Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 35

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 35
OÐINN 35 barnlaus vinnukona á ymsum slöðum alla sína æfi, ættuð aust- an undan Evjafjöllum, mesta dygða- og trúmenskuhjú. — Og enn deyr þenna sama 15. nóv. annað trúa hjúið: jóhanna ]óns- dóttir, systir Bergsteins í Raftholti, vinnukona í Marteinstungu í Holtum; hún hafði einnig aila sína tíð verið vinnukona, trú og húsbóndaholl. Hún hafði verið Ijeð til hjálpar í veikindum á öðrum bæ. Þar sýktist hún og dó bráðlega og var þá 55 ára. Varð hún samferða bróður sínum í sömu gröfina. — Næsti dauðadagurinn í þessari skýrslu verður 18. nóv. Þá andaðist: Quðlaug Helgadóttir, húsfreyja í Olvisholtshjáleigu í Holtum, 66 ára að aldri. Hún var góð kona, glaðlynd og dugandi, og ráðvönd í öllu, vinsæl og velþokkuð, hjartagóð og góðgerða- söm. Hún skildi eftir sig aldraðan eiginmann, Guðmund Guð- mundsson, og upp komin börn. Hún var fædd og uppalin og hafði alið allan sinn aldur á dánarstað sínum, og lætur nú eft- ir sig góða minning. — En þenna sama dag, 18. nóv., deyr líka eina barnið, sem spanska veikin varð hjer að bana: Þur- íður ]ónsdóttir, á Minni-Völlum í Landssveit, 5 ára stúlka, gott og efnilegt barn, öllum á heimilinu harmdauði. — Svo líður vika, er hlje verður á. En þá byrjaði aftur önnur hrynan, þó minni. Hinn 25. nóv. deyr í Skarfanesi í Landssveit ekkjan Þóra ]óns- dótfir. Hún var ættuð og komin utan úr Hrunamannahreppi, frá Gröf í Hrunasókn, að jeg ætla; hafði áður búið þar góðu búi, myndar- og greindarkona og margra barna móðir, er öll eru upp komin og flest farin að búa víðsvegar fyrir lengri eða skemri tíma. Hún var systir merkismannsins Jónasar Jónssonar, söngfróða og gamanskælda, er síðast var þinghúsvörður í Rvík, og flestir kannast við. Þóra var nú orðin ekkja fyrir allmörg- um árum og háöldruð, 77 ára, en þó hin ernasta, og heimilis- bót og prýði, hvar sem hún var, glaðlynd og gamansöm, eins og bróðirinn, sem nefndur er, þrifin, iðjusöm og vel að verki farin, trúkona mikil og guðroekin á gamla og góða vísu og hin þrautbesta í raun. Nú var hún í vist hjá dóttur sinni, Elísa- betu Þórðardóttur, konu Finnboga Höskuldssonar í Skarfanesi, er inflúensan gekk yfir, og þoldi hún þá sótt eigi lengi, en ljetst eftir skamma og hæga legu. Hún var flutt út í Hreppa og jörðuð í Hruna. — En 4 dögum síðar ljetst, eftir langa mæðu og þunga þraut, önnur góð og merk kona: ]ónína Krist- ín Vigfúsdóttir, húsfreyja á Kvíarholti í Holtum, kona Krist- jáns bónda Sigvaldasonar þar. Hún andaðist 29. nóv., aðeins 52 ára að aldri, frá fjölda barna á ýmsum aldri og eríiðum heimilisástæðum. Hún var góð kona og móðir, og stóð með sóma og dugnaði í stöðu sinni að öllu leyti. Var skaði og eft- irsjón að henni, eigi aðeins fyrir mann og börn, eða heimili hennar alt, heldur og fyrir sambýli, nágrenni og fjelagið alt. Hún var ein af þessum kyrlátu, hógværu, þolinmóðu og þrek- góðu, iðjusömu, notinvirku og nægjusömu, jafnlyndu, ljúflyndu, glaðbeittu og einfaldlega trúuðu guðs börnum í landinu; yfir- lætislaus og blátt áfram, en þó hlýleg á svip og vingjarnleg í viðmóti, með gott hjarta, hreint hugarfar og grandvart líferni. Hún var sá síðasti og 11., sem hjer dó í nóvember, enda var þá og farið að hægja um. Og í des. dóu ekki nema 2 úr spönsku veikinni. — Annar þeirra var gömul kona, 71 árs, í Næfur- holti: Rannveig ]ónsdóttir. Hún andaðist eftir mjög stutt og væg veikindi, fljótt og rólega hinn 12. des. Hún var síðari kona og ekkja eftir Stefán Eiríksson fyr bónda á Leirubakka í Landssveit, föður Elíasar Stefánssonar, útgerðarmanns í Reykja- vík, sem nú er einnig dáinn. Var hún öll síðustu árin þar í Næfurholti, eftir dauða manns síns, og hafði þar ofan af fyrir sjer með