Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 32

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 32
32 ÓÐINN dó þó enginn. En þessu líkt var þá ástandið mjög víða annar- steðar, á öðrum bæjum, meðan harðast stóð. En það vildi þó iil, að ekki voru allir alstaðar jafnveikir í einu. Sumstaðar voru sumir farnir að skríða saman aftur, þegar hinir hnigu, og aðrir voru að þreyskjast við að leggjast fyr en í fulla hnef- ana. Því að alt kallaði að og krafðist allra krafta: Veikindin í fólkinu, ösku- og snjó- og frostharðindi og hungraðar skepn- urnar. Það vantaði heldur ekki á það, að hver og einn, sem skriðið gat, legði fram krafta sína. Þau heimilin, sem nokkuð gátu, reyndu eins og frekast var unt, að liðsinna hinum, sem ekkert gátu, og mörg ein góð manneskjan, bæði karl og kona, ung og gömul, bæði vildi og reyndi þá, að hjúkra og hjálpa á allan hátt bæði á sínu heimili og nágrannans meðan hún gat uppi staðið. En líklega hefur þó þetta, og svo harðindatíðin, sem þá var, orðið til þess, að ýmsum, sem komnir voru aftur á kreik, sló niður aftur, og sumir, sem píndu sig lengi eða mikið til að vera á ferli, urðu svo þungt haldnir, er þeir loks lögð- ust. Að m. k. var þessu um kent um suma, sem Iögðust aftur, og dóu, og aðra, sem urðu hart úti en lifnuðu þó við aftur. Eins og fyr segir, dóu hjer 13 úr þessari sótt eða afleíð- ingum hennar, flestir eða allir úr lungnabólgu taklítilli eða tak- lausri. En margir fleiri urðu mjög langt leiddir, og þeim ekki líf hugað, enda þótt þeir lifnuðu og fengju bata. Og þá var það og einkennilegt við þessa sótt, hve lengi margir voru veikir og hve lengi og illa þeim gekk að losna við hana. Allur þorri þeirra er sýktust, þurfti meira en viku til að liggja, fjöldi hálfan mánuð ogmargir meira, þeir er lifðu. Og nær allir kvörtuðu um, hve lengi þeir væru að ná sjer. Jafnvel ungir hraustleikamenn, sem ekki urðu þó fjarska veikir, kendu sfn enn eftir 2 til 3 mánuði og sögðust ekki vera samir. Og sumir jafnvel enn. Má því nærri geta, að eldri og óhraustari menn urðu seinir til fulls bata, og sumir munu seint eða aldrei fullar bætur bíða. Svo sem fyr er frá sagt gekk „spanska veikin" hjer yfir að- allega í nóvember, eða var megnust og almennust fyrst í hon- um og fram um hann miðjan. Varð sá, er hjer segir frá, með- al seinustu sjúklinganna; lagðist 16. nóv. og komst á kreik aftur eftir hálfan mánuð fyrir atkvæðagóða hjúkrun konu sinnar, hlýjar og hollar hugsanir góðra vina, ágæta læknishjálp og Guðs hjálp. Annarsstaðar í Rangárvallasýslu varð þessi drepsótt sein- færari og um leið vægari miklu, enda mun mjög hafa tafið hana og dregið úr henni mannfunda- og samgöngubann það, er gefið var út, þegar sýnt var hjer, hjá okkur og víðar, hve skæð hún gaf orðið. Eftir því, er sjá mátti af dánarskrám frá Reykjavík og alment var talið, hafði þessi „spanska" sótt einkum ráðist á og lagt að velli menn á besta skeiði. En hjer fór hún ekki alveg svo að. Að vísu hjelt hún hjer reglunni þeirri, að leggja í rúmið fólkið flest á blómaaldrinum og liggja þungt á því mörgu, enda tókst Iíka að leggja sumt af því í gröfina; en yfirleitt var það þó eldra fólk, er hún feldi í val- inn. En þótt svo væri, og sumir hinna föllnu væru þegar á fallanda fæti, þá var skaði og söknuður að þeim öllum, og skarð eftir þá í garði heimila þeirra og fjelags, jafnvel hinna elstu. Því að einnig þeir voru enn stoð og sómi heimila sinna og sveita. Meðan mest var um sóttina og manndauðann, allir eða flestir meir eða minna veikir, ýmist alliggjandi eða hálf- liggjandi, flest varð að láta reka á reiðanum um þörf og störf heimilanna, og fæstir gátu hjálpað sjálfum