Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 25

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 25
ÓÐINN 25 Jón Ólafsson Foss læknir. Fyrir nokkrum mánuðum kom fregn um það frá Ameríku, að ]ón Foss hefði dáið þann 4. nóv. s. 1. úr hjartaslagi. ]ón var fæddur að Lundi í Lunda- reykjadal 26. okt. 1888, og voru foreldrar hans síra Ólafur Ólafsson, seinna prófastur í Hjarðarholti í Dölum, og frú Ingibjörg Pálsdóttir, systir síra ]ens Pálssonar í Görðum. Hann útskrifaðist úr Mentaskól- anum 1911 og úr læknadeild Háskóla íslands 1917. Eftir próf var hann um hríð læknir í Bolungarvík, en fór svo til Danmerkur og var á spítölum þar og í Noregi, og var þá 1 vetur læknir Norð- manna á Spitzbergen. Þegar heim kom 1920, var hann settur hjeraðslæknir í Reyk- hólahjeraði og 1. febr. 1921 í Borgarfjarðarhjeraði. — ]ón var kvæntur Elísabetu Hrist- jánsdóttur ]ónssonar, dóm- stjóra, og áttu þau eina dóttur. Vorið 1921 fluttist ]ón heit- inn til Ameríku. Hann tók ameríkanskt Iæknapróf mán- uði eftir að hann kom þang- að, og settist síðan að í bæn- um Cavallier í Norður-Dakota U. S. A. Hann var því að eins búinn að vera þar rúmt ár þegar hann ljetst. En á þessum stutta tíma var hann búinn að ávinna sjer svo mik- ið traust og álit sem lækn- ir, að slíks munu fá dæmi á jafnskömmum tíma; enda var ]ón á margan hátt óvanalega vel gefinn maður. Alúð hans og meðfædd hjálpfýsi, samfara óbilandi kjarki, gerðu hann sjerstaklega hæfan til þess að gegna lækningastörfum. Enda bera lofsamleg ummæli mætra manna, sem þektu hann í Ameríku, þess ljósán vott, að þar var hann kominn á sína rjettu hillu í lífinu. Hjer heima vildu sumir telja það ljóð á ráði hans, »að hann festi hvergi yndi til langframa*, og að stund- um kendi jafnvel votts af eirðarleysi í hugsanalífi hans. En það voru að eins þeir, sem ekki þektu skap- ferli ]óns, sem furðuðu sig á þessu. Hefði ]ón lifað á dögum Egils Skallagrímssonar, hefði hann vafalaust verið víkingur. Hinn þrótfmikli kjarkmaður hefði í anda þess tíma reynt krafta sína í hernaði. En í viðjum nútímamenningar beindist hugur hans þegar á unga aldri að því, að framkvæma eitthvað stórt og mikið í þarfir lands og lýða, sem lifði manninn. Þetta út af fyrir sig var að vísu ekkert sjerkennilegt fyrir hann einan. Fjölmargir tápmiklir unglingar ala þessa sömu löngun í brjósti. En það var sjerkennilegt fyrir ]ón, að fullorðinsárin, með sinni raunverulegu baráttu fyrir tilverunni, megnuðu ekki að fá hann til þess að sætta sig við að sjá flestar, gamlar og nýjar, fyrir- ætlanir sínar og vonir verða að engu. ]ón gat með engu móti sætt sig við þá hugsun, að verða að hýrast alla æfi á fyrirfram ákveðnum bletti, þar sem ekkert tækifæri var sjá- anlegt framundan, til þess að reyna starfskrafta sína og beina þeim í ákveðna átt, í von um einhvern teljandi ár- angur af unnu æfistarfi. Hans innri maður gerði uppreisn á móti slíkri hugsun, og knúði hann til að leita sjer að nýju starfsviði. — í Ameríku fann hann loks það, sem hann leitaði að. Þar fjekk hann nóg að starfa á eigin ábyrgð — meira en hann gat komist yfir. Og á einu einasta ári var hann orðinn þektur læknir í miklu áliti. »Hann hefði getað orðið einn af fremstu mönn- um ríkisins«, er skrifað um hann í brjefi frá Ameríku. Ef til vill er það of mælt, ef til vill ekki. Um það verð- ur ekki sagt. En hitt er aftur á móti óhætt að full- yrða, að hann var á rjettri leið. — Gudbrandur Isberg. # Jeljagarinn. Hranalega hræsvelgur hrímga kampa skekur; klungruð jörð og krapelgur kvíða-hrylling vekur. Jón Ólafsson Foss. Fnjóskur.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.