Óðinn - 01.01.1923, Qupperneq 30

Óðinn - 01.01.1923, Qupperneq 30
30 ÓÐINN Hallgrímur Kristinsson framkvæmdastjóri. Fæddur 6. júlí 1876, — dáinn 30. janúar 1923. Eftirmæli. Vaxti þig vel og vilja þínum eld og andvara gaf Einars athygli, áræði Glúms — ljónhugur landnámsmanns. Bros og bjartsýni og bróðurkærleik gaf þjer á guðsifjastund sólrík sveit, er sílgræna jörð lætur í andvara anga. Greinar guðspeki geisli sólar flytur firði og sveit; veitist vöggugjöf varla betri manni en löggjöf ljóss. Arfur þinn allur var áhuga-glóð; löngun til landnáms horfði, dáð til drengskapar, dugur til starfs, fullhugi til friðar. Bar fyrir brjósti brautryðjandi almennings'auðnu og gagn, þessvegna þjer þökk og hlýja fylgja heiman heim. Fellur forsprökkum fast á móti stormur og straumröst þung. Engin andviðri áttavita vinna þó geig nje grand.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.