Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 29

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 29
OÐINN 29 gröft, og meðan landið var No man's land, hafa ýmsar fleiri þjóðir krækt sjer þar í landsvæði og sleg- ið eign sinni á þau. Nú standa sakir þar svo: Norð- menn hafa þar 2 aðalbygðir og ráða yfir kolasvæð- unum; þá koma Svíar með 2 námur, og Rússar með eina litla, sem þó er í höndum Norðmanna. Englend- ingar hafa reynt þar marmara- og gullgröft á tveim- ur stöðum, en lítið orðið úr. I Kings Bay, sem er önnur aðalbygð Norðmanna, eru nú um 40 hús. Er sú nýlenda að eins þriggja ára gömul og keypt af norskum miljónaeiganda. Hefur kolagröftur gengið þar heldur skrykkjótt vegna verk- falla og ýmislegs ólags, sem á hefur verið. — Þar er nú komin hafnarbryggja, er skip frá 5000—10000 ton geta lagst við; liggur þaðan járnbraut til námanna. Verkamannahús fyrir 300 manns hafa verið bygð, auk þess skrifstofubyggingar, verkfræðinga- og for- mannahús og sjúkrahús. I Green Harbour er loft- skeytastöð, er stendur í sambandi við aðalloftskeyta- stöð ríkisins í Noregi. Hús öll eru úr timbri, sem flutt er í flekum og slegið saman er til Spitsbergen kemur. Ekki er kvillasamt á Spitsbergen; styður að því bæði loftslag og einangrun, og svo hitt, að allir, sem þangað fara, eru skoðaðir áður en þeir leggja á stað; þó slæðist þangað nokkuð af sjúkum mönnum, eink- um kynsjúkum. Árið, sem jeg dvaldi þar, hafði jeg um 500 sjúklinga; voru það einkum meiðsl, beinbrot, liðhlaup og ígerðir, sem að þeim gekk. ]eg bjó í sjúkrahúsinu, hafði þar 2 ágæt hérbergi, apótek gott og skrifstofu. Gat spítalinn tekið við c. 20 sjúklingum, og auk þess einangrunarstofur. Auk kolanámumanna var jeg og ráðinn læknir marmaranámumanna tilheyrandi ensku fjelagi, að norðanverðu fjarðarins. Fór jeg þangað einu sinni á mánuði og tók við sjúklingum, er þaðan komu. Hafði jeg fyrir það 20 pund á mánuði. Fæði var ágætt, bæði yfirmanna og verkafólks; var mikið notað af niðursoðnum mat. Islenskt kinda- kjöt tveggja ára gamalt átum við, og þótti það ágæt- ur matur. Niður við sjóinn eru vörugeymsluhús, og er þar geymdur allur matur, og hituð upp sum her- bergi, svo sem þar sem jarðepli eru geymd. Bestu íshús, sem hægt er að hugsa sjer, eru afhýsi grafin út úr námugöngunum; er þar geymt alt nýtt kjöt o. fl. Vatn til matar og drykkjar er flutt að úr stöðu- vatni í nánd við nýlenduna á vetrum, en á sumrum er það leitt í pípum; er það gott en »hart«. Helstu útiskemtanir voru skíðaferðir, oft langar Ieiðir jafnt á nótt sem degi, ef svo stóð á. Inni var lesið og skrifað, spiluð ýms spil, etið og sofið. Til orða hefur komið að byggja þarna heilsuhæli fyrir berklaveika, og mun óvíða betur til fallið, vegna hins dásamlega loftslags. En dýrt mundi það verða, ef ekki væri hægt að nota hælið nema helming árs- ins, og mundu varla aðrir geta notað sjer en auð- menn. Hafa ensk og norsk fjelög haft þetta á prjón- unum, og má vera að reynt verði síðar. Ekki gat jeg orðið þess var, að sár greru þar fyr en annarstaðar, þar sem jeg þekki til. Norskur lækn- ir, sem var 2 ár í Advent Bay, hefur athugað blóð- líkami í 12 manns á hverri viku, til að vita hvort sömu lögum hlíti og í háfjöllum, en ekki er mjer kunnugt um árangurinn af þeim athugunum. Sjálfur taldi jeg blóðagnir í 10 manns fyrir myrkratíð og í henni miðri, og var enginn munur á tÖlu hvítra og rauðra agna, hvort bjart var eða dimt. Hvað kaupgjald á Spitsbergen snertir, þá er það síst lægra en annarstaðar. Verkamenn vinna sjer þar inn 6—8000 kr. á ári, og sjeu þeir reglusamir, koma þeir heim með það skuldlausir. Yfirmenn hafa oft ekki meira, nema þá þeir, sem hæst eru settir. Spitsbergen er fagurt land: heiðblá fjöllin, hvíta logn inn til dala svo að segja allan ársins hring, og loftið alt logandi í norðurljósum; þegar maður situr inni í herbergi sínu í nógum hita, með telefón hjá sjer, raflýsingu úti og inni, og nóg af góðum bókum að lesa, ætlar maður varla að trúa sjálfum sjer að maður sje staddur norður í hafsbotnum, langdrægt norður undir heimskauti. Og loftskeytastöðin bindur við umheiminn; liðu oft ekki nema 3 dagar frá því jeg sendi skeyti til Islands, þangað til svar var kom- ið. — En nú skal hjer staðar numið og sitja við það sem komið er. — Hefi jeg á prjónunum bók1) er bráðlega kemur út, og verður þar nákvæmari lýsing á öllu en í þessum fáu orðum, einkum á auðsupp- sprettum landsins, kolanámunum og framtíðarmögu- leikum er á þeim byggjast. Er þetta Islendingum ekki alveg óviðkomandi mál, þar sem fyrst getur lands þessa í ritum þeirra, og ekki ef til vil óhugsandi að eitthvað af gæðum þess kynni hingað að geta flotið, ef lagt væri kapp á og rjett að farið. 1) Handritið aö bók þessari fórst í pósthúsbrunanum í Borgarnesi. En ritgerð þessi er frá föður höfundarins og hef- ur ekki áður verið birt á prenti. Sí

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.