Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 39

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 39
ÓÐINN 39 . . . Jeg elska heiminn eins og hann er, vegna þess hvaö hann getur orðið, nútímann vegna framtíðarinnar, æskuna vegna fullorðinsáranna. . . . Líf er stríð milli mótsettra afla, eins og sævar öldu- kamba. Ef kambarnir fallast í faðma, fjarar Iífið með lýjandi sælu. Ef annar rennur undan, sloknar það með slítandi kvöl. . . . Þrautir eru besta gjöf, sem okkur er gefin. Þær stæla sálina, stilla viljann. Lyfta oss, Iíkt og þrep fyrir sal, í einni svipan upp að óskahofsins dyrum. . . . Skapari, skepna, sköpun: alt er eitt og hið sama! . . . Ekki kem jeg enn þá auga á þessa gæsku guðs, alt sem þar þó um er rætt; hjálpar þeim einum, sem hjálpar sjer sjálfur, — en lætur hinn óstuddan, sem liðsinnis þarf. . . . Guð er enginn „góður faðir, sem annast öll sín börn“. Heldur herstjóri, sem otar fólkinu fram í tvísýnu. . . . Við hugsum okkur guð eins og gamlan erkibiskup. í stað þess að hann er: hæsti Iistameistari í heimi. . . . Berasta mynd af guði er norðurljósa-króna. . . . Tilveran er undarlegt samband af sælu og kvöl. Otal sundurleitra sambanda standa um oss á sjerhverri stund; eins og margflækt áhrifa-net, sem við eigum af oss að greiða. . . . Ekki á maðurinn sig sjálfur; heldur mannkynið. — Ekki á mannkynið sig sjálft; heldur jörðin. — Ekki á jörðin sig sjálf; heldur heimurinn. — Ekki á heimurinn sig sjálfur; heldur guð. — Ekki á guð sig sjálfur; heldur lífið, — þ. e. heimurinn með jörðinni, mannkyninu og mönnunum. . . . Lífið er skrúðganga, þar sem fjelagi fellur að velli við hvert spor en annar rís upp jafnharðan. . . . Enginn reiðist öldunni, þótt hún vaxi; eða storminum, þótt stríður sje. Hvað fremur náunga sínum, sem varnað er vits eða vilja? — Þú mátt einum þjer um kenna. Þú ert skap- ari heimsins, og átt alls að gæta. . . . Alheimurinn er eilífur breytinga-dans; sífeld Ieit að nýrri og nýrri eining. K Vofa. Maður rjeð sjer bana út af ástamálum. Þótti hann gera vart við sig á ýmsan hátt Iengi á eftir. Undir hans nafni er þetta kveðið: Er húmið hylur foldu, jeg hverf úr grafarinni, og vík frá vígðri moidu og vitja mörgu sinni um eyjar yngissprundin með yndisroða á vöngum; mjer við það styttist stundin að stara á þau löngum. Þá blikar auga brostið, en bleikir eru vangar og hjartað heli lostið að hreyfast tíðum Iangar. Jeg fálma fúnum höndum og faðma girnist meyju. í fylgd með fjölda af öndum jeg fer um þessa eyju. S. Æfiminning. Þann 12. júlí f. á. andaðist að heimili sínu, Giljum í Mýrdal, dugnaðar- og sæmdarbóndinn ]ón Jónsson. Hann var fæddur 7. jan. 1851 að Brekkum í Mýrdal. Voru foreldrar hans Jón bóndi Jónsson, ættaður af Rangárvöllum, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir Helgasonar óðalsbónda í Suður-Hvammi. Bræður Guðrúnar voru: Jón Mýrdd sagnaskáld, Runólfur í Jón Jónsson. Vík, sem og var þektur fræðimaður, Klemens, Ólafur og Guðni á Reyni. Voru þeir bræður Guðrúnar allir vel gefnir menn. Jón sál. ólst upp að Brekkum hjá foreldrum sínum, sem voru litt efnum búin, og komu snemma í ljós hjá honum atorka og dugnaður. Hann var um nokkurt skeið hjá hinum þekta fræðimanni Markúsi Loftssyni bónda á Hjörleifshöfða, og fjell þeim svo vel saman, að vinátta þeirra þvarr eigi meðan þeir lifðu. Þann 15. okt. 1880 giftist Jón eftir- lifandi ekkju sinni Sigríði Jakobsdóttur. Byrjuðu þau búskap að Rofum í Mýrdal; var bústofn þeirra lítill, en sökum þess hve vel þau voru samtaka og sam- valin, tókst þeim að græða fje samhliða vaxandi ómegð. Árið 1882 fluttust þau hjón að Giljum í Mýr- dal, og fór þá fyrir alvöru að koma í ljós, hve mikill húsýslumaður Jón sál. var. Hann fann, að hey bónd- ans eru ódrjúg í garði, og því bygði hann stóra og

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.