Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 18

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 18
18 ÓÐINN Jeg bíð á bergsnös kaldri með blóðug ólífs sár. Jeg slari á veglausa víðátt og voðageimur hár ómar af auðnartómleik. — — Svo magnlaus, helkaldur harmur og hjartans svíðandi kvöl mjer alein opnað fá sjón vfir ókomna tímans böl. Jeg er ei söngvinn svanur nje sviffrár valur. Nei! Veikur og vesall maður, sem veld mínum hörmum ei. En það nær líka upp í þær hæðir, þar sem skáldið sjer í sólþokuhylling, hve sorgin og gleðin maetast, og óljóst órar mig fvrir að andans von muni rætast. Leiðin er löng frá naprasta háði og ljettúðarkend- um galsa upp í »sólþokuhyllinguna«, þar sem leitandi og harmþrunginn mannsandinn fer að koma auga á ráðninguna á gátu tilverunnar. Og margir eru hliðar- stigirnir á þeirri leið. Það er eins og Hannes Haf- stein eigi nokkurn veginn jajn-vel heima á öllum þeim vegum, þegar hann fer að yrkja. Hann gefur okkur litla vitneskju um það, hvernig insta og dýpsta lífsskoðun hans er í raun og veru. En hann gefur sig allan á vald hverri þeirri hugarhræring, sem grípur hann — sem venjulega er líka einkenni miklu ljóðskáldanna. Með þeim hætti sýnir hann okkur svo langt inn í sína auðugu sál. Einar Hjörleifsson Kvaran. Þverárhjónin. Gísli Asmundsson og Þorbjörg Olgeirsdóttir. Það er að vísu komið hátt á þriðja áratug síðan hjónin, sem hjer verður minst, bjuggu á Þverá í Fnjóskadal, en við þann stað voru nöfn þeirra lengi tengd, og þar, á ættaróðali sínu, vann hann alt æfi- starfið, og hún mikinn og góðan hluta þess. Hann er látinn fyrir 25 árum, en hún andaðist nýlega háöldruð. Mig langar að biðja Óðin fyrir myndir þeirra og fáein minningarorð. Gís/i Jóhannes Ásmundsson fæddist í Rauðuskriðu í Þingeyjarsýslu 17. júlí 1841. Þar bjó þá faðir hans, Asmundur Gíslason, sem fluttist að Þverá í Fnjóska- dal vorið 1844 og bjó þar lengi síðan; þar ólst Gísli upp og dvaldi nálega alla æfi. Ætt Ásmundar er rakin í Andvara, 37. árg., í æfiágripi sonar hans, Einars alþm. í Nesi. Var Einar sonur Ásmundar og fyrri konu hans, Guðrúnar Björnsdóttur frá Lundi, en seinni kona Ásmundar og móðir Gísla á Þverá var Guðrún Eldjárnsdóttir Hallgrímssonar prófasts á Grenjaðarstað Eldjárnssonar (sjá Guðfræðingatal H. Þorsteinssonar, bls. 131). Ólst hún upp hjá Stefáni presti Einarssyni á Sauðanesi, og var hjá honum þangað til hún giftist Ásmundi um 1840. — Gísli var snemma mjög bókhneigður, og komu þá í ljós ágætar námsgáfur. Vildi faðir hans kosta hann til náms, en úr því varð þó eigi, og var talíð að móðir hans, sem unni honum mjög, hafi eigi getað af honum sjeð. Tvo vetrartíma var hann þó hjá sóknarpresti sínum, Birni próf. Halldórssyni í Laufási, og lærði hjá hon- um dönsku og nokkuð í þýsku og fleiri námsgrein- um. Þrjá vetur var hann og hjá Jóni Borgfirðing á Akureyri að læra bókband, og fjekk hjá honum sveins- brjef í þeirri iðn 25. marts 1860. — I október 1866 kvæntist hann Þorbjörgu Olgeirsdóttur bónda í Garði í Fnjóskadal, og byrjuðu þau þá búskap á Þverá. Komust þau fljótt í allgóð efni, því þau voru áhuga- söm, fyrirhyggju- og ráðdeildarsöm og fram úr skar- andi ötul til starfa, hvert í sínum verkahring. Var Gísli þegar talinn í röð bestu bænda, og fjekk orð á sig fyrir dugnað, hyggindi og vandaða framkomu. Árið 1871 var hann skipaður hreppstjóri í Hálshreppi, og var það síðan í 25 ár. Sýslunefndarmaður sveitar sinnar var hann frá því þær nefndir voru skipaðar með lögum og meðan honum entist heilsa, og flest- um trúnaðarstörfum öðrum gegndi hann í sveit sinni um lengra eða skemra skeið. Á Þingvallafundinum eldheita 1873 mætti hann sem fulltrúi Suður-Þing- eyinga. Hann var vel ritfær maður, skrifaði fagra rit- hönd, samdi skipulega og rökstuddi vel mál sitt. Atti hann allmargar ritgerðir í Norðanfara, um og eftir 1880, og þóttu þær bera vott um greind og gætni. Oft hafði hann unglinga til kenslu heima hjá sjer á vetrum, og hafði yndi af að segja þeim til, en ekkert nY99 jeg að hann hafi fyrir það tekið af neinum þeirra. — Á heimili var Gísli glaðlyndur framan af árum og hinn skemtilegasti heim að sækja, enda var oft gest- hvæmt á Þverá á þeim árum, en á mannfundum var hann sriltur, gætinn og tillögugóður, og ávann sjer traust og virðingu fyrir hyggindi sín og próðmannlega framkomu. Hann var vel hagmæltur og ljet oft fjúka í kviðlingum meðan flest ljek í lyndi framan af æf- inni, en ekki hjelt hann á lofti kveðskap sínum. I

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.