Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 13

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 13
OÐINN 13 1 í Pjetur Hafstein amtmaður. Og enn í sama kvæði þetta: „Vetrarkyrð þá vefur oss í náðum, vakir auga hans og iöja þörf. Góðum, hollum hann oss býtir ráðum; hrinda vanda burtu þessi störf. Alt hið besta vill hann voru landi/'*,**i^ vilji og kraftur hjá 'onum fylgist að. Ef að valdstjórn verja megnar grandi, veldur hönd hans sterk að takist það". Meðan Hafstein var enn ógróinn sára eftir konu- missinn, kvongaðist hann í annað sinn, að ráði vina sinna, Sigríði Stephensen, dóttur Ólafs sekretera Step- hensen í Viðey, mætri konu og merkri, en þau voru stutt saman, og giftist hún síðar Stefáni Thordersen, syni Helga biskups, en þeirra dóttir var, eins og kunnugt er, Ragnheiður, kona Hannesar Hafstein. Kristjana Katrín Hafstein verður þriðja kona Pjeturs Hafstein. Hún er, eins og kunnugt er, dóttir sjera Gunnars öunnarssonar, prests í Laufási, og systir Tr. Gunnarssonar. Hún fæddist 20. sept. 1836, og er því nú 86 ára. Aldursmunur þeirra hjóna var því 24 ár. Þegar amtmaður feldi ástarhug til þessarar gáfuðu og glæsilegu stúlku, var hún vart tvítug, en hann nær hálffimtugur, þá þegar þreyttur og lífsreyndur. Hún var þegar frá barnæsku óvenjulega bókhneigð og fróðleiksfús. »Ljóð og sögur lærðir hjá ljúfum föður, góðri móður«, segir Hannes við hana í beinbrotsleg- unni. Tækifærin voru mörg til að mentast, og þau voru vel notuð, þrátt fyrir eljuna og iðnina við nauð- synleg líkamleg störf, sem heimilið heimtaði. Enginn þarf að furða sig á að amtmaðurinn leitaði þarna ráðahags, svo mörgu og miklu var fyrir að gangast. Hitt hefur, ef til vill, þótt furðulegra, að hún svo ung og óreynd skyldi treysta sjer til að takast þann vanda á hendur, að gerast kona og húsmóðir á amtmannssetrinu. Það var í allra augum vandasöm 'og ábyrgðarmikil staða, búið talsvert stórt og gest- kvæmt af útlendum og innlendum mönnum, auk ann- ara erfiðleika. Enda mun hun ekki hafa gengið áhyggjulaus út á þessa brauf, 'og það því síður sem hugur hennar hneigðist ekki í þessa átt. Hún var víst alls ekki farin að hugsa neitt til hjúskapar. Areiðan- lega hefur hún »ráðfært sig við fouð í himninum, sitt eigið hjartalag, ættingja sína ogvini« áður en hún kastaði teningunum. Ættingjar og vinir munu hafa verið hvetjandi, þeir móðurbræður hennar Eggert sýslumaður og Ólafur Briem á 0rund, en fyrst og fremst þó amma hennar, Valgerður, sem mestu mun hafa ráðið. Bið forláts, ef hjer er sagt meira en má. Það kom brátt fram, hvað í hana var spunnið. Alt gekk vel. Unga stúlkan varð sómi og prýði amtmanns- setursins í öllu tilliti, elskuð og virt\af öllum, háum og lágutn, og hjónabandið hið farsælasta. Þeim hjón- um varð níu barna auðið. Tvö dóu í æsku, fjórar uppkomnar dætur hefur hún mist, og nú seinast Hannes, en •éílk lifa af öllum hópnum tveir synir: Gunnar bankastjorrsig Marínó, fyrv. sýslumaður. Lífsbraut hennar hefur því ekki verið rósum stráð. Sorg og söknuð hefur hún orðið að reyna, og margt og mikið andstreymi, en hún hefur ekki látið hug- fallast. Trú hennar og traust á guði hefur reynst nógu sterkt til að halda henni uppi. Elskan og guðsóttinn og fórnfýsin einkenna alt hennar líf. Hún hefur alla sína löngu æfi varla notið annarar ánægju en þeirrar að gleðja aðra, en þeirrar sæluríku gleði hefur hún notið ríkulega. Um sjálfa sig hefur hún aldrei hugs- að, — alt fyrir aðra. Einhverju sinni sagði Tryggvi

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.