Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 10
1Ó ÓÐINN framfaraviðleitni sinni. Það hlaut að vera erfitt verk, að sameina þetta tvent, aukningu sjálfstæðisins og viðhald eða eflingu vináttutengslanna við Danmörku, en með rjettu gat H. H. treyst sjálfum sjer til að komast lengra á þessari braut en nokkrum samtíðar- manna sinna, og er alkunnugt, af hvílíkri snild hann vann að því að byggja þennan grundvöll undir fram- faraviðleitni landsins við konungsheimsóknina 1907 og bæði fyr og síðar. En þessum grundvelli var burtu kipt með höfnun sambandslagafrumvarpsins 1908—’09. Þegar H. H. tók við ráðherradómi 1912 byrjaði hann, með fullu samþykki meiri hluta þess, er hann studdist við, til- raunir til þess að koma málum landsins aftur á hinn sama grundvöll. Það mátti sýnast nær óvinnandi verk, eftir þá atburði, sem gerst höfðu síðan 1908, en þó varð honum vel ágengt í fyrstu. En á þinginu 1913 brast samheldnin í þingflokki hans, og samtímis varð hann fyrir því heimilisböli, að missa hina ágætu konu sína. Af ofreynslunni þetta sumar tók hann haustið 1913 sjúkdóm þann, er síðar leiddi hann til dauða, og upp frá því voru starfskraftar hans skertir. Hitt er ekki rjett, sem sagt hefur verið í eftirmælum eftir hann í blaðagrein, að starfskraftar hans hafi verið mikið farnir að bila, og um leið áhugi hans, er hann tók við ráðherradómi 1912. Hvorttveggja var þá öld- ungis óskert. En tíminn, sem hans naut við eftir þetta, var alt of stuttur til þess að hann gæti bygt upp affur alt það, sem hrunið hafði síðan 1908. Þó hygg jeg að fullyrða megi, að með milligöngu sinni á árunum 1912 til 1914 hafi hann í raun og veru komið sam- bandsmálinu í það horf í Danmörku, að sambands- slitin 1918 gátu orðið þykkjulaust að kalla mátti af Dana hálfu, og hnekkirinn fyrir framfaraviðleitni Is- lands þar af leiðandi minni en við hefði mátt búast ella. Jón Þorláksson. M Ritsímamáliö og H. Hafstein. Þjer hafið líka beðið mig, herra ritstjóri, að skrifa nokkur minningarorð um Hannes Hafstein ráðherra. Mjer er sönn ánægja að verða við þessari beiðni yðar. Það var um vorið 1905 í Kaupmannahöfn, að jeg hitti Hannes Hafstein í fyrsta sinn. Þegar við fyrstu sýn hafði hans alþýðlega og um leið höfðinglega og viðfeldna viðmót áhrif á mig, sem æ hjeldust síðan. Aðalviðræðuefni’ okkar var vitaskuld um væntan- lega símalagningu á íslandi. Mjer varð það brátt ljóst, að H. H., sem jeg hafði áður að eins heyrt getið sem ráðherra og skálds, var líka hagsýnn maður. ]eg hef oft heyrt því fleygt hjer á íslandi, að H. H. hafi ekki haft mikið vit á peningum nje gildi þeirra og yfirleitt lítill fjármálamaður verið, þrátt fyrir aðra hans mörgu góðu eiginleika. En mín reynsla var þveröfug við þetta. Hannes Hafstein hafði glögt auga fyrir því, hvað gat verið arðsamt og hvað ekki, og hvað ætti að spara. En aftur á móti var allur smásálarskapur mjög fjarri huga hans, bæði í peningamálum og öðru, hvort sem um eigið eða opinbert fje var að ræða. Mjer er það minnisstætt frá samverunni í Kaup- mannahöfn, þegar verið var að ræða um lagningu símalínunnar, hve ant honum var um að fá að vita hlutföllin að hundraðstölu samanborið við útgjöldin alls milli hinna þriggja aðalútgjaldaliða: efnis, vinnu og flutningskostnaðar, áður en hann ljeti í ljósi skoðun sína um það, hvar línan ætti að liggja. Árangurinn af þessum íhugunum var tillaga frá H. H., sem þeim manninum er kunnugur var staðháttum, um línuleið- ina, og er hún enn til í mínum vörslum. ]eg sá það síðar, að þessi tillaga hans var bæði góð og viturleg, og ber vel vott um hagsýni hans og eins um það, hve rjettlátlega hann vildi skifta þeim gæðum', sem hann sjálfur áleit að hann færði löndum sínum með símanum. Margir halda, að H. H. hafi ekki haft mikil áhrif á samningagerðina við Stóra Norræna og dönsku stjórnina um einkaleyfi Stóra Norræna á sæsímanum til íslands, heldur hafi þetta volduga fjelag verið ein- rátt um skilmálana. En þetta er fjarri öllum sanni. ]eg hafði þá oft tækifæri til að dást að glöggskygni hans og gamansemi, og hve óbifanlega fast hann stóð fyrir, þegar hann áleit að um mikilvæg atriði væri að ræða fyrir oss, og aftur á móti hve fús hann var til að láta að óskum hins aðilans, þegar ekki þótti miklu máli skifta. Og oftast fjekk hann óskir sínar uppfyltar. Það hafði komið til tals, að byggja línuna frá Seyðisfirði til Reykjavíkur á tveim sumrum, með að eins einum ritsímaþræði á, fyrst um sinn. En þetta vildi H. H. ekki hlusta á; hann sagði, að það yrði að ljúka símalagningunni á einu sumri, og að talsíma- línu yrði líka að leggja um leið, því að það væri tal- síminn, sem mesta þýðingu hefði fyrir viðskiftin inn- anlands og hann ætti að gefa af sjer mestar tekjurnar. Og reynslan hefir leitt í ljós, að hann hafði hjer á rjettu að standa. Trú hans á að ljúka mætti lagningunni á einu sumri, ef verkið væri vel undirbúið, var svo sterk, að hún smitaði alla, sem að verkinu unnu.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.