Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 47

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 47
ÓÐINN 47 Úlfljótur og Grímur geitskór á Þingvelli 930 — 1930. Grein þessi er tileinkuö vini mín- um, Sigurjóni skipstjóra Ólafssyni, með alúðarþökk fyrir Þingvalla- förina sumarið 1921. Flesta menn dreymir. Sumir taka mark á draumum, aðrir ekki. Draumar eru margvíslegir. Einn er sá flokkur drauma, er vökudraumar heita. Eru þeir sumir ekki ómerkari þeim, er vitund manna leiðir fram úr huliðsheimum svefns. Hjer fer á eftir ágrip af slíkum draumum tveimur. Vjer erum staddir á Þingvelli. Er það um hádegisbil á önd- verðu sumri, árið 930. Sólin skín í heiði og stafar á Þingvalla- vatn. Er sem einhver töfraljómi Ieiki um þingvöll allan. Hljótt er í Almannagjá. 0xará rennur ekki fram af berginu. Búðir eru engar, en hjer og hvar er verið að hlaða tóttir. Eru þrælar þar að verki. En tjöld eru mörg á völlunum. Mannfjöldi mikill er þar saman kominn, og margir eru þeir í litklæðum, höfðingjarnir. Víða sjást menn á gangi í smáhópum, en sumstaðar tveir og tveir saman. Er það auðsætt að búist er við tíðindum nokkurum. Loftið virðist þrungið eftirvæntingu. Sjáum vjer hvar maður nokkur gengur austan frá tjaldi einu, er stendur á völlunum miðjum. Hefur hann veifu eða merki og stefnir vestur að Lögbergi. Hann er hinn hvatlegasti, þótt kom- inn sje hann nokkuð yfir fimtugt. Spyrjum vjer mann einn, er vjer mætum, hver hann sje, þessi maður, er merkið ber. Segir hann, að maður þessi heiti Grímur og sje kallaður geitskór. Grímur nemur staðar, er hann er kominn nokkuð upp íbrekk- una, Safnast þá mannfjöldinn þangað. Höfðingjar allir skipa sjer í fylking umhverfis merkið. En þrælar standa utar frá á víð og dreif. Síðan sjáum vjer, hvar maður gengur að Lögbergi, þegar kyrð er komin á og allir höfðingjar komnir upp í brekkuna. Hann er maður hár vexti, djarfmannlegur og hinn tígulegasti. Er það auðsætt, að hann er vel til foringja fallinn. Ætla má að hann sje kominn undir sextugt. Spyrjum vjer þá, er næstir ^tanda, hver hann sje þessi hinn tígulegi maður. Og er oss sagt, að þar sje kominn Ulfljótur bóndi í Lóni. Úlfljótur tekur til máls. Hann ávarpar mannfjöldann, kallar hann bændur og búalið. Síðan flytur hann eins konar inngangsræðu. Kveður hann sjer hafa verið það Ijóst fyrir löngu, að mikið væri undir því kom- ið, að landsmenn hefðu ein og sömu lög. Kvað hann það auð- sætt, að svo búið mætti ekki lengur standa, að þing vaeri háð á ýmsum stöðum, en ekkert væri allsherjar þingið. Sagði hann, að það væri sitt ráð, að hjer skyldi það háð ár hvert, og skyldi það Alþingi heita. Hvað hann heyja mætti hin minni þingin eftir sem áður, ef allir höfðingjar sæktu þetta. Þau hin minni þingin skyldu hjeraðsþing heita. En ef ekkert yrði úr Alþingi, mundu landsmenn setja sjer lög hver í sínu hjeraði; sagði hann, að það mundi Ieiða til þess, að landið greindist í fylki eða smá ríki, er ættu í ófriði hvert við annað. Það mundi og ekki líða á löngu, uns landsmenn yrðu að sætta sig við of- ríki og harðstjórn, er þeir sjálfir og feður sumra hefðu flúið undan. Kvað hann ekki þyrfti, nema her af einu langskipi eða tveimur, til þess að leggja undir sig eitt hjerað og svo hvert af öðru. Fyrir því sagðist hann hafa farið