Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 16

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 16
16 ÓÐINN Hannes Hafstein. Skáldíð. ]eg kom til Kaupmannahafnar 1881, og fór þaðan 1885. Þau ár var Hannes Hafstein þar. Og 1881 varð hann tvítugur. Jeg veit ekki, hvort nokkrum er kunnugt um Is- lending, sem hafi verið meira bráðþroska en Hannes Hafstein. A þessum árum ljet hann, stundum dag eftir dag, rigna yfir okkur vini sína ljóðum, sem okkur fundust merkilegir viðburðir í bókmentum þjóðarinnar — og voru það Iíka. Ljóð þessa tvítuga manns hafa orðið »klassisk«. Þau hafa verið á vörum hvers 18- lendings, sem nokkurn tíma hefur tekið sjer ljóð í munn. Menn hafa vitnað til þeirra, að sínu leyti eins og til alþektra málshátta. Börnin hafa lært þau í skól- um og heimahúsum. Menn hafa lesið þau og sungið í ölteiti. Og prestarnir hafa farið með erindi úr þeim á prjedikunarstólunum. Snild hans hafði nokkuð lamandi áhrif á suma okkar. Hann orti svo vel, að þeir hÖfðu ekki lengur ánægju af að yrkja sjálfir, af því að þeir fundu, hve miklu betur honum ljet það. Svo var að minsta kosti um þann, er ritar þessar línur. Farandspákona náði einu sinni í hann á þessum árum. Hún vissi ekkert um hann, hver hann væri, nje hvaðan hann væri. Hún sagði honum, að það ætti fyrir honum að liggja að verða æðstur maður í sínu landi. Við höfðum enga ofsatrú á spádómum á þeim árunum. En þessi spádómur þótti okkur, vinum hans, sennilegur. Hann var fríðastur sýnum, gerfileg- astur og glæsilegastur Islendingur, sem við höfðum sjeð. Hann var, eins og Snorri Sturluson kveður að orði um Ólaf Tryggvason, »allra manna glaðastur«. Hann virtist fæddur til þess að verða gæfumaður. Og metorð og völd töldum við að sjálfsögðu gæfu. En hvað sem því leið, þurftum við ekki að fá neina spákonu til þess að segja okkur það, að hann mundi verða talinn með mestu skáldum Islendinga. Við vor- um ekki í neinum vafa um, að hann var orðinn það. Ljóðabók hans kom út 1893. Jeg gat þá um hana í Lögbergi. Þá grein hafa víst fæstir lesendur Óðins lesið. Mjer finst greinin ekki fjarri lagi. Ef til vill virða les- endur blaðsins mjer á hægra veg, að jeg setji hjer meginkjarna ummælanna: »Langflest af kvæðunum í þessari bók eru ort áður en höfundurinn varð 25 ára gamall, enda blasir ekki við manni jafnmikil andleg æska í neinni íslenskri bók eins og þessari. Ekki sú æska, sem er í vandræðum með formið, nje heldur sú æska, sem lánar hugsanir eldri og reyndari manna. Fullkomnara form en það, sem er á flestum þessum kvæðum, hefur naumast nokkurt íslenskt skáld haft að bjóða. Og kvæði Hann- esar Hafsteins eru svo frumleg, að það mun þegar alment viðurkent, að með þeim hefjist nýtt tímabil í sögu ljóðskáldskaparins hjá þjóð vorri. Hjer er um þá æsku að ræða, sem ekki þekkir til neinnar þreytu, þá æsku, sem skilyrðislaust elskar kraftinn og lífs- nautnina, án þess að hirða mikið um hið siðferðislega gildi, þá æsku, sem hefur ekki fengið tíma til þess að virða fyrir sjer mannheiminn með hans fátækt og fallvelti, hans sorg og söknuði, hans eymd og óláni, með sjerstaklega mikilli hluttekningu. — — — — — — »Það er ekki nema sjálfsagt, stendur í óslítandi sambandi við æskusvipinn á kvæðunum, að alvaran og reynslan, sem kemur fram í þeim, er að sínu leyti minni en andinn og fjörið. Þó eru til kvæði í bókinni, einkum í síðari hluta hennar, sem kveða nokkuð við annan tón en meginþorri ljóðanna. Undir- alda lífsreynslunnar er þar þyngri, alvaran sterkari; það er eins og dýpra sje eftir þeim grafið í hjartanu. Þessi kvæði benda á hærra stig, göfugri þroska, æðri andans tign, en við manni blasir í meginþorra bókar- innar. Það eru þessi kvæði, sem koma oss til að standa á öndinni af eftirvænting eftir næstu bók Hannesar Hafsteins, bókinni, sem sýnir oss að fullu hans andlega útsýni á fullorðinsárunum, tónunum frá instu strengjunum í hjarta hans og sál, sem auðsjáan- lega eiga enn eptir að syngjast, ef til vill af því, að þeir strengir liggja enn ósnortnir«. Og svo kom »næsta bókin«'). Spádómurinn hefur rætst, eins og allir vita. Hannes Hafstein hefur tví- vegis orðið æðstur maður á sínu landi. Og hann hefur sem embættismaður, stjórnmálamaður og bankastjóri haft um margt að hugsa. Svo að það er ekkert undarlegt að biðin varð löng. Skálddísin er af- brýðisöm og krefst þess að henni sje sint — annars fari hún. Framkvæmd veraldlegra efna er það líka. Og ávalt er torvelt að þjóna tveimur herrum — þó að þeir sjeu margir, sem veitir örðugt að átta sig á því. Mörg af ljóðum nýju bókarinnar, sem ekki voru í gömlu bókinni, hafa birtst hjer og þar. Samt ekki nærri því öll. Og sum þeirra, sem ekki hafa verið birt áður, eru með yndislegustu kvæðum bókarinnar. Engum getur dulist það, að strengirnir eru orðnir Þetta er ritdómur, skrifaður um Ljóðabók H. H. nýútkomna haustið 1916.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.