Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 31

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 31
ÓÐINN 31 »Eldur er bestur með ýta sonum, annað: sólarsýn« Eldur áhuga, aringlóð sú, um þig birtu breiddi. Verður þjer víst í þeim vafurloga dagsetur að dögun, þó að þverúð og þelamögn Vekur þó vonir vættur heilla: ráðsvinna rösk og heil - einlæg árvekni að efla hag þeirra er þreyttir vinna. Hefur Hallgrími hlíft í rómu brjóstvörn sú 'in besta: sólskin samvisku, sefi heiðríkur, þvergirði þjóðveg hvern. heitstrenging virðingarvönd. Oft er áhuga umgjörð veik, brothætt besta grip, framamanns fæti við falli hætt, stutt milli skins og skúra. Dreiddirðu í búskap blágræna voð yfir óðalsstöðvar. Breiðir nú blómpell á bringu þína ættjörðin — anganríkt. öuðtnundur Friðjónsson. Minningar frá ösku- og infiúensuhaustinu og vetrinum 1918 1919 í Landsveit og kalli. Mig hefur langað til, og þótt vel hlýða, að til væri skýrsla eða sönn frásaga um ástanciið og afleiðingarnar, sem urðu hjer af öskufallinn úr Kötlu, og inflúensunni eða „spönsku veikinni" þennan ofannefnda ógleymanlega vetur, 1918—19; og jeg hef hálfgert verið að vonast eftir og bíða þess, að einhver annar yrði til að semja þá skýrslu. En nú þykir mjer sýnt, að svo verður ekki, og því ræðst jeg í að gera það, þótt seint sje. En jafnframt hefur mig einnig langað til að minnast að nokkru þeirra mörgu, sem þá fjellu í valinn hjer. Það fór svo sem að líkum ljet í fyrstu og jeg taldi uggvænl, í niðurlagi máls um Kötlugosið, að „spanska veikin" varð hjer ill og kvíðvænleg. Þær voru hörmulegar sögurnar, sem sagðar voru af völdum þessarar farsóttar í Reykjavík og víðar, og sorgarsvartir og hræðilega iangir voru dánarlistarnir, sem sáust í blöðunum þaðan. En ekki varð minna að meini hjer, að til- tölu við mannfjölda, en jafnvel í Reykjavík. í byrjun ársins 1918 var mannfjöldinn í Landprestakalli alls 543. En um lok þess voru fallnar 17 manneskjur, og þar af 13 beint af völdum „spönsku veikinnar" á rúmum einum mánuði. Hún byrjaði hjer, þessi drepsótt, aðallega með nóvember, og lagðist þá flest á eitt til að greiða henni veg og gera hana víð- förla, þunga og banvæna. Það fyrst, að gálítil ungmenni á næst- unni þurftu endilega að lyfta sjer upp og leika sjer svolítið, hreifa sig ögn, eftir sláttinn og haustannirnar, á dálitlu „balli", í þessari líka skemtulagú tíð, bæði hjer á landi og annarsstað- ar, dansa á öskunni úr Kötlu ofan á grasleysunni o. s. frv. En þarna var líka „spánska" sóttkveykjan, óboðin, og vildi einnig dansa, hauð flestum upp og fjekk móttóku af flestum, þeim óafvitandi og grandalausum þó. Á þessa „skemtun" höfðu og slæðst í hugsunarleysi fáeinir unglingar hjeðan úr sveit. Komu ýmsir sárveikir heim til sín frá „skemtununni", en flestir smitaðir, og barst því veikin svo víða eg alt í einu, eða' miklu víðar og bráðar en ella mundi. I öðru lagi voru og aðrar samgöngur allörar og tíðar, því að alt var látið óhindrað í von um meinleysi veikinnar, og haustannir ekki nærri búnar hjá bændum og búaliða; stóðu og yfir óvenju miklar haustferðir, smalamenskur, fjárheimtur, og fjárrekstrar suður, vegna" gras- og heyjabrestsins undanfarið sumar og öskufallsins um þessar mundir. Og loks var það hið þriðja, að einmitt um þetta leyti, með byrjun veikinnar, gerði vondan harðindakafla, mjög snarpa kælu og algerða hagleyau af mjög illa gerðum snjó og ösku. Voru menn þá neyddir til að vera á ferli og erli bæði til að biarga og farga bjargarlausum fjenaði sínum. Stóðu þessi harð- indi um hálfan mánuð. Alt þetta, hvað með örðu, varð eðlilega til að efla gengi farsóttarinnar, enda notaði hún tækifærin, lagði í rúmið fjölda heimila í einu, og tindi síðan upp, með miklum hraða, hvert heimilið eftir annað, uns ekkert heimili var með öllu eftir skilið. Víðast hvar kom hún flestum af fótunum og í rúmið 1 lengri eða skemri tíma. En undarleg var hún, og óskiljanlega fór hún oft og víða að. Að einu leytinu fór hún ekki í nokkurt manngreinarálit, en gerði sjer þó að hinu leytinu mjög mikinn mannamun. Á stöku heimilum og í allmörgum einstökum mönnum var hún einkarvæg og meinlaus, nærri því eins og meinlítið algengt kvef, en öllum þorra heimilanna var hún þung og grimm. Og helst snerti hún ekki við sjúklingum, sem fyrir lágu í rúminu, hrumum, karlægum gamálmennum og ung- um börnum, en rjeðist einkum á mesta blóma- manndóms- og styrkleikaaldurinn eða þá hraustari og harðfengari. Og lítið eða alls ekki virtist hún fara eftir því, hvort híbýli manna voru björt og hlý og hreinleg eða dimm og köld og vanhirt. Því að hún var engu siður grimm og banvæn sumstaðar, þar sem best er í þessu efni, en annarstaðar, þar sem lak- ara eða jafnvel lakast var. Þótti þetta kynleg ónáttúra og fárri veiki líkt. En víðast hjer var hún nú samt næstu illvíg, og svo næm og megn, að flestir sýktust og lágu samtímis á heimilunum flestum, og það sumstaðar svo, að ekki stóð uppi nema ein manneskja á bæ, helst barn eða gamalmenni, til að hjúkja hinum sjúku og gegna heimilisþörfum. Á einum bænum voru t. d. 4 í heimili, miðaldra hjón og 2 börn þeirra, 17 ára piltur og 12 ára stúlka. Þar lágu hjónin samtímis, bæði í megnri lungnabólgu, svo að hvorugu var hugað Iíf, pilturinn við rúmið með miklum sóttarhita, en stúlkan ein nokkurnveg- tnn frísk og fær til að hjúkra foreldrum sínum og hjálpa bróð- ur sínum, náttúrlega þó úrvinda af sorg og þreytu. Á þessu heimili dó vonum bráðar bóndinn og faðirinn, en hitt lifði. A öðrum bæ voru 8 manns. Þar lágu, um langa og stranga stund, 7 í einu, og þar á meðal aldraður faðir og þrítugur sonur hans, hvor á móti öðrum, báðir með dauðahryglu, enda dóu báðir, en uppí stóð alein sjötug eiginkonan og móðirin. að- framkomin af andvökum, þreytu og sorgum. A þriðja bænum voru 12 manns. Þar lágu líka um stund allir í einu, sumir mjög þungt haldnir, nema húsbóndinn einn, sextugur maður, og 15 ára unglingur, og báðir þó sárlasnir. Á þessu heimili

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.