utan og dvalið vetur þrjá með Þorleifi hinum spaka syni Hörðakára, móðurbróður sín- um. Hvaðst hann hafa numið lög af honum. Voru það helst Gulaþingslög. Þó kvaðst hann hafa breytt þeim nokkuð, numið af eða aukið við, eftir því, er Þorleifur hafði ráð til lagt og þeim frændum hafði komið saman um að henta mundi, svo að lög þessi yrðu við hæfi Iandsmanna, er sumir væri komnir austan, en aðrir vestan um haf. Þá kvaðst hann hafa beðið Grím geitskó, fóstbróðir sinn, að hann kannaði landið og kysi landsmönnum þingstað. Hefði hann nú gert það. Sagði hann, að sú væri trú sín, að flestir myndu vel una vali hans. Þegar er hann hafði lokið ræðu sinni, kvaðst hann vilja lesa mönnum fyrsta bálk laga sinna. Hann sagði og, ef þeim þætti eitthvað í lögunum ofsagt eða vansagt, þá gætu þeir sjálfir, er framliðu stundir, aukið við eða afnumið, eftir því, er hinum vitrustu mönnum þætti ráð. „Það er upphaf laga vorra“, sagði hann „að menn skulu eigi hafa höfuðskip í hafi, en ef þeir hafa, þá skulu þeir aftaka höfuð, áður þeir koma I landsýn, og sigla eigi að landi með gap- andi höfðum eða gínandi trjónum, svo að landvættir fælist við“. Hamraveggur gjáarinnar kastar hljóðinu út yfir mannfjöldann, er stendur niður í brekkunni. Altir eru hljóðir og hugsandi. Það er verið að lesa þjóðinni lög þau, er hún á við að búa, — hver veit hve lengi. Maður sá, er flytur henni þennan fyrsta lagaboðskap, er sannur hugsjónamaður. Hann stendur við tak- mark það, er hann hefur kept að árum saman: að láta allan landslýð gangast undir ein og sömu Iög. Hann hafði fundið hjá sjer köllun, fyrlr mörgum árum, að vinna þetta afreksverk. Guðmóður hefur og gagntektð hann. Orðin hljóma hvell og snjöll og líða eins og logaskeyti af vörum hans. Setningarnar eru þrungnar lífsmagni hrynjandans og festast því í minni manna, eins og sáðkorn, er falla í frjóvan jarðveg.') Þar næst les hann mönnum langan og snjallyrtan Iagabálk um hof og hörga og hofhelgi, goð, goða og goðorð. Þar í voru þessi ákvæði: „Baugur, tvíeyringur eða meiri, skal liggja I hverju höfuðhofi á stalla; þann baug skal hver goði hafa á hendi sjer til lög- þinga allra, þeirra er hann skal sjálfur heyja, og rjóða hann þar áður í roðru nautsblóðs, þess er hann blótar þar sjálfur. Hver sá maður, er lögskil þarf af hendi að leysa að dómi, skal áður eið vinna að baugi og nefna sjer votta tvo eða fleiri og mæla svo: Vkkur nefni jeg í það vætti, að jeg vinn eið að baugi, lögeið, hjálpi mjer svo Freyr og Njörður og Ass hinn almáttki, sem jeg mun þessa sök sækja eða verja, vitni eða vætti eða kviðu bera, eða dóm dæma og öll lögmæt skil af hendi leysa, þau er undir mig koma meðan jeg er á þessu þingi, sem jeg veit rjettast og sannast og helst að lögum". Það er auðheyrt víða á lögum Úlfljóts, að hann er trúmaður mikill. Er sem honum þyki mikið undir því komið, að lands- menn meti goðin mikils, en afræki þau I engu. Þegar er Úlfljótur hefur lokið ræðu sinni, er merkið tekið niður. Góður rómur var ger að máli hans. Var sem höfðingj- um öllum þætti það eitt rjett, er hann hafði mælt. Kváðu margir hann sjálfkjörinn, til þess að takast lögsögu á hendur 1) Kafli þessi er tekinn úr óprentuðu erindi um áhrif Ulfljótslaga eftir sama höfund.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.