Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 12

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 12
12 ÓÐINN Ragnheíður og Hannes Hafstein. annað en að þau hjón væru einkar vel til þess fallin, einnig þeirra hluta vegna, að koma fram fyrir hönd landsins við opinber tækifæri. Klemens Jónsson. Sl Foreldrar Hannesar Hafstein. Þeir, sem þekt hafa foreldra Hannesar Hafstein, mega geta vitað, að hann átti ekki langt að sækja það, sem mest þótti prýða hann: glæsimensku, karl- mensku, kurteisi og gáfur, sterkan vilja og sálargöfgi. Þessar voru ættarfylgjur hans, og mundi margur kjósa sjer slíkar. Jörgen Pjetur Hafstein var fæddur 16. febrúar 1812 og dó 24. júní 1875. Embættisárin fyrstu var hann sýslumaður í Múlasýslum, en síðan amtmaður fyrir norðan og settist þar að á Möðruvöllum í Hörgárdal, í hinum glæsilegu húsakynnum, Friðriksgáfu. Hann var hötðinglegur ásýndum og húsakynnin svo sem höfðingja sæmdi. Kvonfang hafði hann fengið hið besta, Guðrúnu dóttur sjera Hannesar á Hólmi, og áttu þau óskabörnin, einn son og eina dóttur, Hannes Lárus og Þórunni. Um sjera Hannes sagði Magnús Stephensen landshöfðingi, að með þeim manni hefði fallið seinasti höfðingi þessa lands. Glæsilega byrjaði og vel horfðist á fyrir Hafstein, en sorgin og mótlætið ljetu ekki bíða lengi eftir sjer. Sonin misti hann á 3. ári og sama árið konuna. Þessa miklu sorg veitti hinum skapmikla manni svo erfitt að bera að lá við sturlun, og má vera að hann hafi búið að þessu þunga böli alla æfi. Líf hans varð lengst af stríð, en lítið af friði og næði; reyndi oft á karlmenskuna og kjarkinn. Mikið var um hann talað og misjafnt dæmt. Hann átti marga óvildarmenn, eins og flest mikil- menni, en hann átti líka trúa og trygga vini. Annað eins mál og kláðamálið var vel fallið til að skifta landsmönnum í tvo harðsnúna og andvíga flokka, og allir vita hvoru megin amtmaður stóð þar, og hvernig hann stóð í þeirri orrahríð. Það eitt, að ]ón Sigurðsson, dýrlingur þjóðarinnar, stóð þar á öndverðum meiði, var ærið nóg til að skapa amtmanni slíkan hóp mótstöðumanna. En út í þá sálma skal hjer annars ekki fara. Hins verður að geta, að Hafstein amtmaður barðist í þessu máli með því óbilandi hugrekki, ósigrandi viljaþreki og fórnfýsi, sem enginn getur lagt fram, nema sá sem trúir því, að hann sje að berjast til sigurs góðu málefni. 011 framkoma hans í kláðamál- inu hefur dregið skýrustu drættina í þeirri mynd, sem eftirkomendunum er geymd af skapferli hans. Ein- beittni, jafnvel harka og ráðríki, sem mörgum líkaði mjög illa, var ekki fallið til að afla honum vinsælda. Varð Hafstein amtmaður nokkurn tíma óvinsæll maður? Nei, hann var, þrátt fyrir dagdóma háværustu gaspraranna, elskaður og virtur. Þá voru röggsöm yfirvöld virt og duglegir embættismenn mikils metnir. íslendingum hafði þá enn ekki verið prjedikaður sá boðskapur, að allir væru jafnir, yfirvöld og undir- gefnir; menn höfðu þá í einfeldni sinni þá skoðun, að einum bæri að bjóða, öðrum að hlýða, og amt- maðurinn var yfirvald, sem gerði þetta almenningi áþreifanlegt. Hann rækti embætti sitt svo, að hann verðskuldaði virðingu manna fyrir árvekni, dugnað og samvitskusemi. Ekki seinna en um miðjan morgun tók hann til starfa, og hafði jafnan búið í höndurnar á skrifurunum, þegar þeir komu í skrifstofuna á morgnana. Auk embættisins hafði hann mikinn áhuga á lands- málum, öllu sem hann taldi til bóta og til framfara horfa, en einkum þó búnaðarmálum, því að hann var sannur og fölskvalaus ættjarðarvinur. Sveinn Skúlason mælir fyrir munn margra, er hann segir í afmælisljóðum til Hafsteins: „í nafni allra Norðurlandsins búa nú þjer flytjum gleðióskir vjer. Vel og lengi að völdum skaltu búa; vorum bænum áheyrn gæfan ljer. Staftu, eins og staðið hefur löngum, sterkur skjöldur fyrir lög og rjett, þessi öld þó dæmi dómi röngum; dýrri minning komandi fær sett“. é I M. i

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.