Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 19

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 19
ÓÐINN 19 verklegum framkvæmdum heima fyrir sýndi hann jafnan áhuga og elju. Hann reisti bæinn úr rústum og bygði hvert hús á jörð sinni, og þar á meðal beitarhús yfir 100 fjár vestan Fnjóskár, á landskika, sem heyrir undir Þverá. Var þar beitiland betra og snjóljettara á vetrum en heima, en oft var örðugt að komast á þau beitarhús, er daglega þurfti að fara yfir jafnvont vatnsfall og Fnjóská er. Ekki veit jeg til að þar hafi verið beitarhús áður, og effir daga Gísla voru þau lögð niður, en ekki hefði hann getað haft jafnmargt sauðfje á Þverá, ef þau hefðu eigi verið, því geldfje gat lifað þar mjög á útigangi, en jörðin fremur engjalítil. Nálega á hverju sumri sótti hann heyskap um langan veg út á Flateyjardalsheiði, og var erfitt að flytja heyið þaðan sumar og vetur. Síðustu árin, sem hann bjó á Þverá, yar hann farinn að sljetta túnið, sem víða var þýft, en var að eins stutt á veg kominn með það þarfa verk, er heilsan bil- aði og kraftarnir þrutu. Núver- andi eigandi og ábúandi jarð- arinnar hefur lokið við að sljetta túnið, og hefur girt það, ásamt talsverðu af enginu. Mundi nú gleðja Gísla, mætti hann líta yiir alsljettað túnið á sinni kæru Þverá. Vorið 1875 slepti Gísli öllum ám sínum með dilk. Hef jeg heyrt, að hann hafi fyrstur manna þar um slóðir hætt við fráfærur, og tók þær eigi upp aftur, nema lítið eitt tvö síðustu búskaparárin, vegna sjerstakra ástæðna. Hann lagði mikla stund á fjár- ræktina, og meðan sauðir voru seldir á fæti til Skotlands, ljet hann oft sauði sína þangað vetur- gamla, og voru þeir venjulega eins vænir og tvæ- vetlingár hjá bændunum, er færðu frá. Um hans daga tók að brydda á ýmsum nýjungum í lifnaðar- og búnaðarháttum alþýðu, og var Gísli þá jafnan með þeim fyrstu að hagnýta þær, er hann sá, að þær voru til bóra. — Það voru að eins 30 ár, sem þau Gísli og Þorbjörg bjuggu á Þverá, og þó ekki nema rúm 20 ár með óskertum kröftum, því um 1880 lá hún nokkur ár rúmföst og var lengi að ná heilsu aftur, og 48 ára gamall kendi Gísli vanheilsu þeirrar, sem dró úr honum kjark og krafta og svifti hann lífinu eftir 9 ára stríð. Má því heita mikið starf, sem eftir þau liggur, og er þó mesta þrekvirkisins ógetið, sem var það, hversu þau kostuðu börn sín til náms. — Börh þeirra eru: 1. Frú Auður, nú í Reykjavík, ekkja Arna próf. jónssonar á Skútustöðum, síðast prests á Hólmum í Reyðarfirði. 2. Asmundur prófastur á Hálsi. 3. Ingólfur læknir í Vopnafirðl. 4. Garðar stórkaup- maður í Reykjavík. 5. tiaukur prestur við Holmens- kirke í Kaupm.höfn. Tveir synir dóu ungir. — 011 börnin, sem upp komust, kostuðu þau til skólanáms, og tvo vetur voru allir synirnir í einu við nám. Um þær mundir dvaldi hann og einn vetur í Danmörku að leita sjer heilsubótar, sem þó varð árangurslaust. Síðustu búskaparárin á Þverá var það aðaláhugamál Þorbjörg Olgeirsdóllir. Gísli Ásmundsson. þeirra hjóna, að hjálpa börnum sínum áfram, til þess vörðu þau kröftum sínum og aleigunni að síðustu. Auk barna sinna ólu þau upp frænda sinn, Einar Friðgeirsson, sem nú er prestur á Borg á Mýrum, og tvær bróðurdætur Þorbjargar. Vorið 1897 fluttust þau frá Þverá og fóru til Ásmundar sonar síns, sem þá var fyrir skömmu orðinn prestur á Bergstöðum í Húnavatnssýslu, og þar andaðist Gísli 28. janúar 1898. Þorbjörg Olgeirsdóttir var fædd í Garði í Fnjóska- dal 12. júlí 1842. Faðir hennar, Olgeir Árnason Sig- urðssonar frá Ljósavatni Guðmundssonar, var gleði- maður mikill og höfðingi heim að sækja. Kona hans, Ingibjörg Einarsdóttir frá Krossi, var dugnaðarkona, en krepti af gigt á sextugsaldri, svo hún gat að eins eftir það unnið í sæti sínu, en varð þó háöldruð. — Tók Þorbjörg því við búsforráðum í Garði með föður sínum, er hún var 16 ára gömul, og stóð fyrir búi

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.