sjer nje öðrum, þá var sem áalt og alla legðist eitthvert Iamandi farg; fólkið varð utan við sig og eins og í leiðslu eða svima af hinum sífeldu raunasögum um sóttarvandræðin og manndauðann nær og fjær, og eins og hálfrotað af sóttarvímu, og ugg og kvíða fyrir nýj- um og nýjum dauða- og harma-fregnum. Nær því á hverjum degi heyrðist, og mátti vænta að heyra, að nú væri þetta eða þetta heimili í ýtrustu nauð, þessi og þessi liggjandi fyrir dauðanum eða dáinn, og þó svo sem ekk- ert hægt að hjálpa eða hugga. Menn gengu með sóttar og sorgarvímu og svíma, ef svo mætti að orði kveða, og gátu vart áttað sig á neinu, nema því, og þó heldur sljólega, að þegar einn fjell, þá væri ekki að vita, hver yrði næstur. Eitt var það enn, sem fremur varð til að viðhalda og auka á drungann og dapurleikann, einkum á sjálfum dauðasorgarheimilunum, en það var, hve lengi líkin urðu að standa uppi, flestöll meir enn mánuð. Því að bæði var það, að sjálf dánarheimilin mörg voru svo lömuð af sjúk- leik og sorg svo lengi, og allskyns aðrir erfiðleikar á um út- farar undirbúning og framkvæmd af þeirra hendi, og svo hitt, að sóknarprestur var svo lengi veikur og vanburða. Lágu 10 lík á börum og biðu greftrunar, er hann komst fyrst á skrið. En frá því Ieið full vika þangað til hann gat staðið yfir mold- um hins fyrsta. Þó voru öll þessi 10 liðnu lík komin í jörðina fyrir jól, sóttin sjálf víðast gengar um garð, allir eftirlifendur komnir á gang og á góðum bata vegi, margir vel frískir, og allir farnir að rakna við og vakna, líta yfir og hugsa Ijósar um, hvað gerst hafði og hvað gera þyrfti nú, og reyna svo að lifa lífi sínu eins og best mætti verða, eftir því sem efni og ástæður voru til. Er þess þá víst vert að „geta, sem gert var", að í öllum sóttar og dauðaraununum, og eins í saknaðarraununum á eftir, bar fólkið flest sig aðdáanlega vel, þoldi flest þessar raunir sem hetjur, ljet ekki bugast nje örvinglast, æðraðist ekki nje möglaði, en tók þrautunum og bar þær hljóðlátlega, þögult og undirgefnislega; en dapur var þá margur og eins og dreymandi hneigður til andlegra hugleiðinga og beygður til þögullar bæn- ar; og gott var þá að eiga og grípa „skjöld trúarinnar, hjálm hjálpræðisins og sverð andans", til að verjast og berjast með, og leggja rekanda lífsbátinn sinn við „akkeri vonarinnar". Enda gerði þetta allur fjöldinn, og margur svo, þegar yfir tók neyðin og harmurinn, að vel hefði mátt Ieggja honum í munn þetta fornkveðna: „Drottinn, þótt þú viljir deyða mig, þá skal jeg samt vona á þig". Einnig er þess svo Ijúft og skylt að minnast, hversu hverjum einum var hjartanlega og feginsamlega fagnað, er hann sást eða hittist nýstaðinn upp úr sóttinni og á bata vegi, og hversu allir þá voru svo elskulega nærgætnir, hlífnir og hjálpsamir hver öðrum, og hugulsamir um alt, sem gleðja mætti og gagna til bata. Og aldrei mun sá, sem hjer segir frá, og alt þetta sá og fann, meðal almennings, gleyma þeirri miklu ástúð, umhyggjusemi og hjartanlegu hluttekningar- og hjálparsemi, sem hann átti að mæta og njóta hjá svo mörg- um „vinum í raun", bæði meðan hann lá og eins, þegar aftur var komið á skrið. Verður honum æ hlýtt um hjartað og kært til svo margra, er hann minnist þessu. En almenningur, alt bænda og búalið, átti við fleira ramt að rjá en drepsóttarraunirnar, óvenju margar og miklar „bú- mannsraunir", bæði áður og jafnframt og á eftir. Sumarið áður hafði verið nær ómuna graslaust, einkum á harðvelli, eftir ein- hvern hinn frostharðasta vefur, 1917—1918, er hjer hefur kom- ið. Var, eftir þann vetur, alt harðlendi rifið og sprungið þvert

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.