, að menn treystu ekki, eins og hann, á mátt þjóðarinnar. Menn trúðu því efalaust talsvert alment, að fyrirtækið væri landinu ofviða, að þjóðin gæti ekki undir því risið. A hinn bóginn er ekki laust við, að þetta mál hafi orðið til að rugla dálítið dóm manna um stjórn- málamanninn Hannes Hafstein, að það taki of mikið rúm upp, er farið er að meta afrek hans. Það er ekki nema einn liður í starfinu að ruðningi nýrra framfarabrauta fyrir þjóðina í byrjun aldarinnar þess- arar, þeirri starfsemi, er hann tók í allri mikinn þátt, og stjórnaði að miklu. Rjett á litið hygg jeg að telja eigi fremst meðal mála þeirra, er hann vann að, stjórnarskrármálið (1901 —1904) og sambandsmálið. Þeir menn sem mest unnu með honum að sambandssamningunum veturinn 1907 —1908, meðal þeirra mótstöðumenn í stjórnmálum, hlutu að dáðst að því, hve einarðlega, með hve mikl- um krafti og festu og jafnframt lipurð hann flutti mál Islands, hversu öflugt hann hjelt fram fylsta rjetti landsins gagnvart Danmörku, enda varð afarmikið á unnið. Þetta var viðurkent alment einnig af andstæð- ingum hans hjer á landi, er niðurstaða samninganna varð kunn, — í fyrstu, áður en flokkabaráttan um það hófst. I baráttunni um það mál komu einna skýrast fram hæfileikar stjórnmálamannsins Hannesar Haf- stein, kraftur hans, kapp og harðfylgi og aðrir for- ingjahæfileikar. Og það er máske ekki síst frá þeirri baráttu, sem gamlir flokksmenn hans alment minnast »foringjans okkar mikla«, eins og einn gamall fylgis- maður hans komst að orði í viðtali við mig rjett í því jeg var að skrifa þetta. Þá vil jeg enn minnast á tvö áhugamál hans, er komust að vísu ekki mikið áleiðis, meðan hann starf- aði, en eru bæði Iifandi nú. Annað er járnbrautar- málið. Hann hafði undirbúið það mál svo og látið undirbúa, að hefði Alþingi þá þekt sinn vitjunartíma, væri þegar farið að gera járnbrautir hjer og járn-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.