Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 30

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 30
30 ÓÐINN Hallgrímur Kristinsson framkvæmdastjóri. Fæddur 6. júlí 1876, — dáinn 30. janúar 1923. Eftirmæli. Vaxti þig vel og vilja þínum eld og andvara gaf Einars athygli, áræði Glúms — ljónhugur landnámsmanns. Bros og bjartsýni og bróðurkærleik gaf þjer á guðsifjastund sólrík sveit, er sílgræna jörð lætur í andvara anga. Greinar guðspeki geisli sólar flytur firði og sveit; veitist vöggugjöf varla betri manni en löggjöf ljóss. Arfur þinn allur var áhuga-glóð; löngun til landnáms horfði, dáð til drengskapar, dugur til starfs, fullhugi til friðar. Bar fyrir brjósti brautryðjandi almennings'auðnu og gagn, þessvegna þjer þökk og hlýja fylgja heiman heim. Fellur forsprökkum fast á móti stormur og straumröst þung. Engin andviðri áttavita vinna þó geig nje grand.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.