Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 7
i ÓÐINN 7 jafnvel á annan hátt. En eftir því sem árin færð- ust yfir hann, kunni hann æ betur og betur að stilla skap sitt. Það ræður að Iíkindum, að maður jafnvel gefinn og hann, bæði andlega og líkamlega, hafi á yngri ár- um sínum haft allmikið sjálfsálit og þótst fær í flestan sjó. Svo er um flesta atgerfismenn á unga aldri, meðan torfærur lífsins hafa lítt orðið á vegi þeirra. Enda var H. H., bráðþroska eins og hann var, svo fullur af fjöri og lífsgleði á yngri árum sínum og með svo »órótt ólgublóð*, að hann hefði víst helst kosið að geta — jeg segi ekki að hann hafi nokkru sinni búist við því — »gjörvalt lífið geisað fram í einum sprett«, eins og hann kemst að orði í einu af kvæðum sín- um. En þó að hann þannig oft vildi láta »gamminn geisa fram«, var hann í rauninni enginn ofurhugi og hataði jafnvel alt ofurkapp. Kom honum þetta oft að góðu haldi í lífinu síðar. Aðlaðandi og ástúðlegur maður var H. H. alla æfi sína. Fyrir því varð honum mjög gott til vina og kunningja, og einnig til samherja. Hatursmenn eða megna óvildarmenn mun hann hafa átt fáa, jafnvel meðal þeirra, er honum stóðu á öndverðum meiði í almennum málum. En sjálfgefið var það hinsvegar, að maður, sem stóð í þeim sporum í lífinu, sem hann stóð í, eignaðist ýmsa mótstöðumenn og þá suma hálfillvíga. Um einn eiginleika H. H. voru allir samdóma, jafnt meðhaldsmenn sem mótstöðumenn. Það var glæsi- menska hans. Þar átti hann fáa sína jafningja, því var ekki unt að neita. Það kom jafnvel fyrir, að glæsi- menskan var fundin honum til foráttu af mótstöðu- mönnum hans, þegar ekki var öðru til að dreifa. H. H. var mjög samvinnuþýður maður, og það var ánægja að vera samverkamaður hans, í hverju sem var. Hann var óvenju fljótur að kryfja hvert mál til mergjar og komast að kjarna þess. Hann var tilfinningamaður mikill og gat stundum tekið sjer smá-mótgerðir og ýms vonbrigði allnærri. Stóð þetta nokkuð í sambandi við örgeðja skapsmuni hans. Minnist jeg þess t. d. þá er hann í fyrsta sinn bauð sig til þings, hjer í Reykjavík, móti þeim Hall- dóri sál. Friðrikssyni og ]óni sál. Jenssyni, hve þungt honum fjell það að ná ekki kosningu. , Gleðimaður var H. H. mikill. »Himneskt er að lifa«, hraut honum oft af munni meðan hann var heill heilsu. Oft var kátt í kringum hann, og óblandin ánægja var það, að sitja með honum að sumbli í kunningja- og vinahóp, að kvöldi dags, eftir slit og strit dagsins, og »skrafa um alt, nema skammir og kíf«. Það var vikið að því hjer að framan, að snemma hefði sú löngun kviknað í brjósti H. H., að verða nýtur sonur fósturjarðar sinnar. Og það mun verið hafa frá hans instu hjartarótum runnið, þegar hann í »ástarjátningu sinni til íslands«, er hann orkti tæplega tvítugur, helgar ættjörð sinni »hvern blóðdropa, hjarta og sál« og heitir þar, sjer til styrktar, á þann, »sem vald hefur tíða og þjóða«. Þessi fölskvalausa ættjarð- arást hans hefur án efa verið sterkasta afltaugin í brjósti hans. Hennar verður nálega alstaðar vart, svo að segja gegnum alt líf hans, og hún gat síst dulist þeim, sem honum voru vel kunnugir. — »Hlífi þjer, ættjörð, guð í sinni mildi« segir hann í hinum gullfögru aldamótaljóðum sínum. Hann sá, betur en svo margur annar, hin ýmsu mein fósturjarðarinnar, og hann vildi gera sitt ýtrasta til að reyna að lækna þau, eða eftir megni bæta úr þeim. En hann greindi eðlilega oft á við aðra um aðferðina í því efni. Hann bar djúpa virðingu fyrir hverjum þeim ósvikn- um íslending, er eitthvað verulegt hafði lagt af mörk- um fyrir frelsi og framfarir ættjarðar sinnar. Má því til sönnunar t. d. benda á minningarljóð hans eftir ]ón sál. Sigurðsson og Benedikt sýslumann Sveinsson. Hann leit svo á, þessi vaski maður, að þjóðin yrði fyrst og fremst að hrista af sjer dáðleysismolluna, svefnmókið og doðann, til að kippa í lag ýmsu því, sem ábótavant væri á landi hjer. Að lifa væri: að starfa, og að starfa: að lifa. Manndómur og starf, dáð og framkvæmdir væri skilyrði fyrir heillaríkri fram- tíð lands og lýðs, en ekki vol og víl. Og hann taldi það síst af öllu holt til frambúðar, að þjóðin lifði því nær eingöngu á »gortinu af gömlum dögum og bjarma frá fornum sögum«. Hann hafði yfir höfuð megnustu óbeit á öllum gjálfuryrðum og blekkingar-hugsunarhætti. H. H. átti því láni að fagna, að vera alveg óvenju vel kvæntur maður. Var sambúð þeirra hjónanna, eins og kunnugt er, að öllu leyti hin ástúðlegasta. Heimilið var hið besta vígi hans í striti og stríði lífs- ins. Og hinn stærsti og sárasti harmur mun honum kveðinn hafa verið, þá er hann misti konu sína, því nær á besta aldri, árið 1913, og aldrei mun hann hafa borið sitt bar eftir þann missi, enda byrjaði þá skömmu síðar að gera vart við sig vanheilsa sú, er um síðir dró hann til dauða. — Eftir konumissinn og byrjun vanheilsu sinnar mun hann oftast hafa verið »í sárum« og óskað þess heitt, að eigi mætti langt verða milli konu sinnar og sín. — Má þetta sjá meðal annars í nýjársnætur-kvæði hans 1913: »Unn mjer, drottinn, líknar-lagsins, lausn mjer veit í þinni náð«. Vorið 1914 segir hann enn fremur: »Klipið hefur

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.