Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 27

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 27
OÐINN 27 búinn að jafna mig eftir ferðalagið. ]eg tók mig til og las alt sem jeg náði í um landið og sögu þess, og ætla jeg nú í stuttu máli að skýra frá því, og loksins lýsa í fám orðum vistinni hjerna. Svo er sagt í Landnámu, að 4 dægra sigling sje frá Langanesi til Svalbarðs, eða norður í hafsbotn. Hjer er fyrsta heimildin fyrir fundi Spitsbergen, því enginn efi leikur nú á því, að Svalbarð sje land það, er vjer nú nefnum Spitsbergen. I annálum, sem G. Storm hefur gefið út, er fundur Svalbarðs talinn í viðburðum ársins 1194. En svo er landið týnt í 400 ár. Árið 1596 finnur hollenskur maður það aftur; hann hjet William Derents og var á leið norður fyrir Asíu (að leita að norð-austurleiðinni til Indlands). Síðan hefur Spitsbergen ekki týnst, og hefst þar saga landsins. Kom brátt í ljós, að dýralíf var auðugt norður þar, bæði í sjó og á landi. Hollendingar voru á þeim ár- um ein af mestu siglinga- og veiðiþjóðum í heimi, og kom því hnífur þeirra hjer í feitt. Hófust nú veið- ar brátt þar norður frá og voru Hollendingar og Englendingar þar fremstir í flokki. Kvað mest að hvalveiðunum, en jafnframt voru stundaðar sela-, hvítfisks-, rostunga-, bjarna-, refa- og hreindýraveið- ar. Hefst hjer fyrsta límabilið í sögu Spitsbergen, er vel mætti kalla hvalöld, og stendur hún yfir í 150 ár, eða til 1750. Á þeim árum risu þar upp hvalstöðvar miklar til og frá um landið. Höfðu Hollendingar að- albækistöð sína nyrst, þar sem heitir Amsterdameyja. Voru þar þá oft á sumrum 2—300 hvalveiðabátar; urðu þá oft skærur miklar milli Hollendinga og Eng- lendinga, jafnvel svo að í blóðuga bardaga sló, og bera beinagrindur víða merki þeirra viðureigna. Urðu mikil og flókin málaferli útúr veiðunum milli viðkom- andi þjóða og drógust inn í þau Ameríkumenn og ýmsar Norðurlandaþjóðir. Á Amsterdameyju bygðu Hollendingar heilan bæ, íbúðarhús og búðir, lýsisbræðslu- og vörugeymsluhús, bakarí, kirkjur o. s. frv., var þar oft á sumrum sam- an komið yfir 1000 manns, karlar og konur, og oft kátt í koti. Telja ýmsir þau ár verið hafa blómaöld Spitsbergen. Hafa margar og fróðlegar bækur verið skráðar um líf og siði veiðimanna þar á þeim tím- um. En hvölunum fækkaði smátt og smátt, og eftir þessa 17« öld gat varla heitið að sæjist hvalur við vestur- strönd landsins. En ógrynni fjár höfðu Hollendingar þá grætt á þessum veiðum. Voru það Baskar (Bis- kajar) er kendu Hollendingum veiðarnar, og voru fyrstu árin aðalmenn á skipum þeirra, en síðari árin hefur og sannast að margir Norðmenn hafi verið í þjónustu Hollendinga. Við lok hvalveiðatímabilsins fær lifið á Spítsbergen annan blæ. Skiftir þá um þjóðir og jafnframt um siði. Þá koma Rússar til sögunnar. Eru þeir og hafa verið veiðimenn miklir og sólgn- ir í skinnavöru. Hefst með þeim Rússaöld á Spits- bergen, og er hún að mörgu merkilegt tímabil. — Auðug klaustur við Hvítahafið og kaupsýslumenn á Norður-Rússlandi tóku nú að gera út skíp á hverju vori til Spitsbergen. Voru þá bygðir stórir kofar úr rekavið, skipin dregin á land eða látin fara til baka, og dvaldist skipshöfnin svo þarna allan veturinn til veiða. Voru það einkum ísbirnir, rostungar og refir sem veitt var, en hreindýr í og með. Þá var og nokk- uð veiddur hvítfiskur, sem er hvalategund ein. Aftur fugladráp lítið. Enginn kafli í sögu Spitsbergen er eins merkileg- ur og þessi. Varla er nokkurt nes eða dalur kringum alt landið, þar sem ekki var einhver kofi bygður eða bækistöð höfð. Hver skipshöfn hafði að jafnaði sam- eiginlegt heimili (aðalkofa) en svo voru smákofar út um alt, þar sem menn höfðust við á veiðunum, lögðu út gildrur fyrir refi, skutu birni o. s. frv. Fyrir eða um jól, söfnuðust menn saman að heimilinu, og sátu þar aðgerðarlausir, þangað til skip komu. En Rússa- tíminn er líka raunakafli í sögu Spitsbergen. Fæst af fólki þessu hafði hugmynd um, hvernig hollast væri að haga lifnaðarháttum á slíkum slóðum; dóu menn þar því unnvörpum af skyrbjúg. Annars vita menn fátt um þrautir og þjáningar þessa fólks; mun flest af því, sem um það hefur á þeim tímum ritað verið, vera geymt í bókasöfnum klaustranna; og þar hafa ekki nema sumum staðið opnar dyr. — En marga dapra raunastund hefur þetta fólk átt innan um alla náttúrufegurðina og norðurljósadýrðina; matarlausir, vonlausir um hjálp úr nokkurri átt, í köldum híbýlum horfðu þeir oft á fjelaga sína kveðja lífið hvern á fætur öðrum, og daufleg var aðkoman stundum á vorin að sumum kofunum, er enginn stóð uppi, en skrokkarnir lágu til og frá um alt húsið. I byrjun 19. aldar, er Rússar höfðu verið svo að segja einir um veiðiskapinn í hálfa aðra öld, fóru kaupsýslumenn í Noregi norðarlega að slást í fjelags- skap við Rússa um veiðina. Varð þetta upphaf á af- skiftum Norðmanna af Spitsbergen. Höfðu Rússar sig þá smátt og smátt burtu; hefur að líkindum ekki þótt veiðin borga sig, enda var þá fátt orðið um rostungu og hvítfisk. Hefst þá þriðja tímabilið í sögu landsins. Hvölum var þá aftur farið að fjölga, en

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.