Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 41

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 41
Ó'Ð I N N 41 að geta flutt þá sjálfur og aukið við og felt úr eftir því sem honum þótti við eiga en brendi síðan blöðin, enda fóru þá leiðina margir hinna fyrstu fyrirlestra hans. Kunningjar hans ýmsir, sem heyrt höfðu fyrir- lestrana, eða fengið að lesa þá, gengust svo fyrir því að þeir komu út í árslok 1921, og þykja þeir góð bók og fróðleg. Þetta, sem hjer segir um Þorvald, er tekið úr for- mála Fyrirlestranna, eftir Boga Ólafsson kennara. * Andrjes Andrjesson í Hemlu. Hinn 24. október 1922 andaðist að heimili sínu, Hemlu í V/estur-Landeyjum, óðalsbóndinn Andrjes Andrjes Andrjesson. Andrjesson. Hann var einn með merkustu og nýt- ustu bændum í Rangárvallasýslu. Hann var fæddur í Hemlu 14. desember 1849. Foreldrar hans voru þau Andrjes Andrjesson bóndi á Hemlu (f. 1817, d. kringum 1860), frá Syðri-Hól undir Eyjafjöllum, og Guðrún Guðlaugsdóttir (f. 1814 í Hemlu og d. 1885 í s. st.). Þau hjón eignuðust 16 börn; dóu mörg þeirra strax í æsku; en af þeim, sem upp komust, er nú lifandi aðeins Sigurður, sem heima á í Ameríku, er var þeirra yngstur. Gunnar hreppstjóri á Hólum í Landeyjum, er ljetst í júlí 1921, var einn þeirra Hemlubræðra. Andrjes sál. mun hafa verið nálægt 10 ára að aldri, þegar hann misti föður sinn; bjó móðir hans eftir það sem ekkja á Hemlu í 18 ár. Þegar Andrjes var 20 ára, tók hann við bústjórn með henni, og bjó þannig í 8 ár, þar til árið 1877 að hann giftist Hólmfríði Magnúsdóttur frá Ásólfsskóla undir Eyjafjöllum, og lifir hún mann sinn. Bjuggu þau hjón á Hemlu þar til 1919; þá Ijetu þau af búskap. Hafði Andrjes þá staðið þar fyrir búi í 50 ár. Þó hann í fyrstu byrjaði með fremur smáu búi, þá blómgaðist búskapurinn svo vel, sakir ráðdeildar hans og atorku, að hann mátti telja á síðari árum vel efnaðan mann, eftir því sem gerist um sveitabændur. Árið 1897 bygði hann timburhús á Hemlu, og er það með stærstu húsum til sveita. Seinna bygði hann 2 stórar heyhlöður og vandað fjós; auk þess heyhlöður við útifjenaðarhús, sem einnig eru væn og vel út garði gerð. Þá bætti hann einnig mikið jörð sína með útfærslu túns (plægingum) og girðing- um o. fl. Árið 1905 lagðist jörðin Skeið í eyði (sök- um vatnságangs úr Þverá); keypti þá Andrjes hana og lagði undir Hemlu, afgirti svo engjar beggja jarð- anna, ásamt miklu beitilandi, með hlöðnum görðum og skurðum með vírsnúru yfir, og var þetta afarmikið verk, því girðingar þessar allar eru mörg hundruð metrar að lengd. Bærinn stendur við gestgötuna og annarsvegar við Þverá, sem svo mörgum hefir reynst illur þröskuldur í leið, enda hafa húsbændurnir mátt venjast því, að taka á móti vegfarendum, sem oft hafa þurft hjúkr- unar og hressingar; en naumast var þá hægt að hitta fyrir betri veitendur en Andrjes og hans góðu konu. Sveit sinni var Andrjes jafnan hinn mesti styrktar- maður, ráðhollur og rjettsýnn reyndist hann þeim, er til hans leituðu; friðsamur og ágætur nágranni, og oft hjálpaði hann um hey, mönnum, sem í þröng kom- ust, því sjálfur var hann jafnan svo lánsamur að eiga leifar af forða sínum. Hjúum sínum var hann ætíð hinn ágætasti, enda gekk honum líka jafnan vel að halda vinnufólk. Andrjes sál. var meðalmaður á vöxt; svipurinn göf- ugmannlegur og hreinn, fjörmaður að upplagi; í störf- um hans lýsti sjer kapp og dugnaður, ásamt verk- lægni og fram úr skarandi iðni. Sjómaður var hann ágætur, og svo góður fiskimaður að til var tekið; hafði líka jafnan yndi af fiskveiðum. Stundaði hann sjó- mensku nálægt 50 vertíðir, og formaður var hann með skip fyrir Landeyjasandi mörg ár, og hepnaðistágætlega.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.