innanbæjarvinnu, og naut einnig nokk- urs styrks og mikillar ræktarsemi dóttur sinnar, Sesselju, sem hún átti' vestur í Ameríku, eftir fyrra hjónaband sitt. Því hún var tvígift, en átti ekkert barn á lífi eftir síðara manninn. Hún var myndarleg kona, greind vel og prýðilega vel verki farin; lá heldur ekki á liði sínu, og sívinnandi. Naut þess líka vel í elli, og varð uppá engan komin. — Þá kemur sá síðasti, sem „spanska" veikin varð hjer að bana: Guðmundur Einarsson. Hann andaðist 21. des., 44 ára gamall, lausamaður, ti! heim- ilis í Hjallanesi. Faðir hans var Einar Guðmundsson, hálfbróð- ir Þórðar Guðmundssonar alþm. í Hala, stórgáfaður maður, minnugur, fróður, mikið og margt hugsandi, listasmiður á járn og trje, en einrænn og einkennilegur, bjó lengstum í einsetu- kofa milli bæja, og undi ekki í fjölmenni. Með honum ólst Guðmundur sonur hans þannig upp og var einnig, uppkominn, oftast með honum í einbúakofanum, og varð því honum líkur að eðli og háttum, er hann gerðist roskinn maður. En mikla og fallega sonarrækt sýndi hann föður sínum, er hann gerðist gamall og alls þurfi, og gerði þá alt, er mátti, til að líkna honum og ljetta ellina, krömina og eymdina, sem varð mikil. Guðmnndur var prýðilega greindur og hagur eins og faðir hans, og afburðavel verklæginn og vandvirkur við hvert annað verk, er hann gekk að, svo að varla getur snotrari frágang og umgengni en hjá honum. Þessu hafði hann líka jafnan vanist með föður sínum. En seinvirkur var hann. Annars var Guð- mundur um skeið vinnumaður á nokkrum stöðum, en hvergi lengi í einu, og þess á milli í kofanum með föður sínum; unnu þeir þar heima að ýmsum smíðum fyrir aðra, eða voru tíma við smíðar á bæjum. Vildu þó helst fara heim að hverju kvöldi, ef eigi var langt frá. Þegar faðir Guðmundar var dáinn, sótti fyrir honum í líkt horf og hjá föður hans, að hann hneigð- ist meir og meir til einbúalífs, og fór að halda sig meira við kofavistina, líkt og faðir hans. Gerði þá ýmist að smíða þar smásmíði heima eða stunda þaðan stærra smíði við og við annarstaðar. En svo misti hann heilsuna, og átti alllengi við það böl að búa. Það bar hann með þreki og þögn, og vildi taka rólega hverju því er verða vildi í því efni. En þá kom „spanska" veikin einnig við hjá honum. Hana þoldi hann ekki. Hann lagðist og lá í kofa sínum; annað vildi hann ekki. En er sótt- in elnaði og óhægt mjög varð um bjargir frá öðrum bæjum, var hann fluttur að Lýtingsstöðum, og honum þar hjúkrað sem best. Og þar dó hann. Annars var kofinn þeirra feðga lengst á síðustu árum í landi Sumarliðabæjar í Holtum, svona nokk- urn veginn mitt á milli bæja, mjög nálægt gamalli almannaleið um Kambsheiði. En seinustu árin fengu þeir hann fluttan heim að túngarði í Hvammi í Holtum, og þar stóð hann þar til eft- ir að Guðmundur var dáinn. En mjög voru allir jafnan góðir þeim feðgum, og nutu þeir altaf margvíslegustu vinsemi og hjálpar allra nágranna sinna. Því oft var eðlilega þröngt í búi, er kofinn var tómthús, og atvinna stopul og lítil. En þeir smíð- uðu líka margt, smærra eða stærra, fyrir margan, er kom sjer vel, og voru alstaðar vel kyntir fyrir ráðvendni og grandvar- leik í orði og verki, og skemtilegir í viðræðum og umgengni. Sjerstaklega má geta þess, að hlutskifti þeirra feðga beggja sem smiða varð það einkum, að búa um náunga sína dauða, smíða utan um og kistuleggja, og vera við jarðarfarir, enda sagði gamli maðurinn stundum, alvarlega brosandi og hugsandi, að þær, þ. e. jarðarfarirnar, væru helstu samkvæmin, sem hann kæmi í. Þær skiftu víst hundruðum líkkisturnar og jarðarfar- irnar, sem þeir feðgar, báðir til samans stóðu að. Fórst það líka vel og virðuglega, og höfðu fyrir það traust og hollustu margra.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.